Þá byrjar ballið með darraðadansi amtkvenna Evrópusambandsins
18.1.2025 | 19:38
Það er orðið langt liðið síðan ég skrifaði hér en núna kem ég til baka. Ástæðan er hinn nýi darraðardans í boði innlendra amtkvenna Evrópusambandsins. Nýja ríkisstjórnin blæs til stríðs við þjóðina í Evrópusambandsmálinu og lætur kjósa um aðild Íslands að ESB og upptöku evru.
Enginn skal láta sér detta eitt augnablik annað í hug en að það sem sett er í skúffu í Brussel er geymt en ekki gleymt. Því verður atkvæðagreiðslan ekkert annað en atkvæðagreiðsla um inngöngu Íslands í ESB. Hefur fólk gleymt klækjabrögðum Samfylkingarinnar þegar send var aðildarumsókn í nafni alþingis til Brussel?
Markmið þessarrar ríkisstjórnar er að kaffæra undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, sjávarútveg og ferðamannaiðnaðinn með hóflausum auknum og nýjum sköttum og þegar allt er komið í kaf ætla dömurnar þrjár að birtast í líki óskadísa sem bjarga" þjóðinni með inngöngu í ESB og upptöku evru.
Stjórnmálin á Íslandi eru komin úr höndum landsmanna og nú þarf að bretta upp ermarnar til að lýðveldið renni ekki úr greipum þjóðarinnar og landsmenn breytist í þræla erlends valds.
Íslandingar hafa áður verið í slíkri stöðu og það er engin ástæða að endurupplífga hana, þótt valkyrjurnar þrjá ásamt þeirri fjórðu á Bessastöðum og þeirri fimmtu í Brussel reyni allt af fremsta megni til að drösla okkur þangað.
Komandi tímabil er spurning upp á líf eða dauða lýðveldisins sem foreldrar okkar, afar og ömmur og eldri kynslóðin stofnuðu á Alþingi 17. júní 1944.
Meira kemur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Engvu við þetta að bæta.
Sorglegur sannleikur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.1.2025 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning