Einungis Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vinna gegn þjóðarsvikum ESB-flokkanna

UnknownRíkisstjórnarflokkarnir svíkja þjóðina í orkumálum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið en er nú orðinn að framkvæmdavaldi ESB á Íslandi. Keyrt er yfir samþykkta stefnu flokksins á landsfundum. Lýðræðið fótum troðið af einræðisstjórn flokkseigendafélagsins.

Kjósendur flokksins treystu flokknum fyrir fjöreggi þjóðarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú í hendur stórrveldis ESB. Sjálfstæðisflokkurinn er ásamt Samfylkingunni og Viðreisn talsmenn Evrópusambandsins og höggva stórt skarð í fullveldið til að gera Ísland að nýlendu ESB.

Framsóknarflokkurinn lofaði að standa vörð um hagsmuni bænda og halda uppi fæðuöryggi þjóðarinnar. Í staðinn sendir flokkurinn íslenska bændur í örbirgð þegar þeim er gert að keppa við ríkisstyrktan landbúnað Evrópusambandsins. Það er ójafn leikur og útrýming bændastéttarinnar þegar hafin með innleiðingu landbúnaðarreglna ESB.

VinstriGrænir eru á mála stórfyrirtækja og alþjóðasósíalismans hjá ESB og Sameinuðu Þjóðunum. Vinna beint að nýlenduvæðingu Íslands með ESB-flokkunum.

Einungis Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa andmælt afnámi stjórnarskrárinnar fyrir flutning yfrráðavalds á orku Íslands til Brussel. Einungis þessir tveir flokkar standa á grundvelli þess eiðs sem þingmenn þeirra hafa svarið að standa vörð um stjórnarskrána og ber að þakka fyrir það.

Miðflokksmönnum skulu sérstakar þakkir færðar fyrir drengilega frammistöðu. Orkupakki 3 í útfærslu ESB er ómögulegt að ræða á grundvelli útfærslunnar, þar sem heildarmyndin er útilokuð frá umræðunni. Þar hefur ríkisstjórninni tekist vel að svindla orkuna úr höndum landsmanna með útilokun á umræðu og gagnrýni á ESB. 

Næsti leikur er þjóðarinnar. Þingkosningar koma. Fyrsta raunverulega ESB-ríkisstjórnin á Íslandi og flokkar hennar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir munu þá hljóta makleg málagjöld.


mbl.is Umræðum um þriðja orkupakkann lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki lengur alveg á hreinu hverjir eru ESB-flokkar.  Ég get ekki betur séð en að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkurinn, VG og Píratar, séu ekkert annað en ESB-flokkar.........

Jóhann Elíasson, 30.8.2019 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband