15% fleiri vilja BREXIT nú en þegar kosið var

imagesDraumurinn um Brexit er við góða heilsu. Svo góða að 15% fleiri vilja Brexit nú en þegar kosið var í júní fyrir tveimur árum skrifar Daily Express

Boris Johnson fv. utanríkisráðherra Bretlands segir að Bretland hljóti hlutskipti nýlendu skv. tillögum Theresu May, þar sem lögsaga Breta muni vera áfram í höndum ESB. Skiljanlegt að ekki verði við slíkt hlutskipti unað en Brexit er einmitt til að endurheimta fullveldi og sjálfstæði Bretlands.

Ný skoðanakönnun sýnir að 56% eru óánægðir með tillögur May og Nigel Farage hefur gagnrýnt tillögurnar sem hann segir að sé brunaútsala á hagsmunum Bretlands.

ESB berst með klóm og kjafti til að BREXIT misheppnist. Forráðamenn ESB skilja að sigurganga Breta hvetur önnur ríki að fylgja á eftir. Carl Bildt fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar skrifar í grein í Dagens Industri í gær að fylgjendur Brexit séu "talibanar". Það er hámark tilraunar hans til alvarlegrar umræðu um málstað þeirra sem vilja ráða sínum málum sjálfir. Hann hefur áður ásakað Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa verið undir áhrifum eiturlyfja, þegar Trump hváði við út af öllu ofbeldi í Svíþjóð.

Líkurnar á að Bretar skilji einhliða við ESB aukast með degi hverjum. Það fer ekki vel og minnir á Icesave hjá okkur Íslendingum - að láta ESB sinnað fólk sjá um samningagerð um útgöngu úr ESB. 


mbl.is „Draumurinn um Brexit að deyja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Gústaf og ég vona að Brexit nái að blómgast og þá að Trump hætti ekki við viðskiptasamningin sem hann lofaði Bretum. Kannski hann nái að koma Carl Bilt úr sæti NATO og eða hætti alveg að borga með þeim. kemur líklega í ljós í dag þ.e. held að fundurinn sé í dag. það er sorglegt hve Svíjar eru lokaðir fyrir yfirtöku múslíma þarna í Svíþjóð en einhvað verður fólk að að spyrna við þessu og bara deporta þessu fólki eins og gert er með ólöglegu flóttamennina.

Valdimar Samúelsson, 10.7.2018 kl. 10:48

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar og þakkir fyrir innlit og góð orð. Tek undir með þér hversu sorglegt ástandið er með öfgaíslamismann í Svíþjóð. Gríðarleg alda er meðal Svía sem flykkjast til Svíþjóðardemókrata sem eru með einarða afstöðu í þessum málum. Einungis tveir mánuðir í þingkosningar í Svíþjóð og verður spennandi að sjá, hvað kemur upp úr kössunum. Kær kveðja

Gústaf Adolf Skúlason, 10.7.2018 kl. 10:56

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ummæli Carl Bildts sem þú vitnar í Gústaf eru svívirðileg. Hafi Donald Trump notast við gróft orðalag þá gengur CB mun lengra með þeim orðum sem hann lét hér falla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2018 kl. 11:38

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas, já það hefur verið merkilegt að fylgjast með breytingu CB sem stjórnmálamanns en helstu rök hans í dag til stuðnings ESB eru upphrópanir að frelsiselskandi fólki sem vill ráða sér sjálft. Eys hann orðum eins og popúlistar, þjóðernissinnar og núna síðast talibanar yfir fólk sem ekki er á sama máli og hann um ESB-ríkið. Trump notaði ósköp sakleysisleg orð, þegar hann nefndi ofbeldið í Svíþjóð: "Look at what happened last night in Sweden. Sweden? Who would have believed this, Sweden!" Þessi orð Bandaríkjaforseta urðu tilefni fyrir CB að spyrja hvað Bandaríkjaforseti hefði verið að "reykja"  sem skilja má sem cannabis/hass og hvað það nú getur verið af eiturlyfjum sem eru innbyrt á þann hátt. Eftir þessa ásökun CB á hendur Bandaríkjaforseta hefur íslamskt hryðjuverk verið framið í miðbæ Stokkhólmsborgar, ofbeldi farið úr böndunum og fleiri drepnir í hverjum mánuði en nokkru sinni var hægt að láta sér detta í hug fyrir fáum árum. Varnarmálayfirvöld hefur gefið út skýrslu um hættu af íslömskum vígamönnum búsettum í Svíþjóð. Mér finnst Carl Bild hegða sér sem nokkurs konar yfirkrati, þ.e.a.s. hann vill sýna umheiminum að hann sé enn meiri blekkingameistari en kratar hafa boðið upp á.kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 10.7.2018 kl. 12:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein, Gústaf og kannski vekur hún INNLIMUNARSINNANA á Íslandi til umhugsunar......

Jóhann Elíasson, 10.7.2018 kl. 12:19

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Jóhann, margir innlimunarsinnar hafa skipt um skoðun, þegar markmið ESB-ríkisins hafa orðið þeim ljós. ESB er ekki það paradís sem lofað var og lýst í upphafi sbr. ríkjandi atvinnuleysi, efnahagskreppu, flóttamannakreppu...og allsherjar ESB-kreppukreppu. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 10.7.2018 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband