Næsta skref verður að skilgreina Bandaríkin sem hægri öfga ríki

kolbrun reykdalMóðgaða ESB-elítan er ekki búin að ná áttum. Ekki enn þá. En ef ESB gæti, þá myndu þeir koma fram við Bandaríkin eins og þau gera við íhaldsflokka sem gagnrýna ESB. Bandaríkin yrðu titluð sem öfga hægri samsærisríki. Frelsisstjórn Bandaríkjanna hefur með einni gagnrýnni ræðu tekið upp málsvarann fyrir alla Evrópubúa sem vilja frið og frelsi.

Þórdís Reykdal tók fyrir löngu síðan afstöðu með ókjörnum embættismönnum alþjóðastofnana sem traðka á lýðræðinu í Evrópu. Núna fær hún eins og aðrir skósveinar Brussel hirðarinnar að kyngja því hvoru megin hún stendur. Konan sem eyðilagði stjórnmálatengsl Íslands við Rússland skilur að sjálfsögðu ekkert frekar en aðrir ólýðræðissinnar af hverju Donald Trump leyfir sér að yrða á hryðjuverkamanninn Vladimír Pútín.

Botnlaust hatur og Rússagrýla

ESB ritskoðar rússneska fjölmiðla og skilgreinir Pútín sem hryðjuverkamann sem eftirlýstur er fyrir glæpi gegn mannkyni. Að rætt sé um þátttöku Bandaríkjanna í lituðu byltingunni í Kænugarði 2014 eða tugi veirurannsóknastofa Pentagon í Úkraínu sem Biden jr. var viðriðinn er að sjálfsögðu ekki uppi á borðinu. Að þegja um forsögu og aðdraganda innanríkisstríðsins, þar sem nýir valdhafar Kænugarðs hófu slátrun á Rússum í austurhluta landsins er ekkert annað en ómerkileg sögufölsun. En þannig eru vinnubrögð þeirra sem ásælast rússneskt land. Mætti halda að sjálfur Hitler væri endurborinn, slíkt er hið botnlausa hatur og Rússagrýla.

Djúpi skilningurinn á stöðunni

Djúpur skilningur fyrrverandi utanríkisráðherra er að vara Íslendinga við notkun á orðinu friðarviðræður. Blinda hennar á þróun alþjóðamála er slík að hún sér ekkert nema stríð við Rússland. Hún hefur valið sér bandamenn sem hafa tekið yfir alþjóðastofnanir og breytt alþjóðaregluverki sér í vil. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er í höndum lyfjarisa, Sameinuðu þjóðirnar í höndum Alþjóða viðskiptaráðsins með vitstola mönnum eins og Klaus Schwab sem boðar kosningalausa framtíð af því gervigreindin veit fyrir fram hvað fólk muni kjósa.

Glæpamenn sem tekið hafa yfir alþjóðastofnanir hafa bæði breytt lögum og keypt stjórnamálamenn til að framkvæma stefnu sína. Grundvelli SÞ hefur verið breytt meðal annars með stefnu um hömlulausan og eftirlitslausan fjöldainnflutning ásamt sósíalískum heimsmarkmiðum. Logið er að jarðarbúum að undirstaða lífríkisins sé hættuleg mönnum og jörðin að farast, tómar spunablekkingar til að komast að lífeyrissjóðum og fjárhirslum ríkisins og rýja fólk inn að skinni.

Í stað þess að horfa gagnrýnum augum í kringum sig, þá skipti Reykdal út íslenskum kjósendum fyrir stórhættulegt erlent fólk sem enginn Íslendingur hefur kosið. Sannleikurinn er enn hinn sami og áður:

Ísland er pínuríki í alþjóðlegu samhengi. Við erum herlaus þjóð. Hvað hefur Ísland þá með að gera að taka slíka hernaðarafstöðu með einum aðila eins og fyrrverandi ríkisstjórn neyddi upp á þjóðina?

Dýr verður Reykdal öll.


mbl.is „Þungur og mikill skuggi yfir Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

USA er augljóslega svakalegasta hægri-öfga ríki.  Þeir vilja ekki einu sinni skera kynfærin af börnum.

Því fyrr sem þeir na að stilla til friðar, því betra.

Og kannski framkvæma svona "regime change" í allri evrópu, svona sem bónus.

Væri gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2025 kl. 16:28

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Svo sannarlega. Kyndill frelsisins kemur frá Bandaríkjunum enn einu sinni. Merkilegt að margir sem segjast styðja þá rödd eru fasthlekkjaðir ólýðræðinu í ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 18.2.2025 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband