Splundraður stjórnmálavöllur – síðasta Icesave-sárið

stjornarmyndunÓfagurt er að líta um splundraðan stjórnmálavöll á Íslandi ef mynd Morgunblaðsins og MMR er sönn. 5 vinstri flokkar Vinstrigræn, Samfylking, Píratar, Sósíalistar, Flokkur fólksins og ef hægri Samfylkingarmenn í Viðreisn eru teknir með þá skipar vinstri flóran 6 flokka. Eftir standa Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur, sem er arfleifðin frá stofnun lýðveldisins ár 1949. Af þeim þremur flokkum er það Miðflokkurinn sem sýnir tilburði að vernda stjórnarskrána og fullveldið.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa veik hné gegn hótunum ESB og fylgja þeirri menningu, sem fyrsta vinstri stjórnin innleiddi, þegar Össur Skarphéðinsson fann upp á því að innleiða þingsályktanir til að sniðganga löggjafann með inngöngubeiðni í ESB. Framhjálýðræðisstefnan hefur síðan haldið áfram t.d. í afgreiðslu þriðja orkupakkans með þingsályktun í stað löggjafar. 

Það sem við sjáum núna eru síðustu eftirkippir bankahrunsins og Icesave baráttunnar og þeirrar upplausnar og þess virðingarleysis sem stjórnskipun Íslands var sýnd í kjölfarið. Þegar þjóðin felldi Icesave átti ríkisstjórnin að segja af sér hefði hún framfylgt lýðræðinu. Í tvígang ögraði vinstri stjórnin landsmönnum öllum, lýðræðinu og lýðveldinu og í tvígang splundraðist alþingi, þar sem meirihluti þingmanna samþykkti niðurstöðu sem þjóðin hafnaði og seinna sýndi sig vera ólögleg. 

Stjórnmálamenn hefðu betur hlustað á hinn reynda stjórnmálaleiðtoga og þáverandi Seðlabankastjóra Davíð Odsson sem lagði til sameiningu til að verjast Icesave-högginu en siðlausir sósíalistar höfnuðu og skáru þess í stað upp herör og hófu skálmöld gegn lýðveldinu og þeim góðu gildum sem Ísland og stjórnarskrá lýðveldisins standa fyrir. Síðan þá hafa nornaveiðar, tortryggni, einelti, útilokanir og laumuspil verið helstu einkenni stjórnmálanna á Íslandi. Þingmenn sem kvarta undan vantrausti og tortryggni almennings ættu að íhuga í hvora skálina þeir lögðu lóð sín í Icesave deilunni. Þorri þingmanna í vogarskál með fjárglæframönnum hafa aldrei skilgreint, hvernig þeim tókst á jafn herfilegan, klaufalegan hátt að lenda í annarri og vitlausri skál en þjóðin. Þjóðin fylgdi hins vegar – sem betur fer, góðum ráðum Davíðs Oddssonar sem færði fram skilaboð úr reynslusjóði þriggja kynslóða, að þeir sem stofna til skulda eigi sjálfir að borga þær.

Tíminn læknar öll sár segir máltækið. Íslandi nægir 3-4 flokkar til að endurspegla sjónarmið þjóðarinnar á alþingi. 

Vonandi náum við þangað sem fyrst og alda tímans þurfi ekki allt of langan tíma til að hreinsa flokksbrotafroðuna í stjórnmálafjörunni.

 


mbl.is Stjórnarmyndun ákaflega erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gústaf Adolf,vottar nokkuð fyrir eftirsjá þingmanna,takandi þátt í þessari framhjá lýðveldisstefnu,sem Össur Skarphéðinsson innleiddi?  

Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2021 kl. 14:29

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga og þakka innlit og athugasemd. Þjóðin þarf að ná Alþingi aftur og til þess þarf þjóðin að fara af meiri krafti í stjórnmálaumræðuna...við eigum fullt af góðu fólki sem vill vinna heiðarlega fyrir land sitt og þjóð. Svar við spurningunni er nei, það er engin eftirsjá af þessu fólki sem hefur verið að hamast gegn stjórnarskránni og vinna gegn þjóðinni og þeir mega allir hverfa af þingi. Því fyrr, því betra. Kærar kveðjur

Gústaf Adolf Skúlason, 17.7.2021 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband