Öll erum við Jónas ....nema helst Össur og Dagur að ógleymdum Ólafi.

iuÞetta er aðeins byrjunin á árásum Kommúnistaflokks Kína á Ísland og er einræðisflokkurinn farinn að sýna sitt rétta andlit. Það er Jónasi Haraldssyni til sóma að vera fyrsti Íslendingurinn, sem fær þessa sérstöku heiðursnafnbót frá kínverskum kommúnistum. Óska ég Jónasi til hamingju með titilinn sem honum hlotnaðist m.a. vegna afhjúpun umhverfissóðaskapar embættismanna kínverska alþýðulýðveldisins.

Kínverjarnir ráðast að sjálfsögðu ekki gegn hagsmunaaðilum sínum, hvorki í ríkisstjórn né í borgarstjórn. Þar eru efnhagslegu hagsmunirnir of sterkir. Borgarlínubræðurnir Dagur B. Eggertsson og Össur Skarphéðinsson að ekki sé minnst á Belti og Brautryðjandann Ólaf Ragnar Grímsson fá allir heiðursmedalíu Maó Tsetung fyrir vel unnin störf fyrir kínverska alþýðulýðveldið. Vinir og sérstakir varðmenn útrásarvíkinga, þau Jóhanna og Steingrímur eiga einnig inni hjá Kommúnistaflokki Kína en ekkert hjá alþýðunni á Íslandi, þótt Steingrími leyfist að sýna jakkafötin á Alþingi jafnvel á meðan hann sefur. Bjarni bankamær telur peningana í Asíubankanum og Guðlaugur Þór er með rjóðar kinnar í kvenréttindamálum.

Kommúnistar brjóta prentvélar lýðræðis í Hong Kong og sækja hart að Jónasi Haraldssyni á Íslandi.

Í hans sporum erum við Íslendingar í dag öllsömul Jónas.

 


mbl.is Íslendingur settur á svartan lista Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kína hugsar í öldum ekki árum.

Heimurinn hefur sofið á verðinum gagnvart Kína. Það var ekki fyrr en eftir að CCP tók til við að innheimta skuldina fyrir "örlæti" þeirra sem menn rumska úr rotinu og spyrja - var Belti og Braut þá ekki gjöf Kína til mannkynsins?

Góður pistill, Gústaf.

Ragnhildur Kolka, 17.4.2021 kl. 10:28

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnheiður og þakka góð orð. Belti og braut er gjöf Kínverja til þeirra sjálfra á brautinni að heimsyfirráðum á jörðu. Ólafur Ragnar Grímsson missté sig hrapallega með útrásarvíkingana en skipti síðar um skoðun. Endist ekki aldur til að skipta skoðun í margfalt stærri mistökum sínum með vinskap við Kommúnistaflokk Kína sem eru að leggja heiminn undir sig. Öll lýðræðisöfl í heiminum þurfa að standa saman í baráttunni við kínverska drekann ... eins og þú bendir réttilega á: Heimurinn hefur sofið á verðinum.

Gústaf Adolf Skúlason, 17.4.2021 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband