Þrjár sprengjuárásir á sólarhring - á meðan reyna stjórnmálamenn að útiloka áhrif Svíþjóðardemókrata
11.1.2019 | 01:17
S.l. sólarhring voru þrjár sprengjuárásir á Skáni og skotbardagar milli bíla í Jönköping í Svíþjóð. Mesta mildi að enginn var drepinn.
Núna standa yfir réttarhöld gegn 6 mönnum frá Uzbekistan og Kirgistan sem voru að undirbúa slátrun Svía á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi, Mall of Scandinavian og fjölmennum gatnamótum í miðborg Stokkhólms. Sprengiefni sem lögreglan hefur tekið dugar í fleiri hryðjuverkaárásir þar sem hægt er að myrða hundruði ef ekki þúsundir saklausra borgara. Virðist bara tímaspursmál, hvenær næsta hryðjuverk verði framið.
Skotbardagar og hryllings nauðganir eru hversdagsmatur í Svíþjóð. Lögreglan segir fólki sem kvartar að tala við stjórnmálamenn. En þeir eru uppteknir við að finna leiðir til að útiloka áhrif um 20% sænskra kjósenda á þinginu eftir kosningarnar. Verið er að ræða aukakosningar 7. apríl n.k.
Rithöfundurinn Katarina Janouch lýsir skoðun sinni á sænska ástandinu:
Svíþjóð er sprengt sundur, brennt og eyðilagt, fólk er rænt á heimilum sínum, börnum er nauðgað, dýr eru pyntuð, heilsugæslan og lögreglan eru á hnjánum, eldra fólk er húsnæðislaust og sveltur EN ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER AÐ SVÍÞJÓÐARDEMÓKRATAR FÁI ENGIN ÁHRIF. Það mikilvægasta er að einangra þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins sem var kosinn af um 1, 1 milljónum kjósenda og hóf umræðuna um öll þau vandamálin sem ábyrgðarlaus innflytjendastefna hefur skapað. ÞRÁTT FYRIR AÐ HEFÐBUNDNU FLOKKARNIR HAFA ÞEGAR TEKIÐ UPP MIKIÐ AF PÓLITÍK SVÍÞJÓÐARDEMÓKRATA.....
Ef Svíþjóðardemókratar hefðu fengið að ráða einhverju, þá hefðum við kannski komist hjá hryðjuverkaárásinni á Drottningargötunni, vegna þess að Akilov hefði aldrei haft tækifæri á að fela sig í Svíþjóð og honum vísað úr landi eins og átti að gera. Þá hefðu Ebba og annað saklaust fólk lifað. Sennilega væru færri nauðganir innflytjenda með þá menningu, að konur séu einskis virði. Þá væri ekki mörgum stúlkubörnum nauðgað af fullorðnum karlmönnum. Ef til vill hefði Helga 89 ára gömul ekki verið myrt í sorpgeymslu í Norsjö af einsömum Afghana sem vantaði peninga. Við hefðum þá líka lifað hamingjusöm án bænakalla og fjölgun dýrindis moska fjármögnuð af arabískum einræðisríkjum. Við hefðum líklega borgað 49 milljarða skr. minna árlega í skatt sem að hluta til fara í að greiða fyrir hryðjuverk og hommahatur í Afríku og Miðausturlöndum. Okkur hefði verið hlíft við blæðingarlistaverkum og kamelbúum. Í staðinn hefðum við haft ráð að gefa öldruðum mat og húsnæði og síðustu æviárin í virðingu og skólarnir okkar hefðu ekki þurft að líta út eins og stríðsvöllur, þar sem kennurum er nauðgað og nemendur hnífstungnir til dauða.
Engu við þetta að bæta en spyrja má, hvort 101-elítan vilji afrita þetta fyrir Ísland?
Mögulega kosið á ný í Svíþjóð á páskadag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:06 | Facebook
Athugasemdir
101 elítan sér ekki sólina fyrir þessari framtíðarsýn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.1.2019 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.