Sama ríkisstjórn mun ekki leiða til meiri stöðugleika

Unknown-2

Afhroð er eina rétta orðið yfir útkomu þess ágæta Miðflokks, sem varð af með rúmlega helmingi fylgis í þingkosningunum í gær. Samtímis eykur keppinauturinn Framsókn fylgið prósentu betur en fall Miðflokksins varð.

Gjalddagi Klausturferðar

Það er ljóst, að Klaustursorðbragðið, sem gula pressan skemmti sér við að nudda þingmönnum Miðflokksins upp úr eins lengi og hægt var, hefur sett sín spor. Ýmsir kvenþingmenn reyndu að nota „Ég líka" á þingi til að hunsa eðlilegt samstarf við Miðflokkinn eftir ábyrgðarlaust sumbltal þeirra, sem týnt úr samhengi við gjörðir Miðflokksmanna var notað til að búa til tröllafengna mynd kvennahatara og kynbrjálæðinga.

En allir sem hafa einhvern tíman farið á fjall og smalað fé til byggða vita, hvernig góðir bændur geta látið Bakkus tala fyrir sig í dilkum rétta sem á engan hátt endurspeglar sálu, vilja eða getu þeirra sjálfra í daglegum störfum. 

En þegar tilgangurinn helgar meðalið er sætt lagi og höggið reitt. Sigurður Ingi Jóhannesson, sem smalaði liði í rútur til að yfirmanna keppinaut sinn og formann Framsóknar þess tíma, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, tókst að stinga rýting í bak flokksbróður síns og hrifsa völdin í flokknum. Hann þarf því ekkert að vera með englasvip og þykjast óafvitandi um stöðugan rógburð og hatur gegn Miðflokknum og sérstaka og rækna ófrægingarherferð í yfirstandandi kosningum. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki af baki dottinn

En málið er, að þrátt fyrir Panamaárásir og Klausturskrýningu gulu pressunnar, fölskvalaust hatur ESB-elskenda, þá er Sigmundur Davíð ekki enn af baki dottinn. Hann hefur ásamt nokkrum öðrum stjórnmálaskörungum reynst landsöluliðinu einn stærsti þrándur í götu og verður þar af leiðandi skotmark haturs á meðan hann lifir.

Fyrir ríkisstjórnarflokkana var eina keppikeflið að ríkisstjórnin héldi velli, sem tókst með því að halda alvöru stjórnmálum fyrir utan sjálfshólskórinn. Stöðugleiki mun ekki vera á boðstólnum í þeim heimi sem Ísland er hluti af, og tækifærin sem 0,8% minni flokkurinn talaði svo mikið um, verður tækifæri bókarans að sýna enn frekari talnarunur í grænni svikmyllu, þar sem landsmenn verða stöðugt reyrðir fastar við hækkandi orkuverð, sem stjórnað verður af útlendingum.  

 


mbl.is Virðist sem Framsókn hafi étið Miðflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Thvi midur Gústaf, thá hittir Sverrir Stormsker naglan

a hofudid med lýsingu á thví hvers vegna Midflokkurinn fór

svona illa út úr thessum kosningum. Og ég tek undir thad

ásamt fleirum sem voru mjog ósáttir vid thessa breytingu

og spádum thvi ad svona myndi fara og thad var rétt.

Hér er lýsingin...

Allir flokkar á Íslandi í dag eru pólitískt rétthugsandi vinstriflokkar, nema ef vera skyldi Miðflokkurinn, en þó gerðist það fyrir nokkrum vikum að kjördæmaráðin dúkkulísuvæddu flokkinn og úthýstu úr honum mörgum góðum og gegnum hægrisinnuðum farsælum bjórbelgjum og þjóðhollum heilbrigðum „karlrembusvínum“ þannig að nú er svo komið að þessi góði flokkur er ekki svipur hjá sjón og ekki víst að hann muni bera sitt barr eftir þessa femínísku „hreinsun“ sem fólst í að úthýsa sápunni og innleiða óþrifnaðinn eftir ströngustu kynjakvótakröfum nútímageðveikinnar.

 

Fúlt að Miðflokkurinn skyldi falla í þennan fúla ilmvatnspytt.

Hverjum átti þetta að þjóna?

Vinstrimenn ætluðu sér aldrei að fara að kjósa þennan flokk þó hann yrði kjaftfylltur af kellingum og nú hafa fjölmargir hægrimenn snúið við honum bakinu því þeir þola skiljanlega ekki að kyn skuli vera sett ofar hæfni og vilja síst af öllu enn einn femínistaflokkinn.

Þetta var því afleitur afleikur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.9.2021 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband