Dagur B. boðar ríkisvæðingu sjávarútvegs

 

valkyrjuavarpidÍ besta kommúnistastíl leggur Dagur B. til ríkisvæðingu sjávarútvegs sem atvinnugreinar í pistli í Morgunblaði dagsins. Undir fyrirsögninni „Með almannahagsmunum – gegn sérhagsmunum" segir Dagur málið komið á dagskrá að skilgreina ríkisbúskap í stjórnarskrá til að tryggja „eðlilegt endurgjald af þessari sameign til þjóðarinnar." Verði þetta að veruleika verður undirstöðum íslensk samfélags rústað með lögþvinguðum kommúnisma sem eyðileggur frumkvæði einkaframtaksins og sér ofsjónum yfir umbun þeirra sem skapa verðmætin.

Það þarf ekkert að sérorða um auðlindir lands og sjávar sem tilheyra sjálfstæðri þjóð og er fullvalda sameign hennar. Sjálfsákvörðunarréttur landsmanna yfir landi og sjó er þegar tryggður í stjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. En að ætla sér að í skjóli valds að þvinga fram ríkisbúskap í heilli atvinnugrein eins og Dagur B. boðar er ekkert annað en hreinn kommúnismi í hrópandi mótsögn við stjórnarskrá Íslands.

Lóðaskortastefna Reykjavíkur módel fyrir kvótaskortastefnu

Sjálfsagt finnst Degi B. hann vera afskaplega snjall í viðskiptum með skipulögðum lóðaskorti í Reykjavík sem blæs upp húsnæðisverð sem gefur borginni sífellt meiri tekjur í hækkun fasteignagjalda. Með uppblásnum eignum er hægt að fegra tölur og fela hrikalega skuldsetningu sem er að sliga borgarbúa og gerir borgina gjaldþrota við minnsta eignarfall. Þessu sama kerfi ætlar Dagur B. núna að þvinga upp á landsmenn í aðalundirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Fordæmið er Reykjavíkurborg sem stundar samninga að tjaldabaki við einstök einkafyrirtæki og býður hæstbjóðanda þjónustu jafnvel þótt hún kosti svik á gerðum samningum og skerðingu þjónustu við aðra bæjarbúa t.d. eins og verksmiðjuhús í íbúðarhverfi í Álfabakka sýnir. Með sömu aðferðum ætlar Dagur B. að etja útgerðarfyrirtækjum hverjum gegn öðrum og vingast þeim sem bjóða hæst til ríkisins.

Dagur B. skrifar:

„Hins veg­ar verður lagt fram frum­varp um hækk­un veiðigjalda. Það er bæði eðli­legt, sann­gjarnt og mik­il­vægt. Hækk­un veiðigjalda er löngu tíma­bær, all­ar töl­ur und­ir­strika það. Hagnaður sjáv­ar­út­vegs áður en hann greiddi veiðigjald, tekju­skatt og trygg­inga­rgjald í rík­is­sjóð árið 2023 var um 87,5 millj­arðar króna. Þegar hann var bú­inn að greiða öll op­in­ber gjöld og alla fjár­fest­ingu stóðu eft­ir 58 millj­arðar króna sem runnu til eig­enda út­gerða sem hafa getað nýtt það fé til fjár­fest­inga í ótengd­um geir­um. Og það á þessu eina ári, 2023."

Þetta þýðir að sjávarútvegurinn greiddi um 30 milljarða í gjöld til ríkisins sem er um 34% skattlagning. Sjálfsagt vilja hatursmenn einkaframtaksins í ríkisstjórninni skattleggja hagnaðinn 100% til ríkisins, þannig að ábati sjómanna verður að engu hafður. Hversu mikið valkyrjustjórnin reynir að hrifsa til sín af undirstöðu velmegunar landsmanna á eftir að koma í ljós.

Arðbærri atvinnugrein rústað og gerð að ríkisbúskap sósíalismans

Dagur B. er að sjálfsögðu ekkert að minnast á það lítilræði, að sjávarútvegurinn skapaði um 360 milljarða útflutningsverðmæti fyrir Ísland árið 2023. Hann skilur heldur ekki að íslenskur sjávarútvegur byggir á römmu einkaframtaki fólks sem vinnur við ein harðgerðustu atvinnuskilyrði sem til eru í heiminum. Á flestum öðrum stöðum eru peningar teknir úr vasa skattgreiðenda til að halda veiðiskipum gangandi. Á Íslandi klára menn sig sjálfir og eru aflögufærir til þjóðarbúsins.

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur stefnir að því að rústa sjávarútveginum sem mun kippa aðalburðarstoðinni undan efnahagslífinu og velferð þjóðarinnar. Þá vegferð má setja í samhengi við úrslitaárás ESB og skósveina þeirra um yfirráðin yfir Íslandi. Sjálfstæðir útgerðarmenn eru ekkert minni þyrnir í augu ESB en sjálfstæðir bændur.

Dagur dásamar frumvarp atvinnuvegaráðherra varðandi „gagnsæi í sjávarútvegi." Myrkur Dags B. Eggertssonar í stjórnskipun Reykjavíkur segir annað. Það myrkur mun leggjast yfir landið með núverandi ríkisstjórn.

Ísland hefur ekki efni á því að missa arðbærar útgerðir landsins. Hér verður þjóðin að sameinast og hrinda af sér hugmyndum valkyrjuávarps gjaldþrotastjórans frá Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband