Sorglegar staðreyndir eftirhermunnar
14.3.2025 | 08:20
Það er dapurlegt að horfa á vaxandi ofbeldi á Fróni. Samkvæmt Fréttatímanum voru um 1,9 morð framin á ári á tímabilinu 1999 - 2019 en á árunum 2020 - 2024 hækkaði þetta meðaltal í 4,6 morð á ári. Hæsta tíðnin var í fyrra með sjö morðum.
Morgunblaðið skrifar í leiðara dagsins:
Glæpaklíkur, einkum erlendar, lúta öðrum lögmálum en einstakir íslenskir vandræðamenn hafa gert í gegnum tíðina. Fjölnir lýsir því til að mynda hvernig þessir nýju glæpamenn hóta ekki aðeins lögreglumönnum, heldur einnig fjölskyldum þeirra. Og ólíkt því sem áður var þegar lögreglumenn fengu slíkar hótanir, gjarnan frá ölvuðum einstaklingum sem báðust síðar afsökunar, er ástæða til að taka mark á hótununum nú eins og dæmin sanna."
Blaðið vitnar í viðtal við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna í Dagmálum nýlega sem leggur áherslu á að helst þyrfti að fjölga um 200 manns í lögreglunni, þannig að þeir 50 sem ríkisstjórnin áformar hrökkva skammt. Það sem Morgunblaðið segir vera áhyggjuefni er hversu erfitt gangi hjá fjölmiðlum að fá upplýsingar um glæpaverk ekki síst þau fólskulegustu. Fjölnir sagði í viðtalinu að Íslendingar vilji ekki vopnaburð, þeir vilji almennt halda í sakleysi sitt og lögreglan meira að segja vill ekki segja Íslendingum hvað er að gerast í landinu af því að hún vill líka að þeir haldi í sitt öryggi og sakleysi." Réttilega bendir Mbl. á að landsmenn eru engin börn og enginn greiði gerður, nema síður sé, með því að reynt sé að hlífa þeim við staðreyndum. Slík afstaða vinnur gegn markmiðum lögreglunnar sjálfrar að tryggja öryggi landsmanna.
Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að herma hugsunarlaust eftir stefnu erlendis frá m.a. með opin landamæri og innfluttningi dæmigerðra vandamála í Svíþjóð og Evrópu. Barnaskapurinn er mikill í leitinni að vera ekki minni" en aðrir. Hvað varð um afstöðuna að vera sjálfum sér næg? Framapot stjórnmálamanna er Íslandi afar dýrt og óþarfi með öllu. Ísland á að segja sig úr Schengen og taka upp eigið hert landamæraeftirlit. Öryggi landsmanna er brothætt og rafbyssur hrökkva skammt gegn kúlum erlendra glæpagengja.
Á meðan minnimáttarkennd eftirhermunnar ræður ríkjum á Íslandi hafa landsmenn ekki eigin stjórn á málunum og er í reynd stjórnað af erlendum öflum. Það ástand mun stöðugt fara versnandi. Nægir að líta á ástandið til dæmis í Breiðholtsskóla sem minnir á skóla í viðkvæmum" sænskum borgarhverfum. Árangur menntunar er í öfugu hlutfalli við fjölgun hámenntaðra" einstaklinga í landinu sem ekkert vita um saltan sjó eða daglegan veruleika björgunarsveita og lögreglumanna.
Íslendingar verða að hrista af sér minnimáttarkennd stjórnmálamanna sem nota kjósendur sem gólftusku til þess að fá fallegt gólf heima hjá sér.
![]() |
Einn handtekinn til viðbótar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2025 kl. 08:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög góður pistill. Í raun er það svo að allir eru samsekir sem ekki mótmæla næstum því No Borders stefnu stjórnvalda, þar sem látið er undan háværum minnihluta.
Þar sem mér er annt um þjóð mína og komandi kynslóðir hef ég látið í mér heyra og tjáð mig um þetta.
Það getur verið að "góða" (vinstrisinnaða) fólkið telji sig vera gott, en að vera meðvirkur rangri stefnu er ekki gott.
Eitt sinn var Ísland næstum paradís á jörð, og Svíþjóð var fyrirmynd hvað friðsæld og velmegun varðaði. Alveg augljóst er hvað gerðist.
Eina leiðin til að hjálpa öðrum löndum og þjóðum á rétta braut er að hjálpa þeim að gera rétt heima fyrir.
Því miður eru Svíar orðnir býsna seinir, og Þjóðverjar og aðrir. Svíþjóðardemókratar, afD og fleiri flokkar ná ekki árangri, svo mikið er búið að eyðileggja.
Það er miklu erfiðara að laga það sem er orðið ónýtt en að koma í veg fyrir að hlutir fari í ólag.
Þú ert einn af þeim sem átt mikla virðingu skilið að hafa fjallað um þetta.
Ingólfur Sigurðsson, 15.3.2025 kl. 00:12
Vaxandi kristleysi : Aukið ofbeldi. Mjög einfalt !
Loncexter, 15.3.2025 kl. 07:01
Kærar þakkir Ingólfur fyrir athugasemd og góð orð sem verma hjartaræturnar. Já það er mikill munur á því sem áður var og hvernig málum er háttað í dag. Ég hef átt heima í Svíþjóð síðan 1984 og Svíþjóð hefur svo sannarlega gjörbreyst með innfluttum glæpaklíkum, daglegu ofbeldi, skot- og sprengjuárásum. Þótt ástandið sé ekki orðið að fullu svo slæmt á Íslandi, þá hnígur allt í þá átt sem er svo sorglegt að sjá. Það er afskaplega gott að þeir sem unna landi og þjóð láti í sér heyra - vonin vex um að eitthvað verði að gert, þeim mun fleiri sem gera það.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.3.2025 kl. 08:43
Sæll Loncexter, þakkir fyrir hinn kristna, boðskap kærleikans að leysa málin friðsamlega. Hlutverk yfirvalda er að tryggja öryggi íbúanna og þegar glæpamenn nota vopn, þá verður að verja sig.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.3.2025 kl. 08:55
Það eru til rannsóknir erlendis, sem sýna að þegar orð Guðs var fjarlægt úr amerískum skólum 1968 fóru neikvæðir hlutir í skólum að stigmagnast. Þetta gerðist auðvitað á íslandi, þökk sé Kötu Klikk og Þorgerði Wick (ed)
Loncexter, 15.3.2025 kl. 09:05
Hvað skólaofbeldi varðar, eins og í Breiðholtsskóla, á að vísa erlendum einstaklingum og fjölskyldu þeirra úr landi þá og þegar. Hafi einhverjir samlandar þeirra eitthvað um málið að segja á að vísa þeim á brott hið sama.
Við eigum ekki að leyfa okkur að taka upp slíka þvælu sem þessir einstaklingar hafa áorkað sér, þeir geta sinnt sína kurteisi heima hjá sér í því landi sem þeir komu frá.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2025 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.