STRÍÐ er leið Evrópusambandsins og Íslands

ukraine Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands t.v. og Kalla Kajas, utanríkisstjóri ESB t.h. Í bakgrunni er mynd frá appelsínugulu byltingunni í Kænugarði 2014, þegar Vesturlönd æstu til valdaráns og löglega kjörnum fulltrúa fólksins var steypt af stóli. (Samsett mynd).

ESB ræðst gegn friðarumleitunum Bandaríkjanna við Rússland og Úkraínu. Afstöðu Kaja Kallas, utanríkisstjóra ESB má líkja við skælandi barn sem heldur að hún verði skilin eftir ein og yfirgefin. Það er skiljanlegt. Stríðsæsingabandalagið er hluti vandans og ófært um að koma með tillögur að varanlegum friði.

Kaja Kallas fordæmdi friðarviðleitni Bandaríkjanna og kallar utanríkisstefnu Bandaríkjanna „kærulausa diplómatíu sem verðlaunar yfirgang Rússa áður en samningaviðræður hefjast.“ Hún hótaði með stríði gegn hugsanlegum friðarsamningi við Úkraínu:

„Af hverju erum við að gefa þeim allt sem þeir vilja jafnvel áður en samningaviðræður hefjast? Friðþæging hefur aldrei virkað. Það lítur ekki vel út ef einhverjir eru sammála um eitthvað og hinir munu segja: Allt í lagi, þið hafið samið en við munum ekki fylgja samningnum. Úkraínumenn munu veita andspyrnu og við munum styðja þá.“

Í ESB er rætt um „svik" Bandaríkjamanna að hætta að kynda undir áframhaldandi manndráp í Úkraínu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vísar öllum slíkum ásökunum á bug:

„Þetta eru engin svik. Þetta er viðurkenning á því að Bandaríkin og allur heimurinn vill að samið verði um frið.“

Weimar+ yfirlýsing stærstu ríkja ESB

Æðstu fulltrúar utanríkis- og öryggismála í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Spán og Bretlands gáfu út yfirlýsingu í beinni andstöðu við breytta utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Í yfirlýsingunni sem kölluð er Weimar+ yfirlýsingin segjast ríkin tilbúin að auka stuðning sinn við Úkraínu:

„Við skuldbindum okkur fyrir sjálfstæði Úkraínu, fullveldi og landhelgi í ljósi árásarstríðs Rússlands. Við deilum markmiði áframhaldandi stuðnings við Úkraínu þar til réttlátum, alhliða og varanlegum friði verður komið á. Friði sem tryggir hagsmuni Úkraínu og okkar eigin.“

„Við vísum til þess að öryggi meginlands Evrópu er okkar sameiginlega ábyrgð. Við vinnum því saman að því að efla sameiginlega varnargetu okkar.“

ESB og Ísland vilja áframhaldandi mannsslátrun eins lengi og hægt er


Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands segir yfirlýsinguna marklausa, ESB framlengi stríðið með afstöðu sinni í stað þess að létta undir friðarferlinu. Hann skrifar á X:

„Þessi yfirlýsing er sorglegur vitnisburður um slæma forystu í Brussel. Á meðan forseti Bandaríkjanna @realDonaldTrump og Pútín forseti Rússlands semja um frið, þá birta embættismenn ESB gagnslausar yfirlýsingar.....Afstaða Brussel - að styðja manndrápin eins lengi og hægt er - er siðferðilega og pólitískt óviðunandi.“

Ísland er í slæmum gír með stríðsæsingakonur í ríkisstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, margfaldar stríðsstefnu fyrri ríkisstjórnar. Hún talar eins og hún sé ráðin amtstjóri ESB yfir Íslandi. Ekkert annað í boði nema að eyða meiri skattpeningum landsmanna í áframhaldandi stríð í Úkraínu. Samtímis undirbúa Trump og Pútín að geta tilkynnt vopnahlé um páskana eða 9. maí sem er sigurdagur Rússa yfir nazistum Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Pútín hefur boðið Trump til Mosku og má búast við myndum af þeim saman að virða fyrir sér hernaðarsýningu á Rauða torginu. Það mun ekki minnka angistarvein Kaja Kallas og ESB.


mbl.is Segir Ísland þurfa að efla varnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband