Af hverju eru svo fáir stjórnmálamenn "ósnertanlegir" ?
15.1.2022 | 11:43
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í gær.
Í viðtalinu lýsti Sigmundur Davíð samböndum og aðförum fulltrúa vogunarsjóða með boð um gull og græna skóga í mútur til hans sem forsætisráðherra færi hann að vilja þeirra. Síðan bárust hótanir um allt það versta, ef forsætisráðherrann léti ekki að stjórn vogunarsjóðanna.
Sigmundur sagði:
Það voru hins vegar aðrir, fulltrúar þessara vogunarsjóða sem bæði buðu greiðslur fyrir það að leysa málin á þann hátt sem þeir teldu farsælt og beittu hótunum, en þær komu ekki beint til mín heldur í gegnum milliliði, að það sem ég væri að tala fyrir þarna væri slík ósvinna að ég myndi fá að finna fyrir því.
Það er virðingarvert hjá Sigmundi Davíð að upplýsa almenning um vinnuumhverfi forsætisráðherrans á þennan hátt og skal hann þakkir hafa fyrir. Hann var staðfastur á lýðræðislegum grundvelli starfsins og lét ekki múturnar snerta það umboð, sem þjóðin hafði veitt honum.
Við vitum öll hver hefndin var: Tveggja ára undirbúið launsátur með grófum lygum í fjölmiðlaáhlaupi Panamaskjala, sem leiddi til þess að forsætisráherrann var hrakinn úr embætti. Sú árás á íslenska lýðveldið er skammarblettur í sögu Íslands. Stjórnarskránni var hent út í skurð fyrir tilstilli erlendra fjármálaafla í samvinnu við minna vandaða stjórnmálamenn og peningaöfl á Íslandi.
Þeir eru ekki margir ráðherrarnir íslensku sem eru jafn hreinskilnir og heiðarlegir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Einn forsætisráðherra hefur þó áður greint frá sams konar starfsumhverfi og mútutilraun: Davíð Oddsson. Hann er farsælasti forsætisráðherra lýðveldistímabilsins og sá sem setið hefur flest ár samfleytt í embættinu. Þegar Icesave deilan stóð sem hæst voru honum boðnar mútur til að svíkja þjóðina. En Davíð Oddsson er vandaðri að virðingu sinni en svo, að poki með óteljandi gullmolun nái að snerta bönd hans til þjóðarinnar.
Við vitum öll hver hefndin var. Davíð Oddsson var hrakinn úr embætti Seðlabankastjóra með grófum lygum og aðför vinstri manna, sem réðu útlending til starfsins gegn lögum.
Þessir tveir einstaklingar, Sigmundur og Davíð, sem helguðu líf sín til að bjarga Íslandi frá stórfelldasta bankaráni sögunnar, sönnuðu að hjartað sló fyrir lýðræðið, kjósendur og þjóðina. Engir peningar í heimi gátu snert þann streng. Þeir munu því um alla framtíð standa upp úr sem fyrirmynd annarra sannra lýðræðissinna, sem þeir ósnertanlegu."
Ísland þarf fleiri foringja eins og þá Davíð og Sigmund.
Hvers vegna ríkir svo mikil þögn hjá öðrum ráðherrum? Varla tekur starfsumhverfið stökkbreytingum miðað við hver kosinn er?
Eiga Íslendingar að trúa því, að einungis Davíð og Sigmundi hafa verið boðnar mútur?
Af hverju eru svo fáir stjórnmálamenn ósnertanlegir"?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki BB með eignarhald í banka í Maacau í Kína
sem enginn veit hvað stendur fyrir.??
Fjármagnað af ríkinu til að láta líta betur út.
Fékk ekki Engeyjarættinn afskrifaða hvorki meira né
minna en 135 milljarða á meðan landsmönnum var hent
út úr sínum húsum.?(STOLIÐ)
Áttti hann ekki reikninga í Panama og var í áskrift
hjá klámfélagi sem ICEHOT ONE.?
Engum finnst þetta athugavert en arfur eiginkonu
Sigmundar, sem engvum kom við, tryllti vinstra
brenglaða liðið sem ekki skildi og getur aldrei
skilið samhengið um eða hvað var í gangi.
Aumingjalið allt saman.
Takk fyrir góðan pistil.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.1.2022 kl. 12:29
Sæll Sigurður og kærar þakkir fyrir góð orð og prýðilega minningu um fjármálaglæpina. Úlfurinn vill vera í friði að snæðingi lambsins. Ískalt mat kallast það.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.1.2022 kl. 12:52
Ástkæra ylhýra málið okkar lætur mér ekki liðlega í tjáningu eftir þessi yfirþyrmandi tvö seinustu ár.Svo mun vera um fleiri.Já það er vont að horfa upp á niðurrif vanþakklátra á öllu sem gerir erfiðara fyrir framtíðar kynslóðir okkar að búa í velsæld við vinnu og nám.- -
Þjóðin er að vakna og fer létt með að sameinast í megin dráttum um "sannleikann og lífið"..Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2022 kl. 22:56
Takk Helga fyrir innlit og hvatningarorð á erfiðum tímum. Já vonum að þjóðin vakni og sameinist aftur á þeim grundvelli, sem hún gerði hinn fallega 17. júnídag 1944 á Þingvöllum. Þar fæddist sjálfstæð þjóð, sjálfstætt fólk, sem fékk að ráða örlögum sínum sjálft. Við erum komin villuvegar frá fallegri Almannagjá og þeim stað sem strengd voru heitin sem haldin voru. Of margir horfa til Brussel og ESB sem líkt risa margglyttu brennur allt á vegi sínum.
En Ísland á annað val. kkv.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.1.2022 kl. 23:15
Enn meir styrkjast óvandaðir stjórnmálamenn í því ástandi sem nú ríkir.
Núna er nefnilega hægt að læsa skrílinn inni í sóttkví, meðan fjárhyrslur ríkisins eru mergsognar, með hámarkshagnaði fyrir spillt öfl.
Öll umræða gegn brjálæðinu bönnuð og Göbbelskur áróður hins opinbera búinn að sturla þjóðina úr hræðslu. Hinir einu sem hljóta náð fyrir augum fávísra og heiladauðra ríkisstyrktra fjölmiðla, eru annað tveggja umboðs eða útibússtjórar lyfjarisanna, eða reikniblindir aular í sóttvarnarstétt.
Það verður helmingi léttara að ræna þjóðina í þetta sinnið og fyrir gjörningnum stendur gerspillt stjórnmála og embættismannaelíta. Viðbjóðurinn alger.
Halldór Egill Guðnason, 16.1.2022 kl. 03:34
Sæll Halldór, þakka innlit og orð í tíma töluð. Núna er það nýjasta frá Þýskalandi, að skilgreina gagnrýnendur á covid-móðursýki yfirvalda sem „óvini ríkisins." Kannski ætti að kalla yfirstandandi rán Pfizave?
Gústaf Adolf Skúlason, 16.1.2022 kl. 04:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.