Yfirlýsing Donald J. Trump: Biden setur Kína í fyrsta sætið
3.4.2021 | 09:46
Ég skrifa reglulega fréttir á heimasíðu Útvarps Sögu svo minni tími hefur farið í skrifin hér, þótt af nógu sé að taka eins og t.d. hrikalegri utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar með utanríkisráðherra með allt niður um sig. Undanlægjuhátturinn nær lengra en til Evrópusambandsins, hið mikla ríki Kína er að gleypa heiminn. Þar eru forystumenn Sjálfstæðisflokksins rauðir í framan með sultudropa á fingrunum vegna þáttöku í einu mesta þöggunarsamsæri nútímans til verndar kínverska kommúnistaflokknum og boðskap kommúnismans út um heiminn.
Donald Trump 45. forseti Bandaríkjanna sér þetta afar skýrt og lýsir því í nýjustu yfirlýsingu sinni þann 31. mars s.l. Yfirlýsingin birtist hér í lausri þýðingu og enskur texti að neðan.
Róttæk áætlun Joe Biden um að hrinda í framkvæmd stærstu skattahækkunum í sögu Bandaríkjanna er stórfelld eftirgjöf til Kína og margra annarra landa, sem mun senda þúsundir verksmiðja, milljónir starfa og trilljón dollara til þessara samkeppnisþjóða. Biden-áætlunin er stórt högg gegn vinnandi Bandaríkjamönnum og mun snarminnka framleiðslu Bandaríkjanna og veita útrásaraðilum og erlendum, risastórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum sérstök skattaleg forréttindi.
Biden lofaði að byggja betur aftur en landið, sem hann byggir sérstaklega upp er Kína ásamt öðrum heimshlutum. Undir stjórn Biden eru Bandaríkin enn á ný að tapa efnahagsstríðinu við Kína og margra billjóna dala skattahækkunarstefna Bidens er stefna algjörrar efnahagslegrar uppgjafar. Að fórna vel launuðum bandarískum störfum er það síðasta, sem landar okkar þurfa á að halda, þegar landið okkar er að jafna sig eftir heimsfaraldurinn.
Stefna Biden mun klyfja herðar bandaríska verkamannsins með hæstu skattaálögum á fyrirtæki hins þróaða heims. Þú munt borga MEIRA í skatta, ef þú skapar störf í Bandaríkjunum og ræður bandaríska verkamenn til vinnu samkvæmt stefnu Biden en borgar MINNA, ef þú lokar verksmiðjum þínum í Ohio og Michigan, rekur bandaríska starfsmenn og flytur alla framleiðsluna til Peking og Shanghai. Þetta er nákvæmlega ÞVERÖFUGT við að setja Bandaríkin í fyrsta sætið, þetta er að setja Bandaríkin í AFTASTA SÆTIÐ! Fyrirtæki, sem senda störf Bandaríkjamanna til Kína, ættu ekki að fá umbun með skattafrumvarpi Joe Biden, þeim ætti að refsa, svo þau haldi störfunum í Bandaríkjunum, þar sem þau eiga heima.
Þessi löggjöf er eitt stærsta sjálfskapaða efnahagssár sögunnar. Ef þessu skrímsli verður hleypt í gegn munu fleiri Bandaríkjamenn verða atvinnulausir, fleiri fjölskyldur rúnar að skinni, fleiri verksmiðjur yfirgefnar, fleiri iðngreinar laðar niður og fleiri verslunargötur loka alveg eins og ástandið var áður en ég tók við forsetaembættinu fyrir 4 árum. Undir minni stjórn var met slegið í lágmarki atvinnuleysis með 160 milljónum nýjum störfum.
Þessar skattahækkanir eru dæmigerð alþjóðasvik Joe Bidens og vina hans: lobbýistarnir eiga að sigra, sérhagsmunirnir eiga að sigra, Kína á að sigra, stjórnmálamenn í Washington og embættismenn ríkisstjórnarinnar eiga að sigra en hart stritandi bandarískar fjölskyldur eiga að tapa.
Grimmdarleg og hjartalaus árás Joe Biden á bandaríska drauminn má aldrei verða að alríkislögum. Rétt eins og suður landamæri okkar breyttust úr því besta yfir í það versta og eru nú í molum, þá verður efnahagur okkar lagður í rúst!"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Gústaf, ég deili áhyggjum með þér yfir því hversu ráðamenn hér á landi virðast liggja "hundflatir fyrir Kínverjum og það virðist ekki vera að Íslendingar reki lengur sjálfstæða utanríkisstefnu, það virðist ýmist þurfa að fylgja ESB að málum eða Kínverjum......
Jóhann Elíasson, 3.4.2021 kl. 11:23
Þakk innlitið Jóhann, ég held að margir eigi eftir að vakna upp við vondan draum með Kína, það er ekki lengur hægt að fela kommúnismann með munnlöðri, þetta eru glæpamenn sem ætla að leggja undir sig heiminn. Og sumir eru afskaplega ódýrir að ekki sé meira sagt....
Gústaf Adolf Skúlason, 3.4.2021 kl. 14:32
Þetta er bara staðreynd Gústaf hvað Biden stendur fyrir. Alltaf, og ég endurtek ALLTAF þegar vinstra slektið kemst til valda,þá eru öllu rústað á met tíma. Það mun Biden gera.
Trump hatararnir, þegar þeir eru spurðir útí hatrið á honum
Þá er venjulega svarið, af því bara.
Það var í fréttunum á RUV að við ættum að hata hann.
Enginn forseti í heiminum hefur setið undir eins miklum
stanslausum áróðri og Trump. Stanslaust í 4 ár.
Allt í boði tapara og lúsera sem eru nákvæmlega
sama um sitt land og þjóð.
Ef hatararnir myndu gefa sér smá tíma til að sjá það sem
Trump gerði fyrir sína þjóð, þá myndu þeir kannski hugsa
öðruvísi.En nei, það er aldrei gert heldur staðið með lygum, áróðri
og fake news. Svo þegar allt hrynur, þá standa þessir
aulabárðar og skilja ekki neitt í neinu hvernig allt fór til fjandans.
Þá er farið af stað og reynt að finna sökudólg, en hann er
aldrei að finna vinstra meginn, hvernig sem stendur á því,og vertu
viss, allt Trumpa að kenna.
Einn besti forseti USA var hrakinn frá völdum með aðstoð
fjölmiðla og svo gefa þeir skít í tæpar 80 milljónir bandaríkja
manna sem kusu Trump.
Það verðu aldrei friður meðan Biden er við völd.
Það vita þeir sem vilja vita. Hinir hlusta bara á RUV.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.4.2021 kl. 14:35
Sæll Sigurður, kærar þakkir fyrir þessi hressilegu skrif sem ég er svo hjartanlega sammála. Þeir sem kasta skít í Trump eru margir hverjir á viðskiptajötu kínverskra kommúnistaeða eins og þú lýsir hreinræktaðir vinstri menn. Svo satt og rétt með aðferðafræði vinstri manna, aldrei neitt þeim að kenna.
Gústaf Adolf Skúlason, 3.4.2021 kl. 14:55
Loksins, loksins: PreviewPreview2:00Trump Buddha statue that 'makes your company great again'YouTube · South China Morning Post2 weeks ago
Hörður Þormar, 3.4.2021 kl. 21:16
Sæll Hörður, þetta er flott stytta – ein slík í Hvíta húsinu stjórnaði efalust betur en núverandi forseti
Gústaf Adolf Skúlason, 4.4.2021 kl. 05:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.