Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – sá eini með fullorðna skoðun í loftslagsmálum Kryddsíldarinnar

Skärmavbild 2020-01-02 kl. 13.54.59Athyglisvert var að hlýða á umræður formanna stjórnmálaflokkanna í Kryddsíld 2019 um loftslagsmál. Sá eini sem sýndi fullorðna afstöðu í umræðunni var formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Benti hann á hið augljósa að það á að vera hlutverk þeirra fullorðnu að hafa vit fyrir börnum í stað þess að hræða úr þeim líftóruna með boð um heimsendi:

"Ég ætla ekki að taka að mér að gagnrýna börn og auðvitað er mjög jákvætt ef börn taka þátt í samfélagsmálum og ég óska þeim til hamingju með þessi verðlaun. En það er fullt tilefni til þess að gagnrýna fullorðna hins vegar, fyrir þessa stöðu sem er uppi núna varðandi þessi mál, því að það á ekki að telja börnunum trú um það að heimurinn sé að farast. Það er ekki hlutverk barna að fræða fullorðna og bjarga þeim heldur öfugt. - Fullorðnir eiga að fræða börn og vernda þau.

Og það hvernig menn hafa verið að taka á þessum loftslagsmálum og búa til þennan skelfingarótta eins og við heyrðum hérna í viðtalinu áðan. Það er beinlínis talað um loftslagskvíða núna og mörg börn sem einfaldlega óttast það að heimurinn sé að farast. Þetta er ekki gott."

Sigmundur Davíð gagnrýndi viðbrögð við vandanum sem einkenndust af sýndarmennsku frekar en aðgerðum sem gætu virkað. T.d. væru vindmyllur ekki rétt lausn, því gríðarlegt magn af stáli til framleiðslu þeirra væri framleitt í Kína með raforku úr kolum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri-Grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sáu hins vegar ekki út úr augum af sjálfsánægju með loftslagstilþrif ríkisstjórnarinnar hjá Norrænu ráðherranefndinni. Íslendingar eiga eftir að finna fyrir því m.a. í nýjum "grænum" sköttum. 

Greta Thunberg sænska, sem er í stafni baráttu ungmenna gegn ímynduðum heimsendi, á ekki upp á pallborðið hjá öllum t.d. segir rokksöngvarinn Meat Loaf í viðtali við Daily Mail að Gréta sé heilaþvegin: "Ég vorkenni Grétu. Hún er heilaþvegin og trúir á ofhlýnun jarðar þótt slíkt sé ekki til staðar. Hún hefur ekki gert neitt rangt en er tilneydd að hugsa að það sem hún segi sé rétt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið er ég sammála þér. Það var eins og SDG væri eini maðurinn við borðið með fæturna á jörðinni. En hvað áramótaheitin varðar þá var Katrín ein um að stíga út fyrir vemmilegheitin. 

Ragnhildur Kolka, 2.1.2020 kl. 18:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða lausnir hefur Sigmundur Davíð fram að færa í loftslagsmálum? Ég hef bara heyrt hann gagnrýna aðra fyrir að færa ekki fram lausnir en aldrei hann sjálfan færa fram neinar lausnir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2020 kl. 18:21

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl og þakka fyrir innlit og athugasemdir, fyrst verður maður að vera sammála um loftslagsmálin til þess að ræða um lausnir. Sigmundur bendir á að Ísland hefur einna sjálfbærustu orku í heimi og loftslagsvandinn er stærri en Íslendingar ráða við, leysir ekkert að eyðileggja vatnsræsingu hjá bændum. Málið er að "loftslagshreyfingin" líkist trúarbrögðum í tísku núna og slíkt er gagnrýni vert. – Það á ekki að hræða börn.

Gústaf Adolf Skúlason, 2.1.2020 kl. 18:51

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"fyrst verður maður að vera sammála um loftslagsmálin til þess að ræða um lausnir"

Hárrétt, en er einhver ósammála því að finna lausnir?

Ísland hefur eina sjálfbærustu orku í heimi, það er rétt en er bara lýsing á staðreyndum og ekki lausn sem slík. Ef endurheimt votlendis er ekki lausn, þá er ekki heldur lausn að gagnrýna þá hugmynd. Alveg rétt að "loftslagshreyfingin" líkist trúarbrögðum, en að gagnrýna það er ekki heldur lausn á því vandamáli.

Hinni einföldu og heiðarlegu spurningu er því enn ósvarað:

Hverjar eru lausnir Sigmundar Davíðs í loftslagsmálum?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2020 kl. 19:32

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Held að mannskepnan eigi enn nokkuð langt í land með að geta breytt loftslagi, í hvora áttina sem sú breyting er. Náttúran er sterkari en svo.

Hins vegar er hægt að reyna að meta hver vandinn verður og að gera einhverjar aðgerðir til að takast á við þann vanda.

Til dæmis er fáránlegt, ef menn telja að loftslag muni hlýna verulega og sjávarborð hækka vegna bráðnunar jökla, að leggja ofuráherslu á uppbyggingu á lægstu svæðum Reykjavíkur.

Gunnar Heiðarsson, 2.1.2020 kl. 20:24

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ágætis lausn til skamms tíma í loftslagsmálum er að stöðva yfirvofandi stórslys ofstækis dómsdagsmanna sem eru að slökkva á kjarnorkuverum og skapa raforkukreppu þannig að lönd eins og Þýzkaland og Svíþjóð verða háð raforku úr kolum. Stórhækka á skatta til að fjármagna s.k. grænar "lausnir" á heimatilbúinni orkukreppu. Sósílisminn steypir allri velferð í glötun.

Gústaf Adolf Skúlason, 2.1.2020 kl. 20:42

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðmundur, það er til ein lausn á loftslagsvandanum.Stöðva fjölgun mannkyns. Það er greddan ekki gasið sem grunnvandinn.

Halldór Jónsson, 2.1.2020 kl. 22:50

8 Smámynd: Hörður Þormar

Minnka greddu og rækta grænþörungasmile.

Gleðilegt ár.

Hörður Þormar, 2.1.2020 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband