Aldarafmæli morða og svika
4.7.2021 | 10:18
Kommúnistaflokkurinn hefur valdið dauða og eyðileggingu Kínverja í heila öld
Í tilefni aldarafmælis Kommúnistaflokks Kína KFK er hér stiklað á nokkrum ódæðisverkum flokksins gegnum tíðina. (Áður birt á heimasíðu Útvarps Sögu). Kínverski kommúnistaflokkurinn (KFK) var stofnaður í júlí 1921 og hefur valdið Kínverjum dauða og eyðileggingu í heila öld.
Vopnaður hugmyndafræði marxismann með stéttabaráttu,sem höfð er að leiðarljósi, þá hefur KFK hleypt af stokkunum hreyfingum til að berjast gegn löngum lista af hópum andstæðinga: njósnurum, landareigendum, menntamönnum, ófylgnum embættismönnum, lýðræðislegum menntamönnum, trúarbragðahópum og minnihlutahópum ýmissa þjóðflokka.
Með hverri herferð hefur meint markmið flokksins verið að skapa himnaríki kommúnismans á jörðu.En ætíð hefur útkoman verið sú sama: fjöldaþjáning og dauði. Samtímis hafa nokkrir úrvals embættismenn og fjölskyldur KFK safnað ótrúlega miklu valdi og auðæfum.
Yfir 70 ára stjórnartíð flokksins hefur leitt til þess að tugir milljóna Kínverja hafa verið drepnir og 5.000 ára gömul siðmenning lögð í rúst.
Þó að Kína hafi þróast efnahagslega á undanförnum áratugum, þá heldur KFK eðli sínu sem marxísk-lenínísk stjórn, sem leggur áherslu á að styrkja tök sín á Kína og heiminum. Milljónir trúaðra, minnihlutahópar og andófsmenn eru enn kúgaðir með ofbeldi í dag.
Nokkur dæmi um hryðjuverk kínverskra kommúnista
- Tæpum áratug eftir stofnun flokksins hóf Mao Zedong, þá yfirmaður yfirráðasvæðis kommúnista í Jiangxi héraði suðaustur í Kína, pólitíska hreinsun á keppinautum sínum. Mao sakaði þá um að vinna fyrir Anti-Bolshevik League, leyniþjónustustofnun Kuomintang, sem þá var stjórnarflokkur Kína. Þúsundir starfsmanna Rauða hersins og flokksmenn voru drepnir í hreinsuninni.
- Eftir að Mao varð leiðtogi flokksins, byrjaði Mao Yanan leiðréttingarhreyfingin árið 1942. Frá bækistöð KFK í afskekktu fjallahéraði Yanan í norðvesturhluta Shaanxi héraðs, störfuðu Mao og dyggir trúmenn hans. Þeir sökuðu keppinauta sína um að vera njósnarar og hreinsuðu æðstu embættismenn og aðra flokksmenn og voru um 10 þúsund flokksmeðlimir KFK drepnir.
- Í október 1949 tók KFK stjórnina í Kína og Mao varð fyrsti leiðtogi stjórnarinnar. Mánuðum síðar, í fyrstu baráttuhreyfingu stjórnarinnar Landaumbæturvirkjaði Mao fátækustu bændur þjóðarinnar til að ráðast á betri stæðari bændir sem taldir voru landaeigendur og ræna löndum og eignum þeirra með með ofbeldi. Milljónir dóu.
- Mao hóf Stóra stökkiðárið 1958, sem var fjögurra ára herferð til að auka stálframleiðslu á ofurhraða með það að markmiði að fara fram úr Bretlandi og ná Ameríku.Bændum var skipað að byggja ofna í bakgarði til að búa til stál og skilja ræktarland eftir í mikilli vanrækslu og meginhluti uppskerunnar fór í skatta. Tugir milljóna dóu úr hungri, frá 1959 til 1961 og eru til skráð tilfelli, þar sem fólk borðaði lík ókunnugra, vina og vandamanna og að foreldrar drápu eigin börn í mat eða öfugt. Í 13 héruðum voru skráð 3.000 til 5.000 tilvik af mannáti. Allt að 45 milljónir manna létust í Stóra stökkinu.
- Eftir hið hörmulega og misheppnaða stóra stökk, hóf Mao menningarbyltinguna 1966, því hann var að missa tök sín á völdum. Í tilraun til að nota kínverska alþýðuna til að endurheimta stjórnina á KFK og landinu skapaði Mao persónudýrkun og stefndi að því að brjóta á bak aftur þá yfirmenn, sem eru að fara kapítalísku leiðinaog styrkja eigin hugmyndafræði. Á 10 ára tímabili voru milljónir drepnir eða reknir til sjálfsvígs í öllu því ofbeldi, sem ríkið beitti. Á sama tíma fóru Rauðu varðliðarnir, sem voru ákafir ungir hugmyndafræðingar, um landið og eyðilögðu og vanvirtu hefðir Kína og arfleifðir.
- Árið 1979 kom stjórnin af stað eins barnsstefnunni,sem leyfði hjónum aðeins að eignast eitt barn. Stefnan olli víðtækum nauðungar fóstureyðingum, tilneyddum ófrjósemisaðgerðum og barnamorðum. Samkvæmt gögnum kínverska heilbrigðisráðuneytisins sem kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa vitnað til var 336 milljónum fóstra eytt frá 1971 til 2013.
- Fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar 1989. Það sem byrjaði sem stuðningsfundur námsmanna til að syrgja dauða umbótasinnaðs fyrrverandi leiðtoga Kínverja, Hu Yaobang, í apríl 1989 breyttist í stærstu mótmæli sem ríkisstjórnin hafði séð. Háskólanemar, sem söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Peking báðu KFK að ná tökum á mikilli verðbólgu, hemja spillingu embættismanna, taka ábyrgð á mistökum fortíðarinnar og styðja frjálsa fjölmiðla og lýðræðishugmyndir. Svar kommúnista var að senda skriðdreka inn í borgina og umkringja torgið 3. júní. Fjöldi óvopnaðra mótmælenda voru drepnir, limlestir og muldir niður af skriðdrekum eða skotnir af hermönnum, sem skutu á óvopnaðan mannfjöldann. Talið er að þúsundir hafi verið drepnir.
- Ofsóknir á Falun Gong. 1. júlí 1999 hófu yfirvöld víðtæka herferð gegn 70 til 100 milljónum iðkenda Falun Gong hreyfingarinnar. Falung Gong er andleg iðkun og felur í sér hugleiðsluæfingar og siðferðilegar kenningar sem miðast við gildi sannleikans, samkennd og umburðarlyndi. Milljónir iðkenda voru reknir úr störfum, vísað úr skólum, fangelsaðir, pyntaðir eða einfaldlega drepnir, vegna þess að þeir neituðu að láta af trú sinni.
- Kúgun trúarlegra og minnihlutahópa þjóðflokka. Stjórn KFK flutti mikinn fjölda þjóðernis af Han til Tíbet, Xinjiang og Innri Mongólíu en þar búa þjóðflokkar með eigin menningu og tungumál. Stjórnin neyddi staðbundna skóla til að nota mandarínu kínversku sem opinbert tungumál. Árið 2008 mótmæltu Tíbetar og stjórnin sendi lögreglu sem drap hundruði Tíbeta.
- Þjóðarmorð á Úígúrum í Xinjiang héraði, m.a. eru milljónum manns haldið í leynilegum heilaþvottarbúðum. Fólk pyndað og margir drepnir, konum nauðgað.
Varaði erlend áhrifaöfl við blóðbaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi grein þín Gústaf Adolf, í tilefni aldar afmælis kínverska kommúnistaflokksins er einungis rökrétt framhald á skipulögðum sívaxandi hatursáróðri óttaslegina Bandaríkjamanna og helstu leppa þeirra gegn vaxandi styrk og áhrifum Kínverja á heimsvísu.
Auðvitað eru hernumin lönd USA frá síðustu heimstyrjöld og svokallaðir leiðtogar þeirra framarlega í flokki þeirra sem hvað helst mjálma um skort á frelsi og mannréttindum í Kína og sannarlega ber enginn og síst Kínverjar sjálfir á móti því að fyrri helmingur þessara hundrað ára hafi verið blóði drifinn og hryllilegur, en málið snýst ekki um fortíðina, heldur um stöðu mála í Kína í dag.
Ég veit ekki hvort þú þekkir til innanríkismála í Kína af eigin raun, eða hvort þú hefur þekkingu þína einungis frá öðrum, en ýmislegt í áróðri þínum á ekki að mínu mati við rök að styðjast.
Auðvitað mæli ég með að þú kynnir þér stöðu mála í Kína af eigin raun, en ef þú hefur ekki færi eða þrek til þess, þegar landamæri opnast á nýjan leik, þá gætir þú haft gagn og gaman að skoða myndbrot af andlitum fagnandi þjóðarinar á sjálfum hátíðarhöldunum á youtube.com eða önnur myndskeið þar að lútandi.
Jónatan Karlsson, 4.7.2021 kl. 15:27
Sæll Jónatan og þakka innlit og athugasemd. Glæpi kínverskra kommúnista hafa þeir framið sjálfir án allrar aðstoðar Bandaríkjanna svo ekki er hægt að halda upp á 100 ára morð og svika á þeim bæ. Hins vegar er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna í dag og fagna ber honum sem tákn fyrir frelsi og lýðræði.
Ég hef heimildir frá fyrstu hendi frá Kínverjum, sem hafa flúið kommúnismann og eru í tengslum við landsmenn í Kína sem líða pín og neyð og þessum upplýsingum er 100% treystandi. Annað hvort trúir maður áróðri kínverska kommúnista um „paradís kommúnismans á jörðu" eða maður vinnur á grundvelli frelsis og lýðræðis og virðir einkarétt og einkaeign einstaklings. Ég vel það síðara.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.7.2021 kl. 18:48
Sæll aftur Gústaf.
Ég get einungis bent þér aftur á að trúa ekki öllu sem þér er sagt af misjöfnu fólki, heldur kynna þér málið af eigin raun, líkt og ég sem t.a.m. efast ekki um frásagnir þínar af ástrandinu í fyrrum fyrirmyndar ríkinu Svíþjóð.
Jónatan Karlsson, 4.7.2021 kl. 20:09
Jónatan, hvað nákvæmlega er rangt í því sem Gústaf segir? Ætlarðu að segja mér að kommúnistar hafi aldrei drepið neinn?
Og hvaða lönd eru hernumin af USA?
Theódór Norðkvist, 4.7.2021 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.