Þingmenn stjórnarskrárinnar standa næturvaktina
21.5.2019 | 07:54
Þjóðinni ber að þakka þeim þingmönnum sem standa næturvaktina gegn átroðslu ríkisstjórnarinnar sem gerir tilraun til að svína orkupakka 3 gegnum þingið. Refsar ríkisstjórnin öllum þingmönnum sem vilja ræða málið með því að þvinga næturfundi á Alþingi. Þetta er þreytunartaktík sem á að lama okkar fólk á þingi til uppgjafar.
En ríkisstjórnin og ESB-leppar annarra stjórnmálaflokka misreikna sig. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins standa á grundvelli harðgerðrar íslenskrar náttúru sem gefur sig ekkert frekar en eldjöllin Hekla og Katla. Með stjórnarskrá lýðveldisins að bakhjarli eru þeim allir vegir færir nema að ríkisstjórn sósílismans komi á neyðarlögum og banni lýðræði á Alþingi. Slíkt ætti að vera langsótt (en er ekki óhugsandi), því þjóðin yrði þá líkleg til að yggla sig og hrekja ESB-fulltrúana út af þingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gerir allt til að verða arftaki hinnar einu sönnu vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ímynd Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem tákn stöðuleika frá tíma fyrir stofnun lýðveldisins 1944 hefur verið fargað og enginn veit hvort þeim tveimur takist nokkru sinni framar að ná traustinu til baka.
Á meðan berjast þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksmenn fyrir hagsmunum lýðveldisins. Heill sé þeim, þjóðin styðji slíka menn og konur til baráttu fyrir landið okkar og fullveldi Íslands.
Þingfundi slitið á sjötta tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Athugasemdir
Já, heill sé þeim, glæsileg barátta sem ber í sér von um sigur þrautseigjunnar og fulls trúnaðar við hag og rétt þjóðarinnar, sem þarf ekkert á þessum fráleitu ESB-tilskipunum að halda!
Og þökk sé þér, Gústaf vinur.
Jón Valur Jensson, 22.5.2019 kl. 03:54
Hér er beinn tengill á vefsíðu Alþingis þar sem allt er í fullum gangi í nótt: https://www.althingi.is/ (gluggi þar hægra megin eða neðar; hægt að stækka skjámyndina), en einnig "í beinni" á sjónvarpsrás Alþingis.
Jón Valur Jensson, 22.5.2019 kl. 04:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.