Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sækir fram

Unknown-2Frábært að hlýða á ræðu formanns Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksráðsfundi Miðflokksins í gær. Sigmundur var í essinu og fór yfir stöðu stjórnmálanna á Íslandi og víðar í dag. Nýhafin sókn Miðflokksins með auglýsingum eftir reynslusögum er aðferðafræði sem aðrir geta lært af. Með því fær flokkurinn beint frá notendum/þolendum kerfisins hvar skórinn kreppir að og getur þannig sýngert vandamálin og lagt upp heildarlausn vandans. Enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur sýnt dug og þor eins og Miðflokkurinn að standa á grundvelli fullveldisins og með góðar rætur til ALLRA landsmanna hefur Miðflokkurinn gott fararnesti til frambúðar í farsælli vegferð flokksins landsmönnum til heilla.

Miðflokkurinn axlar mál sem aðrir flokkar hafa svikið: Báknið burt, lægri skattar, betri rekstrarskilyrði fyrir smáfyrirtæki, betri nýtingu skattakróna í skilvirkari kerfi sem þjónustar landsmenn í staðinn fyrir að mata sjálfvalda gæðinga. Sameinast þjóðin á þessum grundvelli verður stórt framfaraskref stigið í þróun Íslands.  Kerfið er ofvaxið og stendur þróuninni fyrir þrifum. Kerfis"sérfræðingar" útiloka kjósendur frá eðlilegri aðkomu að umræðu og skoðanaskiptum og því þarf að skera upp herör og hreinsa til í kerfinu og færa það aftur til upprunahlutverksins að þjónusta landsmönnum.

Það blása sérdeilis frískir vindar frá Miðflokknum.

Ég óska flokknum til hamingju með góðan ásetning og skynsamlega stjórnmálastefnu sem lýsir eins og skær stjarna á náttsvörtum himni kerfisræðisins í dag.

 


mbl.is Segir lýðræðið hætt að virka sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Engin furða að fyrrverandi forseti,Ólafur Ragnar Grímsson hafi treyst honum best í forsætisráðherrastólinn (2013?),hann Sigmund Davíð,hann hefur gáfurnar,getuna og einlæga ættjarðarást til að takast á við kerfið og báknið,sem er Í óða önn að sölsa allt sem við lifum á undir samband sem við kusum aldrei yfir okkur.--- Þakka fyrir að upplýsa um björtustu von okkar Íslandsvina.

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2019 kl. 21:45

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, Sigmundur Davíð minnir á annan Davíð í sköruleik leiðtoga, hann er drengur góður og svíkur hvorki málefni né vini. Hann er slípaður í baráttu gegn innlendum sem erlendum fjármálaskúrkum og þótt vöðvaaflsmunur sé stór gegn honum þá gengur Sigumundur Davíð sigrandi af hólmi.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.11.2019 kl. 22:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann mun flá allt fylgið af sjálfstæðisflokknum. Þarf enga hjálp við það reyndar því sjálfstæðisflokkurinn framdi sjálfsmorð í beinni. Verður í framtíðinn bara lítill og vegvilltur krataflokkur með glóbalistablæti. Getum þakkað steingervingnum Bjarna og Birni Bjarna það.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2019 kl. 02:28

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Reyndar mun ég aldrei aftur kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en með Gunnar Braga Kænugarðskappa í aðstoðarflugmanns sæti Miðflokksins, þá sýnist mér feigðin glotta við tönn.

Jónatan Karlsson, 11.11.2019 kl. 07:04

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Tek undir orðin um sjálfsmorð Sjálfstæðisflokksins í beinni, tímasóun að reyna að hrista líf í líkið....Miðflokkurinn hefur bein tengsl við smáfyrirtækjarekendur eins og bændur m.fl. með fæturnar á jörðinni...það tryggir kjölfestu flokksins...verður spennandi að fylgjast með vexti og vegferð flokksins...

Gústaf Adolf Skúlason, 11.11.2019 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband