Frásögn lögreglumanns í Malmö
18.11.2019 | 01:51
Fyrir þá sem vilja fá smá innsýn í sænska ofbeldið...úrdráttur úr bréfi lögreglumanns í Malmö á facebook:
"Ég ligg í rúminu, þegar ég skrifa þetta. Þrátt fyrir að hafa verið vakandi í sólarhring og unnið í 16 tíma er ómögulegt að hvílast. Í starfi þar sem maður verður sérfræðingur í að loka fyrir eða hættir. Í starfi þar sem harmleikurinn er skilinn eftir í þröngum fataskápnum, þegar farið er úr vinnufötunum. Í starfi þar sem maður verður sérfræðingur í að sofna eftir pöntun til að komast hjá því að verða útbrenndur.
Síðasta sólarhringinn hef ég og nánustu vinnufélagar mínir m.a. reynt að bjarga lífi barns sem var skotið til dauða. Þegar vonin slokknaði hófst leitin að finna út hver það var sem var fyrir framan okkur. Hvað barnið heitir sem liggur með slöngur í hálsinn, blóð í andlitinu og skotgöt í líkamanum. Eftir þó nokkra vinnu vitum við hver hann er. Eða réttara sagt hver hann var. Á sama augnabliki og við vitum deili á barninu fá allir viðstaddir kökk í hálsinn. Það þýðir nefnilega að við, sem mörg eigum börn sjálf, þurfum að koma skilaboðum til óttasleginnar fjölskyldu sem nær ekki sambandi við barnið sitt.
Síðasta sólarhring höfum við líka fengist við illa særðan félaga barnsins sem tekið var af lífi. Hann fékk líka margar kúlur í kroppinn. Við höfum haft samband við fjölskydu hans og vini og séð um blóðuga muni hans.
Síðasta sólarhring höfum við líka keyrt beint að nýlega sprunginni sprengju og settum okkar í lífshættu með því að ganga allt of nærri staðnum til að reka burtu fólk sem skammaði okkur fyrir að mega ekki ná í bílinn sinn á bílastæðinu. Við sáum um ungt par sem var augnablik frá því að slasast alvarlega eða týna lífinu vegna sprengjunnar. Við reyndum að útskýra fyrir þeim fyrir utan heimili þeirra, að þau eru væru samt sem áður örugg.
Við höfum einnig bjargað lífi konu sem ráðist var á á hryllilegan hátt og næstum drepin.... við sáum það sem var eftir, þegar líkaminn var alveg að gefast upp. Við fundum út hver gæti verið árásarmaðurinn og handtókum hann áður en blóð konunnar þornaði á fötum okkar...
Síðasta árið hef ég og félagar mínir fengist við mörg morð, sprengjur og slys. Við höfum elt grunaða hryðjuverkamenn, vopnaða morðingja og geðveikissjúklinga. Við vorum með þegar kær vinur og vinnufélagi dó í örmum okkar eftir umferðaslys. Við höfum grátið og séð fólk gráta. Við höfum fórnað öllu fyrir samfélagið.
Eftir nokkra tíma fer ég aftur í vinnuna. Vonandi eftir nokkurra tíma svefn. Ég fer í að hluta til blóðug vinnufötin og keyri aftur út. Í starf þar sem harmleikur er hversdagsbrauð. Í starf þar sem skrifstofa okkar er myrkasta herbergi mannlífsins. Í starf sem sér um líkamsleifar barns. Í starf þar sem manni er ógnað með hótunum og ofbeldi fyrir að verja samfélagið en fær engar skaðabætur vegna þess að samfélagið telur rétt að við þolum það. Í starfi þar sem samfélagið lætur okkur fá 26 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir skatt."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:11 | Facebook
Athugasemdir
Hverjir voru gerendur í þessum hræðilegum málum??
Sigurður I B Guðmundsson, 18.11.2019 kl. 11:55
Innflytjendur?
Halldór Jónsson, 18.11.2019 kl. 14:47
Sælir og takk fyrir innlit og spurningar. Barnið sem um ræðir og var myrt er 15 ára drengur Jafar Mohammad Ibrahim og vinur hans. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn fyrir verknaðinn en myndir úr myndavélum sem lögreglan hefur sleppt sýnir tvo grímuklædda menn hjóla hratt í burtu frá árásarstaðnum og lögreglan leitar eftir þeim. Lögreglan telur að um sé að ræða valdabaráttu um eiturlyfjamarkaðinn á Möllevångstorginu. Rétt áður en Jafar var myrtur sprakk sprengja á öðrum stað í Malmö sem lögreglumaðurinn lýsir.
Lögreglan leysir aðeins 10% sprengjuárása og hefur einungis tekist að upplýsa 6 af 38 glæpagengjamorðum í Malmö undanfarin ár. Lögreglan í Malmö hefur nú fengið liðsstyrk frá allri Svíþjóð til að vinna hraðar og betur gegn því óhugnalega ofbeldi sem breiðir úr sér í Malmö. Það þýðir að lögreglan á öðrum stöðum í Svíþjóð hefur minni mannskap til að bregðast við sprengjum og skotbardögum á öðrum stöðum á meðan. (Sumir eru farnir að tala um að það þurfi að loka Malmö af og senda herinn inn til að uppræta glæpagengin).
Nýleg dæmi um ofbeldi í Malmö:
11. nóv. s.l. Skotið með hríðskotabyssu í suðurhluta Malmö. Unglingsdrengur særist.
9. nóv. Tveir unglingsdrengir skotnir á Mölleveginum. Jaffar 15 ára deyr.
9. nóv. Öflug sprenging (heyrist í allri Malmö) á Edward Lindahlsgatan Hesthagen. A.m.k. einn bíll sprengdur í tætlur. Stigagangur fjölbýlishús stórskaðaður.
1. nóv. Sprengja sprengd við fjölbýlishús á Agnesfridsveginum í Almgården.
1. nóv. Sprengt við fjölbýlishús á Drottningartorginu.
31. okt. 28 ára gamall maður drepinn í skotárás með hríðskotabyssu í Högaholm.
Og svo framvegis....
Þjóðhagfræðingurinn Tino Sanandaji hefur rannsakað tengsl ofbeldisverka við stóraukinn straum innflytjenda og fullyrðir að 80-90% gerenda hafi innflytjendabakgrunn, annað hvort fæddir erlendis eða önnur kynslóð innflytjenda til Svíþjóðar. Sést skýrt t.d. í naugðunarmálum. Miskunnarlaust er byrjað að skrúfa fyrir umræður á Internet um þessa tengingu og sumir miðlar sem ég hef stundum lesið eru allt í einu horfnir.
Ég held að þróunin sé komin fram yfir point of no return og það eigi eftir að verða framin hræðileg hryðjuverk hér. Batnar heldur ekki þegar tengsl ráðandi stjórnarflokks Sósíaldemókrata samdi fyrir mörgum árum við aðila tengdum múslímska bræðralaginu um að tryggja íslamistum aðgang að völdum í Svíþjóð gegnum flokkinn. Bendir til samstarfs sem m.a. hefur leitt til fjárhagsstuðnings yfirvalda beint til íslamskra öfgahyggjumanna hérlendis og t.d. að láta sex æðstupresta lausa nýlega úr fangelsi, þrátt fyrir handtöku leynilögreglunnar á þeim og skilgreiningu sem hættulega einstaklinga fyrir öryggi ríkisins. Skv. WHO er Svíþjóð með langmestan fjölda byssumorða miðað við 100 þús karlmanna á aldrinum 15-29 ár í allri Evrópu, - tala sem því miður hækkar.
Það er ekkert erfitt að svitna í Svíþjóð.
Gústaf Adolf Skúlason, 18.11.2019 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.