EES-skýrslan gengur út frá því að Ísland sé aumingjaland sem ekki er hægt að stjórna með eigin lögum
16.5.2021 | 03:57
Björn Bjarnason ræðst gegn öllum þeim sem dirfast að anda á EES-skýrsluna. Telur hann allt annað en sjónarmið skýrslunnar um stjórnskipun Íslands vera ótrúlega blekkingu, lygar og fals. Öll önnur afstaða til málsins er ómálefnaleg, því hann hefur sjálfskipaðan einkarétt að boða og túlka hina einu rétta afstöðu í málinu og er sá einkaréttur hafinn yfir eðlilega gagnrýni og málefnalega umræðu.
Sjálfur fer Björn með staðlausa stafi og ósannindi, þegar hann reynir að telja fólki trú um að viðhorf skýrsluhöfunda stangist ekki á við grundvöll lýðveldisins Íslands.
Í EES-skýrslunni segir:
Stæðu Íslendingar utan lagasamstarfsins á EES-vettvangi og ætluðu að starfa í krafti heimasmíðaðra reglna yrði mikil hætta á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu. Á það einkum við á sviði efnahags- og atvinnulífs og þeim sviðum þar sem tæknivæðing hefur haft hvað mest áhrif." (Pkt. 7, bls 22)
Að Ísland hefur náð þeirri stöðu sem við höfum í dag er fyrst og fremst að þakka heimasmíðuðum reglum eins og stjórnarskránni og alvöru stjórnmálamönnum eins og t.d. þeim Geir Hallgrímssyni, Davíð Oddssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem leiddu landhelgisbaráttu Íslendinga og baráttu gegn fjármálaglæpamönnum sem tóku þjóðina í gíslingu til þess að féflétta landsmenn með stuðningi ESB-sinna. Vegna heimasmíðaðra laga tókst Íslendingum að ná árangri í þessum málum þvert gegn valdi og vilja Evrópusambandssinna.
Ofangreind fullyrðing EES-skýrslunnar sannar, að aðstandendur hennar eru ofurseldir hugmyndafræði ESB um alríki álfunnar og að Ísland hafi ekki upp á neitt að bjóða sem sjálfstæð þjóð. Þetta er boðskapur búrókratanna sem selt hafa sál sína til Brussel og sami hræðsluáróður og Íslendingar mættu í umræðunni um ESB-umsóknina og í átökunum um Icesave sbr. Kúba norðursins.
En slíkar hótanir einar og sér duga ekki að mati Björns Bjarnasonar.
Hann vill taka upp lög ESB inn í stjórnarskrána svo ESB geti endanlega tekið öll völd á Íslandi:
Binda verður enda á stjórnlagaþrætur vegna EES-aðildarinnar, annaðhvort með því að viðurkenna að hún hafi áunnið sér stjórnlagasess eins og aðrar óskráðar stjórnlagareglur eða með því að skrá ákvæði um aðildina í stjórnarskrána." (Pkt.2, bls 22)
Björn Bjarnason hefur verið iðinn að klína því á Miðflokkinn, að Miðflokksmenn hafi tekið þingið í gíslingu með því að nýta málfrelsisréttindi sín í þingsköpum til að andmæla 3. orkupakkanum. Sjálfur vill Björn Bjarnason að landinu sé stjórnað með þingsályktunum í stað lagasetninga þvert á stjórnskipunarlög Íslands og til að fullkomna þá vegferð vill hann breyta stjórnarskrá Íslands svo EES-löggjöfin verði æðri íslenskum lögum.
Björn Bjarnason hefur gleymt öllu sem íslenska stjórnarskráin stendur fyrir. Með ályktanastjórnun þeirri sem Samfylkingarmenn innleiddu með ESB-umsókn sinni er framkvæmdavaldið að svína á löggjafarvaldinu og hefur tekið löggjafann í gíslingu þvert á fyrirmæli stjórnarskrárinnar. Þeirri vegferð heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram með núverandi flokksforystu og er stefna flokksins í dag í engu frábrugðin afritunarstefnu ESB-sinna á stefnu ríkisstjórna vinstrimanna á Norðurlöndum eins og í Svíþjóð.
Sú stefna sem Björn Bjarnason áður stóð fyrir Með lögum skal land byggja" hefur hann kastað fyrir róða.
Í staðinn er komin stefna Samfylkingarinnar: Með þingsályktunum skal fullveldi eyða."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þau eru ótrúleg þessi systkin Bjarni og Valgerður.Hversu lengi máttum við trúa að Bjarni væri sjalfstæðismaður m.a. vegna tryggðar við fullveldið Ísland. Á sama tíma opnaði Valgerður Samfylkingar vart munninn án þess að fullyrða efnislega að við yrðum að ganga í ESB.Það er orðið langt síðan ég heyrði ógnandi röddu hennar í sjónvarpi í síðasta sinn;"við munum ganga í Efnahagsbandalagið hvort sem það verður núna eða seinna" Takk Gústaf Adolf fyrir allt þitt fróma fréttaefni.
Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2021 kl. 14:20
Það eru ekki nýjar fréttir að BB sé orðinn einn harðasti ESB-maðurinn hér á landi. Hins vegar vekur það furðu hve mikið Íslensk stjórnvöld "leyfa" honum að dreifa ESB áróðri sínum yfir landsmenn...
Jóhann Elíasson, 16.5.2021 kl. 15:10
Og borga honum vel fyrir....
Jóhann Elíasson, 16.5.2021 kl. 15:12
Þakka ykkur innlit Helga og Jóhann og góðu orðin. Jóhann, Björn Bjarnason er settur fram að öllum líkindum vegna þess, að hann talar fyrir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Vinstri ríkisstjórn sjálfstæðismanna hefur ekki upp á neitt annað að bjóða, það er ESB og embættismennirnir bæði í Brussel og í Reykjavík sem tala. Sjálfstæðir stjórnmálamenn eru í útrýmingarhættu á Íslandi eins og síðasti Geirfuglinn.
Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2021 kl. 16:00
Svo sannarlega rett Gústaf Adolf og það eru bara sorgardagar Island framundan ...En það hefur ekki verið neitt leyndarmal þlengi ap VG vill inni ESB ..og X-D er klofin En bJörn Bjarna segir ekki satt þarna þvi i dag og það fyrir nokkur er EES bara nafn ekki starf lengur allt runnoið saman i eit ESB ...Það hefu eg eftir áræðanlegum heimildum Og af hverju skyldi vera mokað inn reglum ESB her og af hverju skyldi allt vera á suðupunkti i Norgegi vegna þvi sem forsætisráðherra þar eins og her hafa verið að bauka bak við tjöldin ?
?
rhansen, 16.5.2021 kl. 20:55
Fyrirgefðu stafsetningar villur ..upp kom óhapp :(
rhansen, 16.5.2021 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.