Konungsfjölskylda Svíþjóðar slegin óhug vegna glæpafaraldursins í Svíþjóð

clip_image001Í árlegri jólaræðu sinni á jóladag tók Carl XVI Gustaf Svíakonungur upp ofbeldisöldu glæpagengja í Svíþjóð: Við sjáum hvernig glæpir af ýmsu tagi skapa öryggisleysi í samfélagi voru. Sprengjur og skotárásir vekja óhug meðal almennings - óhug einnig hjá mér og fjölskyldu minni.”

Síðar í ræðunni sagði konungur: Ég vil einnig tala um börn og unglinga Svíþjóðar og alla þá sem starfa með þeim. Ég er fullviss um að sérhver manneskja þarf að sjást. Verður ekki af því, þá bregst viðkomandi ef til vill við því með því að gera allt sem hægt er til að sjást í staðinn. Það er eins og Hjalmar Söderberg kemst að orði í Doktor Glas: ´Maðurinn vill vera elskaður, í skorti á ást fá aðdáun, í skorti á aðdáun geta vakið hræðslu, í skorti á hræðslu geta vera hataður og fyrirlitinn. Maðurinn vill gefa manneskunni einhvers konar tilfinningar. Sálinni hryllir við tómarúminu.´

Einmitt þess vegna er það svo þýðingarmikið að þeir séu til sem vinna að því að byggja yfir ´tómarúmið´. Ég hugsa til allra ykkar kennara og æskulýðsleiðtoga sem hjálpið börnum og unglingum að finna sér stað í tilverunni - að trúa á sjálfan sig og hæfileika sína. Störf ykkar eru afgerandi fyrir framtíð Svíþjóðar.”

Konungur þakkaði lögreglunni, tollinum, embættismönnum réttarfarskerfisins og hermönnum fyrir störf þeirra ásamt öllum þeim sem vinna yfir jólin: Þetta fólk vinnur hart til að tryggja líf og öryggi annarra. Skyldurækni þeirra er ómetanlegur sjóður fyrir vort land.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá hátigninni Svíakonungi.

Gleðileg jól, kæri Gústaf, og þakkir fyrir pistlana þína.

Jón Valur Jensson, 27.12.2019 kl. 02:00

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sömuleiðis kæri Jón, þakka þér sérdeilis góða, málefnalega frammistöðu og þá sérstaklega fyrir hönd kristinna sem eru undir stöðugum ofsóknum um allan heim. Í Svíþjóð hefur meðlimum sænsku kirkjunnar fækkað um tæpa milljón manns á síðustu tíu árum úr 6.751.952 í 5.899.242 meðlimi. Frá aldamótum hefur 104 kirkjum verið lokað og hættar guðsþjónustu, sumum hefur verið breytt í múslímskar moskur, öðrum í söfn og skóla en múslímir kaupa kirkjur um alla Evrópu til að breyta í moskur. Í Frakklandi eru svipað margir virkir múslímir á aldrinum og rómersk-kaþólskir á aldrinum 18-29 ára.

Gústaf Adolf Skúlason, 27.12.2019 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband