Dagur B. á að rannsaka starfsmenn Dags B. sem bera ábyrgð á talningu atkvæða fyrir Dag B

dagurbe1Hversu sjúkt er ekki þetta: Borgarstjórinn fer í þingframboð og fram kemur gagnrýni á meðhöndlun starfsmanna borgarinnar á utankjörfundaratkvæðum sem varða framboð borgarstjórans í Reykjavík til þings. Þá er borgarstjórinn sem kjörinn þingmaður settur yfir nefnd sem á að rannsaka starfsmenn borgarstjórans sem mögulega gerðu vitleysu í talningu atkvæða sem getur haft áhrifa á úrslit kosninganna. Er það trúverðugt að sjálfstætt hlutleysi fái notið sín í samskiptun borgarstjórans og undirmanna hans?

Þetta hljómar eins og í reyfara um eitthvað bananaríki. Sjálfsagt vill bæði Dagur B. og allar kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir landsmanna meina að kosningafyrirkomulagið á Íslandi sé hið besta í heimi. En af hverju eru starfsmenn sveitarfélaga látnir bera ábyrgð á atkvæðum sem snerta þeirra eigin yfirmenn?

Spillingarhneyksli Reykjavíkurborgar eykur ekki traust á talningu atkvæða

 

Ekki er það til að auka trúnað á lýðræðinu hjá þeirri „bananaborg“ sem Reykjavík er orðin eftir meðhöndlun borgarstjórans á fjármálum borgarinnar sem, já, minna einna helst á fjármál gjörspillts þriðja heims ríkis. Dagur B. skilur eftir sig slóð hneykslismála hverju öðru verra og gjaldþrota borg með skuldaklafa á herðum komandi kynslóða Reykvíkinga. Ekki eykur það trúverðugleikann við talningu atkvæða í ráðhúsi Reykjavíkur eða rannsókn Dags B. á sömu talningu. Gagnrýni Vigdísar Hauksdóttur á því fullan rétt á sér og óþarfi hjá Landskjörstjórn að skylmast við hana með rugli um „póstatkvæði“ eða „sendingar.“

Fengu umboðsmenn flokkanna að sjá lista yfir utankjörfundaatkvæði?

 

Landskjörstjórnin svarar spurningu Vigdísar um hvaðan 2500 atkvæði hafi allt í einu komið inn í talningu kjörstjórnar Reykjavíkur að samkvæmt nýju kosningalögunum séu atkvæði sem Reykjavíkurborg berist, aðallega erlendis frá, sett í kassa og megi rjúfa innsigli ytra umslags fyrir kjördag, þegar búið er að kanna löggildi sendingar og síðan sé sjálft kosningaumslagið látið óopnað með öðrum utankjörfundaatkvæðum og opnað eftir að kjörfundi lýkur. Aðalrök kjörstjórna Reykjavíkur eru að sérstök skrá sé höfð um þessi atkvæði. Fengu umboðsmenn flokkanna að sjá þessar skrár, þegar Eva Bryndís tilkynnti þeim um þessi 2.500 atkvæði? Hafa umboðsmenn flokkanna nokkru sinni fengið að sjá þessar skrár?vigdis-1

Afhenda kjósendur erlendis atkvæði sín persónulega til starfsmanna Reykjavíkurborgar?

 

Greinilega ætlar þingmaðurinn Dagur B. sem er að rannsaka hvort starfsmenn borgarstjórans Dags B. hafi staðið sig að segja að allt sé í stakasta lagi til að hrófla ekki við útkomu kosninganna. Niðurstaðan á að líklegast að verða sú, að það eina sem hefur farið úrskeiðis við kosningarnar í Reykjavík er, eins og Landskjörstjórn fullyrðir, að Vigdís Hauksdóttir hafi misskilið orðið „póstatkvæði.“ En ekki tekst það neitt sérstaklega vel samanber tilvísun Landskjörstjórnar:

„Yfirkjörstjórnirnar vísa til athugasemda sinna við 5. lið og að misskilnings gæti þar sem ekki sé um „póstatkvæði“ að ræða heldur sendingar sem séu að öllu leyti sambærilegar þeim sem berist frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ….“

Á móti má spyrja, hvort kjósendur erlendis fljúgi sjálfir með atkvæði sín og afhendi þau persónulega til starfsmanna í móttöku Reykjavíkurborgar? Hvernig er þetta nú aftur með póstinn, hmm, sendiráðin gefa kjósendum tvo valkosti (fyrir utan að afhenda bréfin í eigin persónu): annað hvort sendir viðkomandi atkvæðið með pósti eða að sendiráðið sendir atkvæðið með sendiráðspósti.

Lágkúra í hámarki að kenna umboðsmanni Miðflokksins um misbresti í atkvæðatalningu Reykjavíkur

 

Meðhöndlun kjörstjórna Reykjavíkurkjördæma á utankjörfundaatkvæðunum er algjört klúður. „Póstur eða sending og misskilningur“ er aumkunarvert yfirklór Landkjörstjórnar sem ber alfarið að hafna og senda til baka til heimahúsanna. Taka ber undir kröfu Vigdísar Hauksdóttur, að

„Landkjörstjórn fari yfir, beri saman og rannsaki öll utankjörfundaratkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum í nýafstöðnum alþingiskosningum sem fram fóru 30. nóvember sl.….“


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband