25 milljón króna halelúja um ESB

Ég átti grein í Mbl. 1. nóvember s.l. "Afturganga vinstristjórnarinnar" um 300 síðna doðrant sem kallaður hefur verið "EES-skýrslan". 25 milljón kr frá skattgreiðendum hefur verið hent í kerfislögfræðinga til að skrifa hilluvermara sem aðrir lögfræðingar fá greitt fyrir að lesa. Skärmavbild 2019-11-11 kl. 20.17.26 Þessi s.k. "EES-skýrsla" er svar sjálfstæðismanna í samvinnu við Samfylkingu, Viðreisn og aðra umsækjendur/stuðningsaðila ESB-aðildar Íslands við ósk Alþingis um að taka saman yfirlit yfir kosti og galla EES-samningsins.

Í viðtali við Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins, í Mbl. 3. okt. lýsir Ólafur skýrslunni sem "gagnrýnislausu varnarriti" fyrir EES-samninginn. Ólafur Ísleifsson telur að álitamál sé hvort skýrslubeiðni Alþingis hafi í raun verið fullnægt með þessari skýrslu.

Full ástæða er til að taka undir þessi orð. Hugmyndir skýrsluhöfunda eru að komið verði á sambærilegu stjórnarkerfi á Íslandi og gildir hjá aðildarríkjum ESB. 

Nýlega lagði Flokkur fólksins fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórn Íslands að afturkalla ESB-umsóknina. Er það vel að áréttað verði formlega að Ísland hefur ekki stöðu "umsóknarríkis" eins og ESB-sinnar túlka málið. Í viðureign við ESB er það alkunnugt, að þegar menn telja sig vera búnir að gera samkomulag, þá kemur ESB eftirá með ný atriði og túlkun þvert á gildandi samkomulag. Útganga Breta sannar klækjabrögð ESB sem eru í hrópandi andstöðu við frjálsa samninga. Full þörf er því bæði á aukabelti og axlaböndum til að missa ekki allt niður um sig í viðureigninni við ESB. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins deila hér saman hagsmunum fullveldisins sem aðrir flokkar svíkja.

Sjálfstæðisflokkurinn mun eflaust eins og hinir ESB-flokkarnir (Samfylking, Viðreisn, Vinstri grænir og Píratar) finna leið til að stöðva tillögu Flokks fólksins um formlega frelsun Íslands úr klóm ESB.

Roðið á Brusselspýtunni er meira virði fyrir ESB-flokkana en lýðveldið Ísland.

Linkur á pdf: Afturganga vinstristjórnarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allt  vel hér og réttilega mælt hjá þér, Gústaf, eins og þín var von og vísa. smile

Jón Valur Jensson, 11.11.2019 kl. 19:43

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Jón, gott að vera samferðamaður þinn og annarra fullveldissinna. Okkur bíður ærið verkefni að verja fullveldið okkar.

Gústaf Adolf Skúlason, 11.11.2019 kl. 19:45

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Gústaf. Ég tek heils hugar undir orð Jóns Vals hér að framan.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.11.2019 kl. 10:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allt saman hverju orði sannara hjá þér í þessari grein Gústaf.  Þessi skýrsla samræmist engan veginn því sem kallað var eftir varðandi það sem "átti" að fjalla um í henni.  Ég fæ ekki betur séð en að nú verði næst á dagskrá að berjast fyrir uppsögn EES samningsins.  Kostnaðurinn við hann er muuun meiri en hagurinn af honum (það er óumdeilt)......

Jóhann Elíasson, 12.11.2019 kl. 10:40

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Tómas og Jóhann fyrir góð orð og stuðning við málstaðinn. Stöndum saman í fullveldisbaráttunni.

Gústaf Adolf Skúlason, 12.11.2019 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband