Fjallkona Íslands

fjallkonanVigdís Hauksdóttir meinar það sem hún segir. Hún gerir það sem hún meinar. Eins og bestu fjallkonur.

Það var heillaspor fyrir Reykvíkinga að fá Vigdísi Hauksdóttir í borgarmálin. Svínarí Samfylkingarinnar sem keyrt hefur fjármál borgarinnar í botn og lifað glys- og glamúrlífi á svita og tárum borgarbúa hefur fyrir löngu síðan flætt yfir öll flóamörk.

Það er til marks um kjark og dug, að GERA EITTHVAÐ í málunum. Hingað til hefur litlu sem engu verið hreyft - aðeins talað.

En þegar Vigdís Hauksdóttir kom inn á sviðið gerast hlutirnir, pálmatrén fjúka, braggagullið kemst upp á yfirborðið og höfuðpaurinn Dagur B. Eggertsson reynir að fela síg í sífellt minnkandi sjálfsskugga til að myrka glæpaverkin.

Þrátt fyrir að kærufrestur sé fyrir löngu útrunninn er rétt að reyna á þessa leið fyrst áður en áfram er haldið.

Borgarmálin eru í þvílíku uppnámi að það eina sem getur hreinsað burtu óloftið eru nýjar sveitastjórnarkosningar í Reykjavík. Gjarnan undir opinberu eftirlit.


mbl.is Vigdís kærir borgarstjórnarkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hresssilegt orðalag og eitthvað sem við Vigdís frænka mín kunnum að meta: Svínarí Samfylkingarinnar sem hefur fyrir löngu flætt yfir öll flóamörk; -- við þekkjum þessa myndlíkingu, erum bæði af Flóakyninu og þekkjandi hvernig allur Flóinn var yfirflæddur af stóránum nema helzt bæjarstæðin sem var tyllt á hæðir og hálsa, svo að allt færi ekki á kaf og skepnur og menn færust.

En mikið verður Nóaflóð vinstrimennsku heimsins áður en yfir lýkur.

Jón Valur Jensson, 14.2.2019 kl. 23:13

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, þakka þér fallegu orðin, ekki leiðum að líkjast að vera af Flóakyni. Ég átti því láni að fagna sem unglingur að vera nokkur sumur í flóanum ekki langt fyrir sunnan Vigdísi. Ferskt loftið í Flóanum. 

Þakka þér fyrir ódrepandi baráttu fyrir lífum ófæddra. 

Gústaf Adolf Skúlason, 15.2.2019 kl. 01:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vel og drengilega mælt Gústaf.  Því miður held ég að Reykvíkingar kunni ekki nógu og vel að meta Vigdísi Hauksdóttur og Kolbrúnu Baldursdóttur en þær eru þeir einu borgarfulltrúar sem eitthvað "stinga á" spillingarkýlunum "meirihlutans" hjá Reykjavíkurborg....

Jóhann Elíasson, 15.2.2019 kl. 10:10

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gústaf gott innlegg og vel gert. Vigdís á allan heiður skilin. 

Valdimar Samúelsson, 15.2.2019 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband