Myrkrarverkin fá dagsljósið - lýðræðið fær myrkrið
23.5.2019 | 04:51
ESB-þingmenn Alþingis ýta lýðræðinu útí nóttina, þegar flestir sofa og vonast með því að röksemdir andstæðinga orkupakka 3 nái ekki eyrum landsmanna. Fáir Íslendingur vilja afhenda yfirráðin yfir orku landsins til Brussel þar sem kommissjónerar stjórna lögstýrðum markaði að hætti Þjóðverja.
Blaðran um fjór"frelsið" er sprungin framan í andlit íbúa aðildarríkja ESB, þar sem frjáls för íslamskra vígamanna og alþjóðlegra glæpasamtaka taka daglega líf og eigur meðborgaranna. Í Svíþjóð má tollurinn ekki einu sinni stöðva glæpamenn við flutning á þýfi úr landi, því ekki má hindra frjálsa för glæpamannanna. Því miður er ástandið ekkert betra í mörgum öðrum löndum ESB.
Margir sem segjast vilja frjálsa verzlun hylla "frjálsan" orkumarkað ESB. Orkumarkaður The Energy Union eða Orkusambands ESB er dæmigerður, sósíalískur útjöfnunarmarkaður. Þýzkaland græðir mest. Hinn s.k. "frjálsi" en niðurnjörfaði reglugerðarmarkaður orkunnar hækkar verð hreinnar, ódýrrar orku og lækkar verð dýrrar óhreinnar orku. Með því að eyðileggja samkeppnisstöðu annarra ríkja t.d. Norðurlanda tekst Þjóðverjum að selja skítugt rafmagn á samkeppnisbæru verði á lögstýrðum markaði. Eiga þeir eitt af þremur einokunarfyrirtækjum á sænska orkumarkaðinum.
Þingmönnum lýðræðisins á Alþingi skulu færðar þakkir fyrir að standa næturvaktina og vernda kyndil lýðræðisins. ESB-þingmenn geta hins vegar talið mínúturnar að næstu kosningum, þegar kjósendur henda þeim út af þingi.
Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:53 | Facebook
Athugasemdir
Flott flug á þér, félagi, og nýr fróðleikur að gagni í kaupbæti.
Jón Valur Jensson, 23.5.2019 kl. 06:15
Fyrirsögn þín minnir mig á orð Jesaja spámanns sem uppi var fyrir um 2700 árum, en hann segir:
Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.5.2019 kl. 10:17
Takk fyrir góð orð Jón og Tómas. Jesaja mælir réttilega og hefur haft mjög góða sjón að geta séð alla leið til Íslands og ársins 2019.
Gústaf Adolf Skúlason, 23.5.2019 kl. 10:38
Við sjáum spádóma Biblíunnar rætast hvern af öðrum nú á okkar dögum, hraðar en nokkru sinni fyrr.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.5.2019 kl. 11:38
Góður þistill þessir menn sem berjast við ESB sinna eiga heiður skilinn og meir en það.eins og Tómas segir það er einhvað að þessu mannkyni.
Það e sagt að samfara Grand sólar minimum fari allt úr skorðum. Stríð eitt en verðum við ekki að búð okkur undir það. Vilji Íslam Ísland þá tekur hann það á einum degi enda verður RÚV fyrsti áfangi en þá ná þeir sömu stjórn á landinu og RÚV hefir.
Kannski er þetta vitleysa en Íslam hefur heilan her á Íslandi og vopnin verða aðgengileg í gámum hjá Eimskip á réttum tíma. Þessir kallar eru búnir að læra á vakta kerfið Eimskip og einn gámur með staðsetningarsendi verður lítið mál,
Valdimar Samúelsson, 23.5.2019 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.