Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Aftaka 2 .... mistókst
8.12.2018 | 21:38
Miðað við þann sora sem birst hefur eftir Klausturferðina frægu verður sú ferð og það sem þar var sagt eins og prúðbúin bænastund í samanburði. Sex þingmenn á hljóðri bæn að biðja fyrir velferð landsins - með sérstöku ljósi til kvenna, fatlaðra og samkynhneigðra.
Það er nefnilega ekki á ábyrgð þingmannanna sex, að ljótum orðum þeirra var mokað yfir þjóðina. Það var gert í leyfisleysi þeirra og án þeirrar vitundar. Þannig voru þeir ekki viljandi að særa einn eða neinn. Þeir sem gerðu það voru hatursmiðlar með bolmagn að spúa þessu yfir alþjóð og virkja erlenda miðla í leiðinni.
Þrátt fyrir fjögurra tíma upptöku fylgt af vikulangri framleiðslu fjölda starfandi blaðamanna Kvennablaðsins, DV og Stundarinnar á STÓRU áfallasprengjunni, þá tókst ekki að brjóta niður Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Margir saklausir í áfalli - en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
SDG aftaka 2 hefur gjörsamlega mistekist. Pilsfaldaflótti úr þingsölum eykur þess í stað á áru meistarans. Þrátt fyrir góðsemis- og grandvaraleysissjálfsmark þingmannanna, þá geigaði rothöggið. Sem eru álíka mistök og að Agli Skallagrímssyni fipaðist sverðlistin og hitti ekki þegar viðkomandi lá sérstaklega vel við höggi.
Panamaárásin aftaka 1 mistókst og jók á styrk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ekki tókst að binda endi á stjórnmálaferil hans þrátt fyrir áralangan undirbúning með erlendum aðilum.
Þeir sem hata lýðræðiskjörna embættismenn mest af öllu og vilja hertaka Austurvöll og jafna Alþingi við jörðu, hafa í staðinn gert Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins að dýrlingi í íslenskum stjórnmálum.
Aftökutilraunirnar eru orðnar að framleiðslu atriða í raunveruleikasápu. Síðasta máltíðin með Kristi endurmáluð með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Klausturþingmönnum.
Ekkert er nýtt undir sólinni. Hafa menn ekkert til málanna að leggja má alltaf reyna að græða á þeim frægu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Athugasemdir
Mæli með því Gústaf að þú hlustir á kastljós viðtalið við Lilju áður en þú mærir SDG sem er náttúrlega þegar orðin þjóðarskömm vegna Wintris.
Það var svo sem ekki ofan á það bætandi...en honum tókst að toppa sig.
Þjóðarskömm hreinlega.
Ívar Ottósson, 9.12.2018 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.