Stöku sinnum breytast steinar í perlur

gudlaugurthor-688x451

Það gerðist í Staksteinum Morgunblaðsins 19. febrúar.

Staksteinar sem kalla ekki allt ömmu sína, hafa aldrei sagt "RÚV" vera rotþró pólitískrar hlutdrægni. En Mannréttindaráði SÞ hefur hlotist sá heiður að fá þann titil af fv. sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Nikki Haley. 

Staksteinar benda á að "svo kom íslenska utanríkisráðuneytið í rotþróna og hún er tekin að ilma og það svo að allir erlendir fjölmiðlar, að vísu ónefndir, falla í stafi yfir afrekum þess." Tilefni staksteina er að utanríkisráðherra Ísland sagði í viðtali nýlega að það væri "samdóma álit erlendra fjölmiðla og annarra að seta Íslands (í Mannréttindaráði SÞ/gs) hafi heppnast mjög vel". 

Ónafngreindu fjölmiðlarnir sem utanríkisráðherrann vitnar í hljóta að vera kampavínsstraujuð orð í eyra - trúlega í einhverju fínu boði, sem síðan hafa bergmálað linnulaust í höfðinu, þannig að mátti skilja að erlendir fjölmiðlar væru þar allir sem einn innandyra. Og "aðrir" líka, hverjir svo sem þeir nú eru.

Ísland á bæði Björk og Hildur sem fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um en ekkert bólar á samdóma álitinu sem utanríkisráðherrann vitnar í.

Var ráðherrann að lýsa eigin höfuðverk, þegar hann sagði þessi orð? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þar til utanríkisráðherra upplýsir okkur fávitana um alla þessa fjölmiðla og fleiri, sem dásamað hafa setu okkar bjúrókrata í þessu ómerkilega ráði, liggja orð hans ómarktæk, sem hvert annað gaspur og þvættingur. Algerlega í stíl við annað í utanríkispólitík landsins að undanförnu. Ráðherrann getur tæpast gengið heill til skógar, bullandi svona þvælu, því þetta er helber lygi og ömurlegt yfirklór.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.2.2020 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband