Niðurrifsreisn formanns Sjálfstæðisflokksins
22.8.2019 | 03:46
Enn á ný er Bjarni Benediktsson í andstöðu við þjóð sína en segist gera það sem er þjóðinni fyrir bestu. Þegar hann var inntur eftir Icesavepakkanum sem hann lagði til og þjóðin felldi sagði hann: "Þetta er besta lausnin fyrir þjóðina". Við vitum öll að svo var ekki enda átti þá að flytja lögsögu Íslands erlendis sem þjóðin gat sem betur fer stöðvað.
Enn á ný ætlar Bjarni Benediktsson að flytja löggjafarvald erlendis og enn á ný segir hann að það sé það besta fyrir þjóðina. Líkt innbrotsþjófi sem staðinn er að verki og segir "Nei ég er ekki að stela neinu" endurtekur Bjarni Benediktsson og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í sífellu sama nálsporið á plötunni: "Nei, við erum ekki að afsala neinu fullveldi núna". Allir skilja að ef það væri satt, þá væri hægt að henda ályktuninni um "afnám stjórnskrárbundinna fyrirvara" í ruslatunnuna þar sem hún á heima.
Orkupakkasinnar eru mótsagnakenndir í málflutningi sínum:
"Mjög mikilvægt að ræða málin" - "Málið er fullrætt"
"Málið skiptir engu máli" - "Ef við segjum nei er EES-samningurinn í uppnámi"
"Okkur liggur ekkert á" - "Málið verður afgreitt 2. september"
"Mikilvægt að framfylgja ályktunum Landsfundar" - "Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekari framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins"
Þingflokkur xD er eina bakland formannsins eins og hann margræddi í Kastljósi gærdagsins. Þjóðin skiptir ekki máli núna frekar en í Icesave. Bjarni Benediktsson fer með haldlaust fleipur þegar hann segir að ákveðið hafi verið fyrir 25 árum síðan að setja orkumálin í EES samninginn. Þá fannst ekkert Orkubandalag ESB sem síðar var komið á fót til að steypa allri orkuöflun og orkusölu undir eina miðstjórn að hætti gömlu ráðstjórnarríkjanna. Ísland undirgengst þá miðstjórn með orkupakka 3.
Ganga orkupakkasinnar með banana í eyrum og bindil fyrir augum?
Hafa þeir frétt af því að Bretar eru að yfirgefa ESB?
Það besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að Bjarni & Co gangi í mömmu Viðreisn þar sem þeir eiga heima, því þar má ekki anda á ESB. Það besta fyrir þjóðina er að BBen og liðsmönnum hans verði framvegis meinaður aðgangur að Alþingi. Þeir eru búnir að sýna hversu mikið þeim er annt um eigin hag og hversu lítið þeir unna þjóðinni. Þá fá heiðarlegir Sjálfstæðismenn að vinna í friði að landsmálum Íslands.
Málið fullskoðað og fullrætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Athugasemdir
Ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem standa undir nafninu Kvislingur. Bjarni er einn þeirra.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2019 kl. 09:46
Hefði aldrei trúað því að Bjarni þjáðist
af slíku dómgreindarleysi. Hann mun ekki ná að grenja
sig innðá þing aftur. Hans dagar sem pólitíkus eru
taldir. Þvílíkt harakiri.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.8.2019 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.