Fjársvikamál Flokks flokksins hverfa ekki með einu pennastriki fjármálaráðherra sem reynir á fyrstu dögum embættisverka að hylma yfir lögbrot Ingu Sæland sem tekið hefur á móti hundruð milljóna króna úr ríkissjóði án þess að fara að lögum um slíkar greiðslur.
Morgunblaðið greinir frá því í dag að Samtök skattgreiðenda krefjast þess að héraðssaksóknari rannsaki meint brot þeirra stjórnmálasamtaka sem fengið hafa ofgreidda fjárstyrki úr hendi ríkissjóðs og sveitarfélaga og beiti þeim úrræðum sem lög um meðferð sakamála kveða á um, ef í ljós kemur að refsilög hafi verið brotin.
Samtök skattgreiðenda standa vaktina
Þessi krafa er sjálfsögð og myndi sæta furðu ef saksóknari verður ekki við henni. Trúverðugleiki stjórnmálanna er að engu hafður með því framferði stjórnmálamanna að telja sig sjálfa vera undanþegna þeim lögum sem þeir setja á Alþingi. Verði ekkert frekar aðhafst í málinu gagnvart fjársvikum Flokks fólksins mun það auka enn frekar á vanmátt hins venjulega Íslendings gagnvart hinu háa" Alþingi, að þar komist menn upp með að brjóta lög sem óbreyttir fá refsingu fyrir að brjóta. Nægir ekki að svikulir stjórnmálamenn svíki gefin kosningaloforð? Eiga stjórnmálamenn einnig að komast upp með fjársvik án þess að þeim verði refsað?
Samtök skattgreiðenda benda á að í ákvæði í lögum um starfsemi stjórnmálaflokka, sem mælir fyrir um fjárstyrki þeim til handa, komi fram:
að hver sem tekur við framlögum, eða jafnvirði þeirra, sem óheimilt er að veita viðtöku, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá er mælt fyrir um að sá sem ekki skili upplýsingum eða skýrslum skv. ákvæðum laganna til ríkisendurskoðanda innan tilgreindra tímamarka skuli sæta sektum. Refsa skuli fyrir brot af framangreindum toga, hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi."
Sjálfsögð lágmarkskrafa að lögin gildi jafnt fyrir alla
Morgunblaðið skrifar:
Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir í samtali við Morgunblaðið að samtökin telji sjálftöku stjórnmálaflokka á fjármunum úr ríkissjóði dæmi um spillingu í íslenskum stjórnmálum og skýlaust ætti að endurkrefja þá um oftekna fjármuni."
Þetta er sú lágmarkskrafa sem þjóðin á að krefjast, að stjórnmálamennirnir fari sjálfir eftir þeim lögum sem þeir setja. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.
![]() |
Styrkjamálið til saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Refsiákvæðið sem er vísað til í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka á við um almenn framlög frá almenningi og fyrirtækjum en ekki framlög ríkis og sveitarfélaga. Samtök skattgreiðenda halda því líka fram að einhverksonar sjálftaka hafi átt sér stað með því að einstaklingar hafi dregið sér af því fé sem var ráðstafað úr ríkissjóði en fyrir því er enginn fótur eins og ársreikningar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og birt staðfesta. Málfutningur sem byggir ekki á réttum staðreyndum hlýtur að dæma sig sjálfan sem markleysu.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2025 kl. 15:57
Ert þú að réttlæta þjófnað af ríkisfé? Það stenst enga skoðun að það sé látið refsilaust að stela af ríkinu sbr. greiðslu skulda til skattsins og fjárnám við vangreiðslu opinberra gjalda. Falli dómur um að Flokkur fólksins hafi fengið úthlutað ríkisstyrkjum sem eru ofreiknaðir eða beint ólöglegir miðað við lög um starfsemi stjórnmálasamtaka nr 162/2006 verður ríkið að afturkalla peningana. Séu þeir ekki til verður að lýsa félagið gjaldþrota.
Í skýrslu stjórnarráðsins um Framlög til stjórnmálaflokka undanfarin ár kemur fram að Flokkur fólksins hefur fengið framlög árlega vegna áranna 2017-2024, sem nema samtals rúmlega 400 milljónum króna.
Flokkur fólksins er ekki með á skrá ríkisskattstjóra yfir stjórnmálasamtök sem er krafa laganna til þess að fá peningana sbr
https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/felagasamtok-og-onnur-felog/listi-yfir-skrad-stjornmalasamtok/
Gústaf Adolf Skúlason, 13.2.2025 kl. 19:46
Vinsamlegast ekki gera mér upp eða lesa úr orðum mínum annað en þar stendur. Ég var hvorki að réttlæta eitt eða neitt né láta í ljós skoðun eða afstöðu, heldur aðeins að benda á þær staðreyndir að lagaákvæðið sem var vísað til í textanum á ekki við í þessu tilviki og að upplýsingar um ráðstöfun fjármuna koma fram í ársreikningum stjórnmálasamtaka.
Annað var það ekki að svo stöddu.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2025 kl. 20:18
Fyrst þú ert svona mikil áhugamaður um staðreyndir, af hverju tekur þú ekki saman yfirlit yfir ársreikninga Flokk fólksins frá árinu 2017? Tæknilegar útfærslur styrkja miðað við ríki, einstaklinga og fyrirtæki fyrna ekki bótakröfur vegna skulda, hvað þá þjófnaðar.
Gústaf Adolf Skúlason, 13.2.2025 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.