Er það stefna RÚV að hengja beri 45. forseta Bandaríkjanna? Agli Helgasyni finnst það.
16.2.2021 | 19:52
Egill Helgason er flestum kunnur sem þáttarstjórnandi m.a. Silfur Egils hjá sjónvarpinu. Hann skrifar færslu á Facebook sunnudag 14. febrúar sjá skjáskot að ofan, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir refsileysi" Bandaríkjanna gagnvart Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Með fylgir mynd af gálga með snöru svo ekki verður annað ráðið en að snaran hæfi sem nægjanleg refsing fyrir Trump svo Egill geti látið af áhyggjum sínum.
Þetta er hatursumræða á félagsmiðlum í boði starfsmanns RÚV.
Er það opinber stefna RÚV að hengja beri Donald Trump? Ef ekki er það við hæfi að opinberir starfsmenn RÚV séu að dreifa hatursumræðu á félagsmiðlum burtséð frá því hvort þeir geri það í vinnutíma eða í frítíma?
Í Svíþjóð hefur starfsmönnum sjónvarpsins sem gleyma því hjá hvaða fyrirtæki þeir vinna í frítímanum verið vikið úr störfum fyrir minni sakir en útbreiðslu boðskapar um hengingu fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Vilja skattgreiðendur greiða fé fyrir hatursumræðu á félagsmiðlum?
Einfaldasta málið fyrir alla væri að víkja Agli Helgasyni úr starfi.
Ég er stuðningsmaður slíkrar tillögu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Útvarp | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Athugasemdir
Er þjóð mín farin að líkjast Sovét eða hvað? Langt komin með komment sem einhver óánægður þurrkar allt út,ég get allt eins lesið það inn annarsstaðar
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2021 kl. 00:03
Hvað gerðist Helga? Hvar varstu að skrifa kommentið og um hvað?
Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2021 kl. 04:47
Sammála Gústaf. Burt með manninn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.2.2021 kl. 08:46
Ég styð þá tillögu líka Gústaf.
Svona "álitsgjafar" eru til óþurftar, maðurinn greinilega kokgleypir hatursáróður CNN. Stöðvar eins og CNN, MSNBC, ABC o.fl. eru ekki fréttastöðvar heldur áróðursstöðvar sem reyna að heilaþvo fólk með áróðri sem ætlað er að eyðileggja vestræna menningu. Sem betur fer eru 80milljónir Bandaríkjamanna búnir að sjá í gegnum þessar stöðvar eru eru hættir að fylgjast með þessum miðlum, enda eru áhorf á þá að hrynja.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.2.2021 kl. 11:03
Samkvæmt þeim fréttum var það óþjóðalýðurinn sem réðist á Þinghúsið sem einnig reisti þennan táknræna gálga. Reyna átti að ná Pelosi og Pence og má hamingjan vita hver hefðu orðið örlög þeirra, hefð það tekist.
USA er réttarríki, þó svo að borgararnir séu fjarri því jafnir fyrir lögunum, sbr. meðferð á hörundsdökku fólki.
Engu að síður er það áhyggjuefni þegar sjúklegur raðlygari og sjálfsdýrkandi drullusokkur í forsetastól reynir bæði leynt og ljóst að kollvarpa kosninganiðurstöðum með því bæði að viðurkenna ekki úrslitin og eins að reyna að fá embættismenn til að falsa tölur, sbr símtal hans til Georgíu. Að þessi maður sem síðan hvetur til valdbeitingar gegn eigin þjóðþingi skuli ekki sæta ábyrgð er stóralvarlegt mál.
Þórhallur Pálsson, 17.2.2021 kl. 11:14
Þórhallur, Trump hvatti aldrei til valdbeitingar gegn þinginu, það sýndu lögmenn hans á óyggjandi hátt er þeir sýndu myndbönd af demókrötum gera það sem þeir ásaka Trump um að hafa gert en reyndust lygar einar. Trump hvatti fylgjendur sínar til að fara að þinghúsinu á friðsaman hátt og láta raddir sínar heyrast, hann hvatti aldrei til að ruðst yrði inn í þinghúsið, CNN klippti út úr "frétt sinni" þegar Trump talaði um að fara friðsamlega að þinghúsinu. CNN lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér, það hafa þeir margsinnis sannað upp á sjálfa sig.
Nú hafa hinsvegar spurningar vaknað um þátt Polosi sem er forseti þingsins, hún ber ábyrgð á því að nægileg löggæsla sé til staðar Margir lögreglumenn sem vinna við þinghúsið skildu ekkert í því hvers vegna svo fáir væru á vakt þennan umrædda dag. Við minna tilefni hafa mun fleiri lögreglumenn verið á staðnum.
Það virðist ljóst að allt þetta var undirbúið fyrirfram, enda var sérkennilegt að sjá allt í einu menn með hjálma á höfðum sér við þinghúsið menn sem ekki voru sjáanlegir á fundinum sem Trump hélt.
Það er nefnilega ekki allt sem sýnist í þessum málum. Þegar demókratar vildu kalla til vitni til að sanna að Trump væri sekur þá kröfðust lögmenn Trumps þess að fá Pelosi sem vitni, en þá voru þeir fljótir að bakka með sínar kröfur. Skrítið, er það ekki?????
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.2.2021 kl. 11:34
Þakkir Sigurður og Tómas, við erum á sama streng.
Þórhallur, bætir varla málið hver setti gálgann, snara er snara og allir vita hvað það þýðir: Hang him high. Að til séu glæpamenn og alvarlegir glæpir afsakar ekki einn glæpinn til viðbótar. Lög og siðferði verða með því sniðgengin. Egill Helgason er með snörumyndinni að gefa í skyn hvaða refsingu hann telur eðlilega fyrir 45. forseta Bandaríkjanna. Þetta er hatursáróður og sæmir ekki opinberum starfsmanni sjónvarpsins.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2021 kl. 11:36
Hvað sem annars má segja um Mike Pence, fyrrv. varaforseta, þá verður ekki annað sagt en að hann sé vandaður og sómakær maður sem hlýddi lögum og reglum til hins ýtrasta. Fyrir það hlaut hann bágt hjá forsetanum fyrrverandi, Donald Trump, sem taldi bersýnilega að persóna sín væri hafin yfir lög og reglur.
Nú geta allir séð í fjölmiðlum hvernig títt nefndur, Donald Trump, hvatti sína menn til "dáða" við Capitol Hill. Allir geta séð hvernig þeir brugðust við með því að ryðjast inn í þinghúsið. Og allir geta heyrt hrópin um að hengja skyldi Mike Pence, varaforsetsnn, sem alla tíð hafði stutt forseta sinn, þar til Trump krafðist þess að hann bryti stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Var Egill Helgason á Facebook sinni að vísa til þessara atburða, þar sem skríllinn hrópaði "hengið hann", eða var hann að gefa í skyn að það ætti að hengja Donald Trump.
Dæmi hver fyrir sig.
Hörður Þormar, 17.2.2021 kl. 14:47
Hörður Þormar, hér fjallar spurningin um færslu þekkts sjónvarpsmanns Egils Helgasonar sem lýsir yfir áhyggjum af refsileysi gegn Donald Trump og birtir mynd af snöru og gálga. Boðskapurinn er skýr. Myndin tjáir þá refsingu sem Egill Helgason boðar að mæti því refsileysi sem hann hefur áhyggjur af, að hengja 45. forseta Bandaríkjanna. Ég endurtek að það sæmir ekki opinberum starfsmanni RÚV að vera með slíkan hatursboðskap á félagsmiðlum og RÚV verður að axla sína ábyrgð á málinu.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2021 kl. 17:08
TDS er víða, og alvarlegt.
Ég verð ekki hissa egar það birtist í DSM-6. Ekki veit ég hvernig það er trítað... sennilega ólæknandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2021 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.