Samstaðan rofin um hagsmuni Íslands

gullnahlidesbForsætisráðherra Íslands leggst í víking með öflum óvinveittum íslenskri þjóð. Á kostnað skattgreiðenda flengist hún um heiminn í faldi keisarans í Brussel. Kristrún Frostadóttir hefur meiri samstöðu með sósíalíska Internationalen en með íslenskri þjóð. Mesta eitur í beinum valkyrjanna er stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem þær hafa svarið eið að framfylgja.

Fyrsta frumvarpið um bókun 35 á að tryggja endanlega yfirtöku á íslenska löggjafanum. Síðan verður fylgt eftir með kosningaleikriti um aðild að ESB svo Kristrún og aðrir skósveinar ESB geti veifað „samstöðu" þjóðarinnar með hinu erlenda yfirvaldi og stimplað sjálfa sig inn sem mikilmenni hjá framtíða drottnurum Íslands.

Nái áform þessarar hreinræktuðu vinstri stjórnar fram að ganga, sem keyrir áfram svikastefnu Sjálfstæðisflokksins sem þjóðin hefur mátulega lagt sem hálfstæðisflokknum, nær lýðveldið ekki að verða aldargamalt. Fari svo sem sósíalíski Internationalen vill, að stofnaður verði sameiginlegur her fyrir ESB og lagt út í þriðju heimsstyrjöldina gegn Rússum, er óvíst hvort nokkru sinni komist á lýðveldi aftur á Íslandi.

Allt það sem forfeðurnir börðust fyrir, losun úr fjötrum nýlenduríkis til burðugrar lítillar en sjálfstæðrar þjóðar, verður til einskis. Öll baráttan fyrir stækkun landhelginnar verður að engu höfð sem kannski gæti glatt samstöðuminni söguendurritarans Guðna Th. Jóhannessonar sem ósáttur er við fávísan lýðinn.

Kristrún Frostadóttir og samkyrjur hennar þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland fá kannski að glansa í fimm mínútur við gyllta hliðið í Brussel sem er allt sem þær sækjast eftir fyrir störf í þágu Evrópusambandsins.

Minnumst orða Arnar Þórs Jónssonar, formanns Lýðræðisflokksins:

„Hlutverk þingmanna er að verja stjórnarskrá lýðveldisins, styrkja innviði og verja Alþingi sem löggjafarþing.“

Ekkert af þessu virða ráðherrar ríkisstjórnar Íslands sem hafa skilið eftir stjórnarskrá Íslands frosna í öræfahelli týndri öllum landsmönnum. Ríkisstjórn Íslands gerir allt sem í hennar valdi stendur til að slökkva það ljós sem lyftir þjóðinni duftinu frá og gefur hinu eilífa smáblómi líf.


mbl.is „Samstaðan er lykilatriði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá koma upp í hugann ummæli Ingu Sæland, er vörðuðu ferðalag Utanríkisráðherra til Úkraínu þar sem settar voru 350 milljónir til stríðsins í Úkraínu en Inga sagði að um væri að ræða að verið væri að uppfylla SKULDBINDINGAR SEM FYRRI RÍKISSTJÓRN HAFI VERIÐ BÚIN AÐ GERA.  HVERSU LENGI ÆTLI VERÐI HÆGT AÐ NOTA ÞENNAN "FRASA"????????

Jóhann Elíasson, 24.2.2025 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband