Svikarar fólksins
22.1.2025 | 10:10
Flokkur fólksins er burðugt nafn. Gefur til kynna að fyrirmenni flokksins þjóni fólkinu í stað kerfisins. En eitthvað stemmir ekki eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu: Flokkurinn hefur fengið 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði stjórnmálaflokks til úthlutunar ríkisins. Vita þeir ekki hvað þeir eru að gera hjá fjármálaráðuneytinu?
Seint um síðir tókst að skrúfa fyrir kranann og núna fær flokkurinn ekki styrkinn og vonandi verður fjármálaráðuneytið næmari á lögin og fylgir þeim með því að senda endurgreiðslukröfu á flokkinn. Skattgreiðendur verða að geta treyst því að opinberir aðilar, sér í lagi fjármálaráðuneytið og stjórnmálaflokkarnir fari að lögum.
Á svo að treysta Ingu Sæland fyrir lagasetningu á Alþingi, þegar hún fylgir eigin óskum í stað íslenskra laga? Það er engin furða að fjármálin séu í Borgarfirði í Flokki fólksins, þegar gjaldkerinn hefur ekki einu sinni umboð til að fara með fjármálin. Að vera gjaldkeri í flokki fólksins er því einungis sýndarmennska, formaðurinn tekur bæði fjármálaákvarðanir, tekur við peningum og sér um greiðslur reikninga. Engan landsfund þarf að halda, flokkurinn er hvort eð er í einni skúffu heima í eldhúsi flokksformannsins. Það er sama fyrirkomulag og gildir hjá Alþýðulýðveldinu Kína sem er annað burðugt nafn sem gefur til kynna að kommúnistaflokkurinn þjóni fólkinu.
Svo er það hann Eyjólfur Ármannsson. Orðið svikari er stórt orð en hvað er hann og flokkur fólksins annað, þegar andstöðunni gegn ESB er fleygt í ruslakörfuna fyrir ráðherrastólana? Það var ódýrt verð fyrir Brusselvaldið Viðreisn og Samfylkinguna að kaupa þá andstöðu. Í staðinn verður gatan að gullhliði ESB-himnaríkisins sópuð með þeim Eyjólfi og Ingu sem núna verða að kyngja öllu því sem Flokkur fólksins hefur sagt gegn bókun 35 og ESB.
Flokkur fólksins fer sömu leið og Vinstri Grænir í síðustu kosningum. Þjóðin þarf ekki á svona augljósum svikurum að halda.
Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Athugasemdir
Sem betur fer sóaði ég
ekki mínu atkvæði í flokk sem er farin
að minna all hastarlega á svikin sem
SJS gerði á sínum tíma.
Og fólk sem kaus hann trúði allri lyginni.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.1.2025 kl. 11:02
Sigurður Kristján er alveg með þetta og svo sem engu við þetta að bæta. En ég er ansi smeykur um að Flokkur Fólksins ríði ekki feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum og það á líka við um Viðreisn......
Jóhann Elíasson, 22.1.2025 kl. 12:07
Sælir Sigurður og Jóhann og takk fyrir athugasemdir. SJS er ágætis samanburður og réttur og vonandi þarf þjóðin ekki að endurtaka sömu mistökin mörgum sinnum. Þannig að hesturinn verður væntanlega afar magur og veikburða eftir næstu Alþingingiskosningar eins og þú segir Jóhann.
Gústaf Adolf Skúlason, 22.1.2025 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning