Á heimasíðu Hvíta hússins segir sérstaklega varðandi 25% tolla á vörur frá Kanada (í lauslegri þýðingu):
Hvað varðar smygl á ólöglegum fíkniefnum yfir landamæri okkar í norðri, þá birti kanadíska hagstofan nýlega skýrslu um peningaþvott ágóðans af ólöglega tilbúnum ópíóíðum. Sýndi skýrslan aukna innlenda framleiðslu Kanada á fentanýli, aðallega frá Bresku Kólumbíu, og vaxandi hlutdeild hennar í alþjóðlegri dreifingu fíkniefna. Þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna um lýðheilsuáhrif ólöglegra lyfja frá árinu 2016, þá segja kanadískir embættismenn að vandamálið hafi aðeins aukist. Þótt að bandarískir landamæraverðir innan heimavarnarráðuneytisins hafi lagt hald á mun minna fentanýl frá Kanada í fyrra í samanburði við Mexíkó, þá er fentanýl svo öflugt að jafnvel mjög lítill skammtur af eiturlyfinu getur valdið mörgum dauðsföllum og eyðilagt líf bandarískra fjölskyldna. Raunar gæti það magn fentanýls sem fór yfir norðurlandamærin á síðasta ári drepið 9,5 milljónir Bandaríkjamanna."
Þjóð án landamæra er engin þjóð
Trump skrifaði eftirfarandi í fyrstu málsgrein fyrsta kafla tilskipunar sinnar um 25% tolla á innflutninginn frá Kanada:
Það er æðsta skylda mín sem forseta Bandaríkjanna að verja landið og meðborgarana. Þjóð án landamæra er alls engin þjóð. Ég mun ekki horfa aðgerðarlaus á né láta það viðgangast lengur, að fullveldi okkar verði rýrt, lög okkar verði fótum troðin, meðborgurum okkar verði stefnt í hættu eða landamæri okkar verði vanvirt."
Donald Trump lýsti yfir neyðarástandi á landsvísu 20. janúar 2025 með tilliti til þeirrar alvarlegu ógnar sem stafar af innstreymi ólöglegra innflytjenda og ólöglegra vímuefna til Bandaríkjanna. Hann útfærði síðar umfang neyðarástandsins til að ná yfir lýðheilsukreppu vegna allra dauðsfalla af völdum fentanýl og annarra ólöglegra lyfja. Forseti Bandaríkjanna telur að Kanada vanræki að gera meira til að handtaka glæpamenn almennt en sérstaklega þá sem stunda eiturlyfjasölu og mansal:
Að auki felur þessi vanræksla Kanada í sér óvenjulega og sérstaka ógn, við þjóðaröryggi og utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem á að miklu leyti á upptök utan Bandaríkjanna."
Hér er því um stríð gegn alþjóðlegum eiturlyfjahringjum, ekki síst kínverskum, sem Bandaríkin heyja og tollarnir notaðir til að þvinga fram umræðu og afstöðu til embættismanna í nágrannaríkjum sem annað hvort eru keyptir í höndum eiturlyfjahringjanna eða sofa á verðinum. Donald Trump hefur skorið upp herör gegn eiturlyfjaglæpahópum og má einnig sjá árásir Bandaríkjanna á heilagastríðsmenn í Sómalíu sem hluta af því stríði.
Kanada beitir hefndaraðgerðum gegn ríkjum undir stjórn repúblikana
Blomberg greinir frá því að Kanada ætli að taka upp stighækkandi gagntolla til að reyna að snúa Bandaríkjamönnum gegn 25% tollum Donalds Trumps forseta á kanadískar vörur. Kanada muni endurskoða afstöðu sína til nágrannans í suðri vegna þeirra ógnar sem ríkið mætir með nýjum tollum Bandaríkjanna.
The New York Times birtir einnig frétt um hótanir Kanada og segir Kanada hafa ítarlega hefndaráætlun gagnvart bandarískum tollum sem beinist að því að reyna að skaða ríki undir stjórn repúblikana sem mest. En tilskipun forsetans sem undirrituð var á laugardaginn inniheldur ákvæði sem tilgreinir, að ef Kanada hefni sín gegn bandarískum tollum, þá getur Trump forseti aukið við eða stækkað umfang þeirra krafna sem lagðar eru á samkvæmt þessari skipun til að tryggja skilvirkni þessarar aðgerða."
Geta ekkert gert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning