Hvenær fékk Joe Biden nýja hugmynd síðast?

bidenrvikbrefMorgunblaðið á stóru láni að fagna að sá góði maður, Davíð Oddsson, ásamt öðrum ágætis ritstjórum, er ritstjóri blaðsins. Penni hans í leiðurum og Reykjavíkurbréfum er andlegt næringarefni fyrir allt frjálst hugsandi fólk. Laugardagsmorgnar eru tilhlökkunarefni  til að næra andann með morgunkaffinu og fáir ef nokkur nær þeirri ritfimi og þeim húmor sem einkennir bréfin á laugardögum.

Í gær brást ekki bogalistin fremur venju og afar hressilegt að fá jafn góða ádrepu á Joe Biden og svikahrappana í demókrataflokknum sem nú eru uppvísir af því að hafa stöðvað og lagt í skúffu rannsókn þá sem sett var af stað í tíð Trumps um uppruna Kínaveirunnar, vegna þess að verið væri að ofsækja Kína. Það tók minna en 24 tíma eftir að CNN birti þessar upplýsingar þar til að Biden tilkynnti að hann hefði fyrirskipað rannsókn á uppruna veirunnar sem ætti að ljúka með skýrslu á 90 dögum.

Höfundur Reykjavíkurbréfsins skrifar:

„Það er ekki langt síðan netrisarnir bönnuðu umræðu um það hvort hugsanlegt væri að kórónuveiran hefði komið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Um hvað er ekki deilt? Það er ekki deilt um það að veiran kom frá Kína. Er það? Af öllum stöðum á hinu mikla landi þá er ekki um það deilt að smitið kom frá Wuhan. Er það? Og það ætti ekki heldur að vera umdeilt að í Wuhan er mesta rannsóknarstöð á kórónuveiru sem til er í heiminum. Er það?

Þar hafa farið fram tilraunir við breytingar á einmitt þessari veiru til að kanna hvort hægt sé að gera hana hættulegri en hún væri ella.

Trump forseti sagði opinberlega við almenning að það yrði að kanna rækilega hvort veiran hefði komið frá rannsóknarstofunni í Wuhan. Það var áður en ríkisbubbarnir á netrisunum ákváðu að loka á samskipti forsetans við almenning. Marxistinn, forstjóri WHO, hefur þóst vera að rannsaka þetta mál, og ekki komið auga á neitt grunsamlegt. Hann er reyndar rétt núna farinn að muldra því út úr sér að honum hafi ekki verið veittar nægjanlega góðar upplýsingar frá Kína og þess vegna fullyrt að veiran hefði borist af markaðstorgi! Joe Biden forseti var áður búinn að hafna því sem versta fáránleika að veiran væri „handgerð“ þótt hann trúi á það að veðrið í veröldinni sé handgert. Hin svonefnda „mainstream media“ hafði lýst því sem argasta rugli og „samsæriskenningum“ að nefna rannsóknarstofuna í Wuhan. Anthony Fauci, sérfræðingur Bandaríkjaforseta til áratuga, hafði reyndar lengst af einnig verið á því rólinu.

Nú hefur hann skyndilega snúið við blaðinu. Hann segir nú að alls ekki sé hægt að útiloka að veiran, sem lagði veröldina undir sig, hafi verið manngerð í tilraunaeldhúsinu í Wuhan. Allt í einu! Og allir í senn! Fauci vill láta rannsaka þetta. Biden felur leyniþjónustunum 17 að rannsaka þetta og þær hafi ekki nema þrjá mánuði til að skila niðurstöðu.

Hvað hefur gerst?

Væri það „samsæriskenning“ bréfritara, ef einn maður getur séð um samsæriskenningu, að telja líklegt að þessi viðsnúningur sé ekki tilviljun? Af hverju snerist Biden í þennan hring? Var hann boðinn í mat til Hunters? Datt hann í fjórða sinn á leið inn í flugvélina? Þetta tvennt hlýtur að vera ólíklegt. Og líka að Biden hefði fengið hugmyndina skyndilega sjálfur eftir að hafa afneitað henni í heilt ár. Hvenær fékk Joe Biden nýja hugmynd síðast? Er ekki líklegra að ein af þessum sautján leyndarstofnunum sem hitta forsetann nokkrum sinnum í viku, og núna að minnsta kosti umsjónarmenn hans, telji betra fyrir forsetann að það sé hann sem feli leyniþjónustum að rannsaka málið, þótt hann hafi verið sannfærður um annað lengi? Við vissum það ekki, en vitum það núna, að Tony (eins og Guðlaugur Þór kallar sjálfsagt Fauci eins og alla aðra sem hann hefur leikið sér með frá því að hann var barn) þekkir betur til þessarar rannsóknarstofu en flestir Bandaríkjamenn."

Kannski er meiningin með þessum skyndilega snúningi að í eitt skipti fyrir öll jarða þá tilgátu að veiran hafi komið frá rannsóknarstofunni í Wuhan. Kínverjar segja innanlands að veiran hafi komið frá Bandaríkjunum, kom hún í pósti? Munurinn er, að HIV genið, sem klínt var á kórónuna og gera hana að hættulegu líffræðivopni, var gert á rannsóknarstofnuninni í Wuhan sem er undir stjórn Alþýðuhersins í Kína. Allt samkvæmt fyrirmælum Xi Jinping og kommúnistaflokksins sem lýstu því yfir fyrir meira en fimm árum síðan, að líffræðilegum vopnum væri bætt í vopnabúr þjóðarinnar.

Útlitið er ekki gott fyrir hinn frjálsa heim, því kommúnistarnir nota gróðann af viðskiptum við Vesturlönd til að byggja upp einn sterkasta her í heimi. Brátt gellur Öreigar allra landa sameinist undir heimsbyltingu „nýja" kommúnismans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Þú ert mikill brandarakall og samsæriskenningafíkill !

Þórhallur Pálsson, 30.5.2021 kl. 20:18

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ja, hvað hefur gerst? Að trúa öllu sem frá ´´ sérfræðingunum´´ kemur?

 Heilaþvottur á fólki eins og Þórhalli hér að ofan sannast best, er stjórntæki sem beitt hefur verið undanfarið fast að einu og hálfu ári. Pennastrik, tilskipun og rotturnar ( almúginn ) skríður í holur sínar og er þar þangað til ´´ sérfræðingarnir ´´ sem jafnframt eru útibússtjórar lyfjarisanna, telja okkur trú um að óhætt sé að gægjast út úr holum okkar.

 Veiran er kínversk. Um það verður ekki deilt. Hin ´´ árlega asíuflensa´´ varð hinsvegar öllu stærri en venjulega að þessu sinni, en fyrir einhverja ótrúlega tilviljun, tókst að ´´ hanna´´ bóluefni á sex mánuðum...?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2021 kl. 00:29

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Og svona í framhjáhlaupi, þá man Biden ekki eftir því hvenær hann fékk síðast hugmynd og enn síður um hvað hún var.

 Góðar stundir, sem fyrr, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2021 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband