Svíþjóðardemókratar stærstir - Sósíaldemókratar hafa tapað baklandinu
22.2.2020 | 19:24
Í síðustu skoðanakönnun Novus fá Svíþjóðademókratar tæplega 24% og hafa styrkt stöðu sína sem stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar. Í öðrum könnunum fá Svíþjóðardemókratar hátt í 30%.
Sósíaldemókratar fá ríflega 23% í þessarri Novus könnun og Móderatar 18%.
Sífellt fleiri tóngefandi sósíaldemókratar spá því nú að Löfven muni hætta sem formaður flokksins fyrir flokksþing krata á næsta ári.
"Hann mun láta af störfum á kjörtímabilinu. Hann mun kjósa - bæði sjálfs sín vegna og einnig flokksins vegna, að skipt verði um formann," segir Anders Rubin krati í borgarstjórn Malmö í viðtali við Aftonbladet.
Håkan Juholt getur andað léttar. Hann var alla vega með hærri vinsældartölur en Löfven, þegar Juholt neyddist til að hætta formennsku eða 24,6%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.