Fer ekki á milli mála að ríkisstjórnin vill blóðugt stríð

KristrunÞað ríkir mikil samstaða meðal bandamanna sósíalíska Internationalens um að friður sé ekki uppi á borðinu varðandi Úkraínu og að þriðja heimsstyrjöldin sé eina forsenda varanlegs friðar í þeirri Evrópu sem þá verður eftir. Reynt er að gera lítið úr tölum fallinna hermanna og óbreyttra borgara í Úkraínu, ekkert hlustað á mannúðleg sjónarmið Bandaríkjamanna en persónulegar árásir stundaðar í staðinn gegn Donald Trump sem hefur verið aðalsport vinstri manna síðan 2016. Reynt er að klína Hitler á alla ráðherra ríkisstjórnar Bandaríkjanna og íhaldsmenn almennt og sagt: Úkraína er að berjast fyrir okkur. Fellur Úkraína fellur frelsi okkar. Pútín mun ekki láta staðar numið og ráðast á okkur og hertaka löndin okkar.

Þegar Hitler réðst á Sovétríkin 1941 í aðgerðinni Barbarossa, þá skrifaði málgagn systurflokks Samfylkingarinnar, Aftonbladet sænska, sem kratar stjórnuðu, eftirfarandi í leiðara dagsett 22. júni 1941 með fyrirsögninni Frelsisstríð í Evrópu. Það er sláandi hversu lík orðræðan þá er orðræðu Kristrúnar Frostadóttur og þeirra sem bergmála orðræðu sósíalista og ESB í dag. Hér að neðan er texti leiðarans en orðinu Þýskaland hefur verið breytt í ESB:

Frelsisstríð Evrópu


aftonbladet-barbarossa3-497877283

 

„ESB..... hefur brotið fjötra sína og stefnir nú með frelsi og auknum styrk í átt að evrópsku, heimssögulegu verkefni sínu að mylja niður rauða stjórnina, sem er stöðug ógn við sjálfan grundvöll frelsisins. Í skjóli málamynda ríkisstofnunar ógnar Moskva allri samtíð okkar.“

„Undir forystu ESB stefnir Evrópa í þjóðarstríð gegn Rauða heimsveldinu.“

Rök dagsins fyrir áframhaldandi stríði í Úkraínu eru endurtekin rök Hitlers sem réðst á Sovétríkin 1941. Þá hylltu sænskir jafnaðarmenn Hitler og sögðu stríð nazismans vera frelsisstríð fyrir alla Evrópu, þar á meðal Svía. Í dag dynja sömu rök daglega á íbúum Svíþjóðar, Finnlands og annarra aðildarríkja Evrópusambandsins.

En tímarnir eru ekki þeir sömu. Kommúnismi Sovétríkjanna hefur fallið og Rússland er komið í staðinn. Samt sem áður er stríðsáróður sósíalista árið 2025 sá sami og stríðsáróður sósíalista var árið 1941. Sósíalistar verða seint sakaðir um að vera fljótir í hugsun.

Kristrún Frostadóttir fylgir blint og gagnrýnislaust flokkslínu sósíalíska Internationalen og dælir meira af skattfé landsmanna í hið tapaða Úkraínustríð. Ákvarðanir sem varða Ísland eru ekki lengur teknar á Alþingi heldur erlendis. Alþingi er orðið að verkfæri til að ráðstafa skattfé hart vinnandi Íslendinga og verkefnadeild glóbalizta fyrir yfirtöku á auðlindum landsins. Þetta er ójafn leikur þar sem sífellt hallast meira á landsmenn.

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fylgir áætlun ESB um innlimun Íslands í ESB. Bókun 35 er fyrsta og afgerandi skrefið. Kosningar í kjölfarið skipta engu máli. Kosið verður eins oft og þarf til að kreista já út úr landsmönnum.

Bandaríski ofurstinn Douglas Macgregor segir Zelensky fasista, einræðisherra og óvin kristinna manna. Zelensky er sérstakur vinur forsætisráðherra Íslands.

 


mbl.is Kristrún: Fer ekki á milli mála hver réðst á hvern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alveg rétt Gústaf, kosningar skipta ekki lengur máli. Sósíalistar allra flokka fara sínu fram. Alþingi er stimpilpúði fyrir ESB og nú er dagskráin sett á stríð. Þýskaland (nema hvað), Frakkland og Bretland leiða för. Tvö þeirra síðast nefndu eru kjarnorkuveldi og nú heyrast raddir að þau séu tilbúin að gefa Zelinski öryggistryggingu með slíkum vopnum. Kristrún Frostadóttir hefur komið sér fyrir í bergmálshelli Zelinski-liðanna. Og við, við höfum ekkert um málið að segja því við kusum þetta fólk yfir okkur án þess að spyrja um afstöðu þess til stríðsátaka. Herlaus þjóðin. 

Ragnhildur Kolka, 22.2.2025 kl. 11:07

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta er sannarlega áhugaverð færsla hjá þér Gústaf, en kemur mér reyndar ekki á óvart.

Það er nánast óhuggulegt að orðræðan sé svo óbreytt og alveg sú sama og leiðtogar okkar og allur almenningur (með örfáum undantekningum á borð við okkur) fylgi æstur í blindni.

Jónatan Karlsson, 22.2.2025 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband