Allt gert til að þóknast ESB-guðinum
24.5.2019 | 06:25
Í nýlegu viðtali við CNN sagði Jean-Claude Juncker að fólk teldi ESB vera Guð friðarins þar sem engar styrjaldir væru í álfunni burtséð frá Úkraínu. (Úkraína reiknast ekki með þar sem landið er ekki í ESB). Segir Juncker það mistök að ESB hafi ekki gripið inn í Brexit umræðurnar í Bretlandi, því Bretar á leið út úr sambandinu munu nú senda þingmenn á ESB-þingið og gagnrýna ESB á þeim vettvangi. Harmar Juncker að farið sé að lögum, þegar menn vilja ekki lengur krjúpa fyrir ESB-guðinum. Kallar Junckers gagnrýnendur ESB "hálfvita þjóðernissinna" því þeir elska löndin sín.
Á litla Íslandi berjast þingmenn þjóðarinnar hetjulegri baráttu gegn hræsni og valdboði meirihluta þingmanna sem ekki sjá sólina fyrir ESB-guðinum og keisara Juncker. Færustu ESB-trúboðar Alþingis ásaka þingmenn fullveldisins fyrir að vera í slagtogi með Hitler sem er mestur allra hálfvita þjóðernissinna.
Ekki virðist lengur hægt að ræða um EES/ESB á málefnalegum grundvelli ESB-trúin helríður öllu. Trúboðar ESB-guðsins þurfa engin lög, þingsályktun dugir. Með eða á móti ESB/EES kemur í stað samningsbundinna lagalegra leiða. Lagalegir fyrirvarar orkupakkans finnast ekki.
Vonum bara að þúsund ára lýðræðishefð á Íslandi og fullveldi standist þessar nýju trúarárásir.
Stöndum þétt að baki þingmönnum fullveldisins.
Enginn bilbugur á Ólafi og félögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.