Yfir 7 000 kristnir og alavítar myrtir í Sýrlandi síðan fyrir helgi styður ríkisstjórnin og forseti Íslands þessi fjöldamorð?
12.3.2025 | 07:37
Hræðilegar myndir birtast af fjöldamorðum vígasveita íslams HTS í Sýrlandi, en talið er að yfir 7.000 hafi hafi verið myrtir síðan á föstudag. Ísraelar brugðust við beiðni um aðstoð með loftárásum á mánudagskvöld. Meginfjölmiðlar með nokkrum undantekningum þegja yfir þjóðarmorðinu í Sýrlandi þar sem vígasveitir íslamskra hryðjuverkamanna, Hay Tahrir al-Sham (HTS), réðust á vopnlausa minnihlutahópa í Latakia héraði, þar sem alavítar og kristnir búa.
Örvæntingafullir kristnir báðu um hjálp á samfélagsmiðlum. Íslamssérfræðingurinn Robert Spencers birti myndband af herforingja tengdum Jolani á Jihad Watch, þar sem hann kallaði opinskátt eftir slátrun á konum og börnum alavíta:
Til Mujahideen, ekki skilja neina alavíta eftir á lífi, hvorki karl né konu. Þeim virtustu meðal þeirra verður slátrað. Virtustu alavíta konunum verður slátrað. Slátrið þeim öllum, þar á meðal börnunum í rúminu. Þetta eru svín. Takið þau og kastið þeim í sjóinn.
Neyðarkall frá Sýrlandi
Pamela Geller sendi neyðarkall frá Sýrlandi:
Ég biðst afsökunar á því að skrifa ykkur frá fölskum tölvupósti, en ég óttast um sjálfa mig ef deili á mér verða kunn, ég er sýrlenskur alavískur ríkisborgari, ég bið ykkur með öllum bænum: hjálpið okkur að stöðva blóðárnar í Sýrlandi, blóð alavíta fyllir göturnar, nýi sýrlenski herinn undir forystu al-Julani eru hryðjuverkamenn og meira en 4 þúsund hafa verið myrtir. Fjölmiðlar fylgjast ekki með ... á hverju augnabliki myrða öfgafullir íslamskir heilagastríðsmenn saklausa, brenna heimili, stela og ræna, við eigum ekki lengur von um líf á þessari jörð, vinsamlegast hjálpið á einhvern hátt við biðjum um vernd frá hvaða landi sem er í heiminum sem kemur til Sýrlands í stað al-Julani og vígamanna hans, Bandaríkin, Frakkland, Ísrael, Rússland, hvaða land sem er .
Fjöldi fórnarlamba á bilinu 7.000 10.000
Geller skrifar áfram:
Þeir fela lík barna, kvenna og íbúa sem þeir hafa myrt. Al-Jolani klíkurnar eru öfgafullir íslamskir hópar sem drepa, fremja hryðjuverk og stela. Þeir brenna líkin til að fela sönnunargögn um glæpi þeirra. Þeir safna líkum óbreyttra borgara og henda þeim í sjóinn eða fela þau og hreinsa blóð af vegum til að láta fjölmiðla eins og A Jazeera taka myndir eins og ekkert sé vinsamlegast látið rödd okkar heyrast, takk!
Krafan til íslensku ríkisstjórnarinnar og forseta Íslands er réttmæt og mannúðleg:
Sendið tafarlaust frá ykkur opinberlega yfirlýsingu og fordæmið hrottaleg fjöldamorð böðla íslams á alavítum og kristnum minnihlutahópum í Sýrlandi.
![]() |
Verðum að varðveita einingu þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Facebook
Athugasemdir
Enginn áhugi á þessum morðum.
Kristna má drepa án nokkurra athugasemda
og líka þeirra sem ekki eru réttrar trúar.
Meðan þetta eru ekki múslimar, hvað þá
Hamas liðar, þegir góða fólkið.
Sigurður Kristján Hjaltested, 12.3.2025 kl. 16:43
Sæll Sigurður, ljótt er að heyra en í stíl rétttrúnaðarliðsins. Það er reginhneyksli ef opinberir aðilar á Íslandi fordæma ekki þessi fjöldamorð á saklausum.
Gústaf Adolf Skúlason, 13.3.2025 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.