Dagleg sprengjuhryðjuverk í Svíþjóð verst í Stokkhólmi
26.1.2025 | 17:59
Glæpasérfræðingurinn Ardavan Khoshnood, dósent við háskólann í Lundi, varar Svía við því að árið 2025 verði kolsvart metár sprengjuhryðjuverka í Svíþjóð. Árið byrjaði eins og síðasta ár endaði: Eitt sprengjuhryðjuverk á hverjum degi. Lögreglan segist ekki geta komið í veg fyrir ofbeldið og hvetur alla sem eru utandyra á kvöldin og næturnar til að sýna ítrustu varkárni.
Þetta er svo sorglegt. Þetta er orðið eins og samfelld endurtekin sýning á sama leikþætti í sprengjuleikhúsi andskotans: Sprenging átti sér stað á . klukkan .. Anddyri hússins eyðilagðist og rúður brotnuðu einnig í nærliggjandi húsum. Nærliggjandi bílar skemmdust. Íbúarnir eru skelfingu lostnir . Viðkomandi segir: Þetta líkist stríðsvettvangi. Íbúarnir verða að flytja burtu eitthvað annað meðan byggingafulltrúar rannsaka hvort óhætt sé að búa í byggingunni að hún haldi eftir sprengjuárásina. Lögreglan hefur engan grunaðan og enginn er í haldi.
Sem betur fer skrifar Morgunblaðið um þetta hryllingsástand Íslendingum til viðvörunar. Guð blessi Svía og íslenska kjána sem fylgja í fótsporið.
Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra Svíþjóðar kallaði lögregluna á neyðarfund á föstudaginn vegna allra sprengjuódæða að undanförnu. Lögreglan hefur sent viðvörun til almennings að sýna ítrustu varkárni utandyra á kvöldin og næturnar.
Dósent Ardavan Khoshnood segir Svíþjóð einsdæmi í sprengjuhryðjuverkum miðað við önnur vestræn lönd. Hann óttast að ódæðunum muni fjölga verulega í ár. Hann segir í viðtali við Expressen:
Við sjáum að það er ólga í glæpahópunum. Lögreglan hefur verið árangursrík hvað varðar fjölda skotárása en við vitum að glæpamennirnir ætla ekki að draga sig í hlé, þannig að ég held að þeir séu að reyna að finna aðrar leiðir. Það getur einnig verið léttara fyrir ódæðismennina að komast upp með sprengingar, samanborið við skotárásir."
![]() |
Oftast unglingar sem framkvæma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.