Utanríkisráðherra má líkt lærisveini Leníns skamma landsmenn fyrir að hafa ekki lesið eitthvað af öllum trilljónum orðum í lagaræputexta ESB sem hann síbyljar um hversu gæfulegur sé fyrir landsmenn. Sjálfur getur hann ekki tileinkað sér fáeinar línur í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Heimildarmennirnir sem Guðlaugur Þór Þórðarson hefur borið fyrir sér til að réttlæta fordæmalausa afhendingu fullveldisins til erlends ríkjasambands segja samt aðra sögu en ráðherrann reynir að troða ofaní landsmenn:
"Stefán benti á að hin lögfræðilega leið væri að vísa málinu aftur til EES-nefndarinnar og sé sú leið sem EES-samningurinn geri ráð fyrir að sé farin" (mbl. 6.maí 2019).
Utanríkisráðherrann gerði best í því að segja af sér eftir öll ósannindin sem hann hefur matreitt ofaní þjóðina að undanförnu. Þjóðin á að senda hann og pakkamenn í ævarandi skammarkrók en gefa þeim samtímis möguleika á fræðinámi í átthagaást.
Byrja má á sögunni um Sigríði í Brattholti sem hótaði að henda sér í Gullfoss þegar fyrsta skóflustungan vegna virkjunarframkvæmda útlendinga yrði tekin. Orkupakkamenn gætu þá reynt að að skilja, þótt ekki væri nema örlítið brot af því, hvers vegna Sigríður naut svo mikillar aðdáunar almennings fyrir að vilja verja fullveldi fossins með lífi sínu.
Lögfræðilega rétt að hafna innleiðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein Gústaf. Þetta er ömurlegt ástand þegar ríkistjórnir geta ekki verið samstíga þegnum í landinu.
Valdimar Samúelsson, 7.5.2019 kl. 13:05
Kjósendur ætlast til þess að kjörnir fulltrúar lesi þessi gögn sjálfir, til þess eru þeir. Hlutverk kjósendanna er svo að sinna "sínum leista" og borga fulltrúunum launin sín.
Kolbrún Hilmars, 7.5.2019 kl. 13:25
Sæl og þakkir fyrir innlit og góð orð, Styrmir Gunnarsson spyr í dag hvort um vísvitandi blekkingar tveggja ráðuneyta sé að ræða - fake news - að vera að eyða kröftum í að breiða út um allt "að ALLIR fræðimenn segi að innleiðing 3. orkupakkans stangist ekki á við stjórnarskrána"..Pakkafólkið er á svo mikilli hraðferð að það heyrir ekki né sér lengur...slík vegferð endar útí skurði.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.5.2019 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.