1,3 milljarðar jarðarbúa ætla ekki að láta bólusetja sig gegn Covid-19
27.5.2021 | 11:10
Gallup hefur gert könnun um afstöðu fólks til bólusetningar með bóluefni gegn Covid-19:
- 68% fullorðinna í heiminum vildu láta bólusetja sig í fyrra
- Viljinn að bólusetja sig var frá 96% í Myanmar niður í 25% í Kazakhstan
- 32% fullorðinna eða 1.3 milljarða jarðarbúa vilja ekki láta bólusetja sig
Vilji fólks til að taka bóluefni fyrir kórónaveiruna var breytilegur um allan heim árið 2020 og var hlutfall þeirra sem sögðust láta bólusetja sig allt frá 96% í Myanmar til 25% í Kasakstan.
Á Íslandi sögðust 85% ætla að bólusetja sig, 12% voru á móti.
Á fyrsta heila ári COVID-19 heimsfaraldursins sagði meirihluti fullorðinna um allan heim (68%) við Gallup, að þeir myndu samþykkja að vera bólusettir ef kórónaveirubóluefni væri ókeypis. Hins vegar er hlutfallið undir þeim 70% til 90% sem sumir sérfræðingar segja að þurfi að bólusetja til að ná hjarðónæmi.
En það sem skiptir máli, ef allir þeir sem segjast jákvæðir til að láta bólusetja sig myndu gera það, þá næðu aðeins 38 lönd af þeim 116 sem Gallup könnunin náði til, þeim 70% bólusetningarþröskuldi sem þarf til að ná hjarðónæmi. Bara Myanmar næði 90% efri mörkum hjarðónæmis.
Í 15 löndum, þar á meðal á Indlandi, sem nú er að glíma við aðra skelfilega bylgju veirunnar og þar sem innan við 10% þjóðarinnar hafa fengið einn skammt, var hlutfallið sem var tilbúið að taka bóluefni gegn kórónaveiru á bilinu 80% til 89%. Og hjá 22 öðrum, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi og Brasilíu sem einnig er að takast á við mikla COVID-19 bylgju voru 70% til 79% á því að verða bólusettir.
Viljinn minnstur í fyrrum Sovétríkjum Austur-Evrópu þ.á.m. Rússlandi
Rannsóknir Gallup á vegum Wellcome Global Monitor árið 2018 sýndu, að fólk í Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjum voru meðal þeirra, sem minnst töldu bóluefni vera örugg almennt séð. Fólk á þessum svæðum var einnig minnst líklegt til að vilja bólusetja sig gegn covid-19 árið 2020 að meðaltali sögðust 43% láta bólusetja sig í ríkjum Samveldis sjálfstæðra ríkja og 46% í löndum utan ESB í Evrópu.
Sem dæmi má nefna að innan við helmingur Rússa, sem höfðu heyrt um bóluefni árið 2018 (45%), voru sammála um að það væri öruggt en 24% voru því ósammála (sem er eitt hæsta hlutfall í heimi). Skömmu áður en ríkisstjórn þeirra kom með eigið kórónaveirubóluefni, Spútnik V, sögðust 37% Rússa taka kórónaveirubóluefni ef það yrði boðið en 61% sögðust ekki gera það.
Meirihlutinn í 20 löndum þ.á.m. Rússlandi myndu neita að bólusetja sig
Næstum þrír af hverjum 10 (29%) í öllum heiminum sögðust ekki samþykkja bólusetningu og önnur 3% sögðust ekki vita eða neituðu að svara. Samanlagt þýðir það, að um 1,3 milljarðar fullorðinna voru ekki tilbúin að láta bólusetja sig, þegar könnunin var gerð.
Tilraunir að bólusetja fólk mæta greinilega mun sterkari andstöðu í sumum löndum en öðrum. Meirihluti fullorðinna í næstum tveimur tugum landa og svæða segist ekki vilja láta bólusetja sig. Það kemur ekki á óvart að listinn nær til Rússlands og landa í Austur-Evrópu þar sem fáir sögðust ætla að láta bólusetja sig. Tveir þriðju hlutar íbúanna í Afríkuríkjunum Gabon og Kamerún suður af Sahara myndu ekki láta bólusetja sig, þótt boðið væri upp á það. Meirihluti íbúanna í Senegal, Tógó og Namibíu segjast einnig ekki vilja bólusetningu.
Horft fram á við
Vegna þess að kannanirnar voru gerðar allt árið 2020 voru lönd á ýmsum stigum heimsfaraldursins en í flestum löndum átti enn eftir að koma bóluefnum til almennings. Það er eðlilegt að búast við, að viðhorf geti breyst síðan, þar sem fleiri hafa fengið bóluefni.
Til dæmis hafa skoðanir gagnvart bóluefnum í Bandaríkjunum breyst síðastliðið ár. Tæpur meirihluti Bandaríkjamanna (53%) sagðist ætla að láta bólusetja sig í könnunum í september og október 2020. En nokkrum mánuðum eftir að bólusetningar hófust í mars 2021, þá sögðust 74% Bandaríkjamanna bólusetja sig ef það væri að kostnaðarlausu og 26% sögðu að þeir myndu ekki gera það.
Jafnvel þó viðhorf fólks annars staðar hafi færst eins og það hefur gert í Bandaríkjunum, veita þessi gögn samt einhverja vísbendingu um það viðnám sem löndin standa frammi fyrir hjá almenningi á meðan bólusetning stendur yfir.
Lista yfir löndin má hlaða niður hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2021 kl. 03:32 | Facebook
Athugasemdir
Sjá konurnar, þær leita, skoða, álikta og skrifa.
Þær hafa þurft að sjá um að fólkið bjargaðist.
Nú hafa þeir náð öllum sauða hópnum sadly to say! Merkilegt núna voru það "öldungarnir" ..Undirliggjandi sjúkdómar og fatlaðir.. Börnin eru næst - Bandaríska ríkisstjórnin leyfir vísvitandi Big Pharma að drepa bandaríska ríkisborgara - börnin eru næst.
Egilsstaðir, 27.05.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 27.5.2021 kl. 13:29
Sæll Jónas, þetta er skuggalegt, það er það minnsta sem ég get sagt. Ég tilheyri þessum 12% uppreisnarhópi Íslendinga. Hér í Svíþjóð er fólk enn að veikjast mörgum árum eftir svínainflúenduna vegna bólusetningar gegn henni. Núna hrynur fólk þúsundum saman VEGNA bólusetningar. Hryllilegt!
Gústaf Adolf Skúlason, 27.5.2021 kl. 15:31
Það var þessi slóð sem átti að fara til þín.
Allir lesi greinar kvennanna, til dæmis, leikinn um Indversku, Bresku, Brasilíu, veiruna. Þær eru að sjálfsögðu allar bestar, og í sku, þessu njóta þær sín. Hér eru þær sem skrifa um pestina, hinar eru ekki síðri þótt þær skrifi ekki um pestina
https://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/2265242/
Egilsstaðir, 27.05.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 27.5.2021 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.