Forseti Íslands dregur vanæru yfir Ísland með útilokun Jóns Baldvins Hannibalssonar

bessaguð

Ég hlustaði á viðtal Útvarps Sögu við fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin er skeleggur maður og var sómi Íslands og skjöldur í vegferð og stuðningi þjóðarinnar við Eystrasaltsríkin, þegar þau leituðu og fengu sjálfstæði undan fjötrum Sovétríkjanna. Hann Hefur hlotið heiðursmerki Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens, er heiðursborgari í einhverjum höfuðborgum þeirra og greypti nafn lítils norræns eyríkis í götur og torg austan Eystrasalts. 

Þökk og virðing Eystrarsaltsríkjanna er meiri við Ísland og Jón Baldvin Hannibalsson en núverandi prófessúr á Bessastöðum

Þökk og virðing sjálfstæðisunnenda Eystrasaltsríkjanna er mikil eins og sjá má og leggja þau allan sinn metnað í að vernda og viðhalda og efla þau góðu tengsl sem mynduðust við Ísland sem kom til hjálpar á erfiðri stundu. Þar er um einn Íslending frama öllum öðrum að ræða, Jón Baldvin Hannibalsson.

Núna þegar þjóðirnar heimsækja Ísland með æðstu þjóðhöfðingjum landanna, forsetum þeirra og utanríkisráðherrum og fylgdarliði, þá er eðlilegt að efnt sé til hátíðarfundar í hátíðarsal Háskóla Íslands og verðug gestrisni sýnd að öðru leyti eins og matarboð á Bessastöðum.

Það sem kastar kaldri, hrárri og grárri dulu á samhátíð þjóðanna er hins vegar sú meðvitaða útilokun, sem forsetinn og rektor Háskóla Íslands beita hinum góða dreng Jóni Baldvin Hannibalssyni. Var Jóni ekki boðin þátttaka í panelumræðum sem hefði verið lágmarkið, hvað þá flytja ræðu eða yfirleitt að taka þátt í hátíðarhöldunum.

Jón Baldvin frétti af málinu gegnum eistneskan vin sinn s.l. mánudag. Eftir að fyrrum flokksbróðir Jóns Baldvins, Sighvatur Björgvinsson hafði samband við forsetaembættið, þar sem honum var ekki vinsamlega mætt að sögn, þá var boð sent í tölvupósti til Jóns Baldvins á heimili hans í Andalúsíu á Spáni. 

Að koma með þriggja daga fyrirvara sem áheyrnargestur er ógjörningur fyrir Jón Baldvin Hannibalsson. Og alls engin ástæða eingöngu til að þóknast búrókrötum háskólans og Bessastaða. 

Sighvatur skal hafa þökk fyrir að hafa tekið samband við forsetaembættið til að kanna málið. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag og segir með öllu ósatt að Jóni hafi ekki verið sent boðskort á réttum tíma eins og öðrum í tæka tíð:

"Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi". 

Forsetinn er sjálfum sér, embættinu og þjóðinni til skammar

Guðni Th. Jóhannesson hefur með þessum orðum dregið vanæru yfir bæði Jón Baldvin Hannibalsson, sem og alla boðna tigna gesti frá Eystrasaltslöndunum, þjóðríkjunum þremur Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem og fólkinu í þessum löndum ásamt Íslendingum og sjálfu Íslandi sem sjálfstæðri þjóð. Forsetinn heldur því fram, að Jón Baldvin Hannibalsson ljúgi til um að hafa ekki fengið boðsmiðann. 

Önnur eins lágkúra og klúðurmennska hefur trúlega aldrei áður sést á Bessastöðum og er þjóðinni okkar til ævarandi skammar. Stingur þetta á stúf við digurbarkalega yfirlýsingu forsetans um velvilja í garðs Jóns Baldvins í dag sem og í grein t.d. í Kjarnanum Ísbrjótur á alþjóðavettvangi.

Kannski er forsetinn drulluspældur yfir því, að aðrir Íslendingar standa honum fremri í augum annarra þjóða og hefur því ákveðið að meina Jóni þátttöku við hátíðahöldin. Alla vega verður Guðni Th. núna að koma með enn frekari eftirálygar til að bjarga andlitinu með því að finna sökudólginn sem sendi ekki boðsmiðann til Jóns. Annars mun það fylgja forseta vorum í gröfina að liggja undir þeim grun að hann sé með aðskilnaðarstefnu og útilokun á sér fremri landsmönnum. 

Sum þekking háskólamenntaðra manna, prófessora og rektora og hvers slags annarra ora-sora, heldur ekki vatni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband