Látum ekki mistök fjármálahrunsins 2008 endurtaka sig 2020
18.4.2020 | 08:45
Leiðtogi Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur með mun gleggri augum á fjármálakreppunni í kjölfar kórónukrísunnar en ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem frekar halda glærusýningar í tónleikahúsi en að koma með nægjanlegar aðgerðir til lausnar vandans. Í viðtali við Viðskiptapúlsinnn sagði Sigmundur:"Ef markmiðið er að halda sem flestum í vinnu þá er þetta mjög neikvæður hvati þetta tryggingagjald". Vill hann réttilega afnema þennan aukaskatt á atvinnu landsmanna. Hann bendir einnig á þann þýðingarmikla þátt efnahagslífsins sem einyrkjar og smáfyrirtækin standa fyrir og segir áður kynntar aðgerðir of litlar að umfangi, of flóknar og sértækar.
Gagnrýnishugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru yfirvegaðar og raunhæfar en ekki við því að búast að ESB-fötluð ríkisstjórn hlusti á nein rök þar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa króað sig af í búri alþjóðavæðingarinnar sem gert hefur svo marga háða ákvörðunum kínverska kommúnistaflokksins um afkomu sína. Ríkisstjórnin hefur fylgt "ísköldu hagsmunamati" Sjálfstæðisflokksins sem fórnar lífsafkomu landsmanna fyrir samstarf risa alþjóðlegra fyrirtækja við kommúnismann sem gert hefur Kínverja að þrælum og Vesturlönd ósjálfbjarga með eigin þarfir.
Það eru að sjálfsögðu öfug formerki þegar Sjálfstæðismenn eins og t.d. Guðlaugur Þór Þórðarson, Björn Bjarnason m.fl. hafa breyst í málsvara sósíalismans vegna alþjóðavæðingarinnar og verja með afli spilltar alþjóðastofnanir SÞ sem leyfa konuhöturum að sjá um réttindamál kvenna. Þessir Sjálfstæðismenn leggja meira lag við að gagnrýna Bandaríkin með rökum kínverska kommúnistaflokksins og breiða út lygar kommúnista um forseta Bandaríkjanna í stað þess að vernda hagsmuni íslenskra skattgreiðenda.
Alþjóðastefnan skildi sig frá íslenskum hagsmunum þegar í fjármálahruninu 2008, þegar tæma átti ríkissjóð í vasa glæpamanna og hneppa kynslóðir Íslendinga í skuldafjötra. Það fólk sem nú stjórnar valdi sínar leiðir þá og hefur fylgt síðan en öll lentu þau vitlausu megin við þjóðina í Icesave.
Íslenska þjóðin þarf að vera á fullu varðbergi við þeirri efnahagslegu þróun sem núna er fram undan. Byrjað hefur verið á því að greiða stórfyrirtækjum peninga sem bendir til lausnar í Icesave-stíl: Greiða skuldir fjárglæframanna með skattfé úr hirslum landsmanna, afskrifa skuldir fjárglæframanna og láta landsmenn sitja uppi með skaðann. Sú fjármálakreppa sem framundan er krefst góðrar stjórnmálalegrar leiðsagnar sem einungis Miðflokkurinn getur boðið upp á með reyndum forystumanni sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er.
Felli tryggingagjald niður út árið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Athugasemdir
Já, tek undir þetta. Ísland á sér einfaldlega enga framtíð meðan 90% þingmanna eru glóbalistar og sjálfsstæðisflokkurinn genginn úr skaftinu.
Guðjón Bragi Benediktsson, 18.4.2020 kl. 11:40
Hefðu ráðum Sigmundar verið fylgt eftir, á haustdögum tvö þúsund og átta, sætu mun fleiri Íslendingar í eigin húsnæði, en raunin varð eftir hrunið, hvar vinstri sinnuð og auðsveip slepja hugsjóna, sem aldrei ristu djúpt, tóku völdin í sínar hendur.
Þeirra fyrsta verk var að ganga peningavaldinu á hönd. Versti kokkteill sem saga Íslands hefur þurft að horfa upp á, var hristur úr hendi vinstri sinnaðra glópa. Lélegasti barþjónn íslandssögunnar. Jóga gráa hafði vit a því að hundskast af vettvangi áður en dæmið var gert upp, en enn situr Þistilfjarðarkúvendingurinn í hásæti Alþingis og telur sig í draumasvefni hafa gert þjóð sinni gott.
Ætli sé til mótefni gegn svona raunveruleikaröskun?
Í framhaldinu, er hugsanlegt að þeir sem á árum fyrr gengu með brynju og biki gegn þessum horbjóði, séu búnir að tapa trúnni?
Andakotans helvítis pólisku druslur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.4.2020 kl. 22:30
Þakka innlit og athugasemdir, já það er ekki beysinn efniviðurinn í stjórnmennskunni sem hefur komið þjóðinni út í þennan alþjóðapytt rauða drekans. Einungis þjóðin sjálf - eins og venjulega - getur fundið mótefnið og það mun koma en dýrkeypt verður þetta fyllerí glóbalismans Íslendingum sem og öðrum vestrænum þjóðum. Á hnattræna vísu verða Bandaríkjamenn sem draga vagninn, á Íslandi The Untouchables eins og Sigmundur Davíð og Davíð Oddsson. Þjóðin á að fylkja sér á bak við þessa leiðtoga og hreinsa burtu hnattvæðingarklíkuna úr opinberum stofnunum sínum, einfalda báknið og hætta að leika "stórþjóð" á alþjóða vettvangi. Baráttukveðjur -
Gústaf Adolf Skúlason, 19.4.2020 kl. 00:29
Er hægt að ljúga einhverju upp á núverandi forseta Bandaríkjanna?
Ingimundur Bergmann, 19.4.2020 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.