Steingrímur sveiflar ESB-sverði yfir fulltrúum fullveldisins – hvenær fellur höggið?

steingrSvikari landsmanna í Icesave, maðurinn sem vildi láta þjóðina borga skuldir óreiðumanna, maðurinn sem reyndi að hlekkja landsmenn og komandi kynslóðir Íslendinga í örbirgð og fátækt, tilkynnti Miðflokksmönnum í morgun að ef þeir hættu ekki umræðu um orkupakka 3, myndi hann beita valdi sínu sem forseti Alþingis og "leiða í ljós þingviljann". 

Í beinum orðum þýðir það að meirihluti Alþingis mun nota forseta þingsins til að stöðva umræður um orkupakka 3 og samþykkja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um afléttingu fyrirvara um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Slík stöðvun umræðna er trúlega einstök í sögu Alþingis en samtímis létt verk fyrir forseta Alþingis að íklæðast hlutverki böðulsins sem heggur niður lýðræðið.

Allt ferlið með pakkann er ógeðfellt baktjaldamakk, þar sem þvinga á fram gróðasjónarmiðum fárra á kostnað heildarinnar. Landsmenn verða látnir greiða niður skítuga orku Þýzkalands með hærra raforkuverði á Íslandi. Meirihluti þingmanna hótar að eyðileggja viðskiptamöguleika Íslands við aðildarríki ESB nema að orka landsins verði afhent í sameiginlegt orkubú ESB. 

Gríman fellur – einnig á Íslandi. Þingmenn fullveldisins börðust hetjulega en Alþingi er glatað.

Far í friði vort sómakæra lýðræði.


mbl.is Met slegið í orkupakkaumræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er náttúrulega stórmerkilegt að þessi maður skuli vera forseti alþingis í boði Bjarna Ben, þar með veit ég að herðatréð og villurávarann Bjarna á ég ekki að kjósa til setu á Alþingi.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.5.2019 kl. 08:31

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Hrólfur, hjartanlega sammála, það er meira en blaut tuska framan í þjóðina að stærsta handbendi bankaræningja í Icesave var verðlaunaður með æðsta embætti Alþingis. Kannski meðvitað gert til að méla fullveldi Íslands undir hæla ESB með aðstoð hans. 

Gústaf Adolf Skúlason, 25.5.2019 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband