Mistök fyrri ríkisstjórna verða margfölduð í auknu veldi
11.2.2025 | 00:22
Eldhúsumræðurnar á Alþingi í gær boðuðu áframhaldandi hrörnun þjóðarinnar vegna ásetnings ríkisstjórnarinnar að koma Íslandi inn í ESB. Allt það sem fyrri ríkisstjórn gerði vitlaust mun núverandi ríkisstjórn ekki aðeins gera um betur heldur fjölfalda í óskráðu veldi svo eina mögulega útkoman verður stórslys fyrir íslenska þjóð. Kristrún Frostadóttir dásamaði kerfið eftir samtöl við fólkið á gólfinu." Munurinn á gólfi kerfisins og gólfi atvinnulífsins er að fólkið á því síðarnefnda greiðir launin fyrir fólkið á því fyrrnefnda. Þessi kerfisdýrkun Kristrúnar Frostadóttur slökkti síðasta vonarneistann um mögulega hagræðingu í kerfinu.
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, talaði sem þjálfuð áróðursstýra ESB um mikilvægi alþjóðalaga og alþjóðastofnana sem tryggingu fyrir friði í ófriðsömum heimi. Á sömu nótum talaði Þórdís Reykfjörð erindreki Council of Europe. Hvorugar minnast á að ESB í dag er gjörbreytt frá stofnun bandalagsins. Gegnum árin hafa skilgreiningum og grundvelli alþjóðalaga verið breytt sem er meðal annars ástæða þeirra deilna sem ríkja um allan hinn vestræna heim eins og sjá má á breytilegri afstöðu Bandaríkjanna miðað við hver er í stjórn, demókratar eða repúblikanar.
ESB hefur breyst í stríðsbandalag
Að því leiti er enginn munur á Samfylkingunni, Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum sem allir fylgja stefnu svikahrappanna Joe Biden og George Soros í alþjóðamálum. ESB sem dreifir þeirri falsfrétt við hátíðleg tækifæri að það hafi skapað friðinn í seinni heimsstyrjöldinni, er orðið í dag að hinu argasta stríðsbandalagi sem æsir upp í heimsstyrjöld við Rússa.
Í véfréttastíl reynir Þorgerður Katrín að undirbúa landsmenn undir það, að komandi ESB kosning eigi að snúast um eitthvað annað en aðild Íslands að ESB. Þjóðin mun ekki gleypa það. Gengið verður til kosninga um það hvort Ísland eigi að ganga með eða ekki í ESB, hvað svo sem stendur á atkvæðaseðilinn. Þjóðin hafnaði aðildarumræðum við ESB með afstöðu sinni í Icesave deilunni. Það þolir ekki nýja ríkisstjórnin frekar en fyrirrennari hennar fyrsta fullkomna vinstri stjórn Íslands."
Enn á ný verða Bandaríkjamenn að sýna umheiminum hvað frelsi er
Það er ógæfa Íslands að hafa stjórnmálamenn sem gangast upp í vitleysunni, þegar aðrir eru byrjaðir að vinda ofan af henni eins og Trump og Musk eru að gera í dag. Má þakka það einurð hins venjulega Bandaríkjamanns að enn einu sinni verða Bandaríkin að rísa upp undir merkjum frelsis, málfrelsis og mannréttinda og sýna Vesturlöndum hvernig taka ber á málunum. Það mun ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur aldrei gera. Hún fylgir nefnilega fyrirmælum Sósíalíska Internationalen sem Samfylkingin á aðild að. Og þar er það harðstjórn ESB og afnám málfrelsis og mannréttinda í skjóli alþjóðastofnana og alþjóða laga sem gildir. Þar voru ráðin smíðuð að stöðva Trump en mistókst sem betur fer.
Lögbrot Flokks fólksins strikuð út með einu pennastriki?
Eiginlega voru talsmenn Miðflokksins þeir einu sem sögðu eitthvað af viti í eldhúsdagsumræðunum og það á máli almennings. Með samlíkingu við Kalla í súkkulaðiverksmiðjunni og bleiutímabil ungabarns komst boðskapur þeirra um vanefndir, svikin kosningaloforð og sundrungarstefnu ríkisstjórnarinnar til skila. Miðflokksmenn tala á einföldu mannamáli í stað málfars lögfræðiháka og kerfiskverúlanta. Þeir bentu líka á að fjármálaráðherrann hefði með einu pennastriki strikað út lögbrot Flokks fólksins og handvömm fjármálaráðuneytisins að greiða hundruð milljóna af fé skattgreiðenda til skúffufyrirtækis Ingu Sælands. Það pennastrik innsiglar spillinguna sem aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar.
Hinn ungi Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagráðherra gaf stríðstóninn í upphafi nýju ríkisstjórnarinnar og barði Sjálfstæðisflokkinn til öryggis í hæðnistón: Kveinið þið bara! Ríkisstjórnin ætlar að innheimta sanngjörn auðlindagjöld! Hún mun berja niður verðbólguvæntingar og vaxtarstig!"
Lesist: Barmið ykkur landsmenn. Við munum rústa sjávarútvegi og sprengja takmörk verðbólgu og vaxta.
Þar trónar Reykjavíkurborg sem lýsandi fordæmi.
![]() |
Jóhann Páll: Kveinið bara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Athugasemdir
Ennþá á róló? "Ó við erum svo hrædd" þau hóta að berja í okkur verðbólgu!!
Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2025 kl. 01:04
Sæl Helga, takk fyrir innlit og athugasemd. Einmitt, þetta er stríð orðhákanna sem við sjáum framundan.
Samfylkingin kan ekkert annað en að sundra þjóðinni og líta á ríkið sem eina deild í flokknum.
Gústaf Adolf Skúlason, 11.2.2025 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning