Stefna ríkisstjórnarinnar er að sundra þjóðinni

1vv

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins skrifar á kurteisislegan hátt um samráðsgátt ríkisstjórnarinnar við almenning og embættismannakerfið um hagsýni í ríkisrekstri. 3.762 tillögur hafa komið eða ein á hverja 100 þúsund íbúa landsins sem sýnir að spurningin er mikilvægt mál að mati margra. Bendir höfundur á að allt sé óvíst um efndirnar, því þingmenn og kerfið sýni áhrifaríkari áráttu að bæta við báknið frekar en draga úr. Því sé slíkt tal mest „sýndarmennska um gervihagræðingu."

Undir þau orð skal tekið. Sparnaðarhjal þeirra sem hafa sparnað á stefnuskrá en geta ekki að eigin sögn framkvæmt hann „vegna hinna" eru orðin tóm og eingöngu til að slá ryki í augu kjósenda. Eins og leiðarahöfundur bendir á verður lítill sparnaður í að „láta ríkisstarfsmenn drekka Bragakaffi, loka sendiráðinu í Lilongwe eða hætta fréttaflutningi Ríkisútvarpsins á pólsku."

Stóra málið er að ríkisstjórnin hefur enga stefnu í sparnaðarmálum. Á óskalista hennar eru nefnd atriði eins og sameining ráðuneyta og talað um hagræðingu. Ósk á blaði og falleg orð eru ekki það sama og efndir. Ríkisstjórnin hefur þegar glatað öllum trúverðugleika með því að tilkynna nýjan eða aukinn ofurskatt á sjávarútveg og ferðamannaiðnað. Atlaga verður gerð í nafni grænu blekkingarinnar gegn landbúnaðinum og haldið áfram með brjálæðisstefnu fyrri ríkisstjórna með „grænu umskiptin." Síðan dirfist þetta fólk að stinga rýting í bak þjóðarinnar með því að taka upp ESB málið að nýju og boða kosningar um aðild Íslands að ESB í síðasta lagi 2027. Þrátt fyrir að hafa lofað fyrir kosningar að málið yrði ekki sett á dagskrá. 

Það þarf engan Einstein til að sjá sviksemi þessarar ríkisstjórnar og hvert er hennar aðalmarkmið: Að drösla þjóðinni inn fyrir gullhlið ESB í Brussel og rífa peningavaldið af landsmönnum með upptöku evru.

Samfylkingin er hreinn vinstri flokkur, enginn skal efast um það. Er aðili að sósíalíska Internationalen sem hefur það á stefnuskrá að banna X og koma á ritskoðun undir merkjum hatursorðræðu. Allir sjá fjármálasvindl undanfarinna ára í Reykjavíkurborg en enginn þorir að gera neitt. Sú eina sem hafði munninn fyrir neðan nefið, Vigdís Hauksdóttir, henni var bolað í burtu vegna „óþæginda."

Stjórnmálamenningin á Íslandi er í graut. Sannleikurinn er sá að pólitíski rétttrúnaðurinn - vókið - hefur tekið Ísland í gíslingu. Það er beina brautin til helvítis eins og Guterres er vanur að hræða með. Eða kurteisislegra sagt óútfyllt ávísun á þrælkun landsmanna undir ofurefli erlends valds komandi kynslóðir langt fram í tímann. 

Slíkt fólk sem byrjar sinn ríkisstjórnarferil á enga 100 daga gagnrýnislausan tíma skilið. Tekið skal undir tillögur Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns vegna afhjúpunar Morgunblaðsins á spillingu Flokks fólksins:

Afsögn Ingu Sælands úr ráðherrastól vegna fjármálasvindls Flokks fólksins. Uppsögn starfsmanna fjármálaráðuneytisins og ríkisendurskoðenda sem unnu ekki sín störf. Eina leiðin til að spara er að byrja að losa kerfið við það fólk sem lýgur, svindlar og stelur og hefur hingað til komist upp með það.

 


mbl.is „Hefur tekist að virkja fólkið í landinu með okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Ég fagna þessarri ríkisstjórn sem er ekki enn byrjuð. Hvað varðar tílögurnar þá veit ég ekki hverjar þær eru. Hvað varðar spillingi hjá Ingu Sæland þá tel ég að sá sem úthlutar styrkjum sem þessum ætti að hafa aflað sér upplýsingar um málið.

Er Svíþjóð ekki í ESB?

Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 24.1.2025 kl. 17:18

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þennan pistil að bæta.

Embættismannakerfið ver sig og sína með

kjafti og klóm. Eina vonin er algjört hrun þar sem

byrja þyrfti allt uppá nýtt.

Þá fyrst yrði kannski hægt að gefa rétt.

En á meðan mun spillingin bara aukast og hin

pólitíska drulla verða ennþá verri.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.1.2025 kl. 17:54

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Sigrún og takk fyrir innlit og athugasemdir. Jú, Svíþjóð gerðist meðlimur í ESB árið 1994. Þú ert nú ekki sú eina sem ekki veist hverjar tillögur nýju ríkisstjórnarinnar eru, í flestum málum veit ríkisstjórnin það ekki sjálf. Hún birti óskalista með nokkrum beinum dæmum eins og atkvæðagreiðslunni um ESB ár 2027 sem þú getur lesið meira um á link síðast í athugasemdinni.

Þú mælir lög um þá ríkisstarfsmenn hjá fjármálaráðuneytinu ásamt ríkisendurskoðenda, þeir hefðu aldrei átt að greiða út styrk til félagasamtaka sem ekki var skráður stjórnmálaflokkur. Þess vegna segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður - sem ég tek undir - að þeir geti ekki haldið störfum sínum óáreittir áfram. Það fríar hins vegar ekki Ingu Sæland sem vissi um þetta en tók samt á móti peningunum. Krefjast verður afsagnar hennar og endurgreiðslu styrksins. kær kveðja,

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/21/stefnuyfirlysing_rikisstjornarinnar_i_heild_sinni/

Gústaf Adolf Skúlason, 24.1.2025 kl. 20:18

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Sigurður og takk fyrir innlit og athugasemd. Já því miður er það stundum þannig að fólk rumskar ekki nema við stóran jarðskjálfta eða eldgos við þröskuldinn. Einn slíkur peningaskjálfti gæti verið á leiðinni eftir einn og hálfan mánuð en þá getur verið of seint fyrir marga að undirbúa sig eftirá........

Gústaf Adolf Skúlason, 24.1.2025 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband