Dagleg sprengjuhryðjuverk í Svíþjóð verst í Stokkhólmi
26.1.2025 | 17:59
Glæpasérfræðingurinn Ardavan Khoshnood, dósent við háskólann í Lundi, varar Svía við því að árið 2025 verði kolsvart metár sprengjuhryðjuverka í Svíþjóð. Árið byrjaði eins og síðasta ár endaði: Eitt sprengjuhryðjuverk á hverjum degi. Lögreglan segist ekki geta komið í veg fyrir ofbeldið og hvetur alla sem eru utandyra á kvöldin og næturnar til að sýna ítrustu varkárni.
Þetta er svo sorglegt. Þetta er orðið eins og samfelld endurtekin sýning á sama leikþætti í sprengjuleikhúsi andskotans: Sprenging átti sér stað á . klukkan .. Anddyri hússins eyðilagðist og rúður brotnuðu einnig í nærliggjandi húsum. Nærliggjandi bílar skemmdust. Íbúarnir eru skelfingu lostnir . Viðkomandi segir: Þetta líkist stríðsvettvangi. Íbúarnir verða að flytja burtu eitthvað annað meðan byggingafulltrúar rannsaka hvort óhætt sé að búa í byggingunni að hún haldi eftir sprengjuárásina. Lögreglan hefur engan grunaðan og enginn er í haldi.
Sem betur fer skrifar Morgunblaðið um þetta hryllingsástand Íslendingum til viðvörunar. Guð blessi Svía og íslenska kjána sem fylgja í fótsporið.
Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra Svíþjóðar kallaði lögregluna á neyðarfund á föstudaginn vegna allra sprengjuódæða að undanförnu. Lögreglan hefur sent viðvörun til almennings að sýna ítrustu varkárni utandyra á kvöldin og næturnar.
Dósent Ardavan Khoshnood segir Svíþjóð einsdæmi í sprengjuhryðjuverkum miðað við önnur vestræn lönd. Hann óttast að ódæðunum muni fjölga verulega í ár. Hann segir í viðtali við Expressen:
Við sjáum að það er ólga í glæpahópunum. Lögreglan hefur verið árangursrík hvað varðar fjölda skotárása en við vitum að glæpamennirnir ætla ekki að draga sig í hlé, þannig að ég held að þeir séu að reyna að finna aðrar leiðir. Það getur einnig verið léttara fyrir ódæðismennina að komast upp með sprengingar, samanborið við skotárásir."
Oftast unglingar sem framkvæma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning