Miðflokkurinn leiðir fullveldið í peningamálunum
20.3.2018 | 15:46
Kjarna þess hugvits sem áður safnaðist innan InDefence hópsins er í dag að finna innan vébanda Miðflokksins.
Þáverandi forysta Sjálfstæðismanna bæði undir forystu Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde tóku slaginn gegn fjárglæpamönnum og lögðu fram vörn íslensku þjóðarinnar sem síðar var staðfest af EFTA dómstólnum. Án þeirra varna væri Ísland í dag verra statt en Grikkland.
Það er að sjálfsögðu hægt að ákveða að nú sé nóg komið, best að gleyma málunum og hæ, hó, nú siglum við áfram. En mistök sem ekki eru skilgreind til að koma í veg fyrir möguleika á að sömu mistök verða endurtekin, þau sömu mistök munu fyrr eða síðar verða endurtekin.
Reynsluferlið sem byggir upp haldbæra þekkingu er þannig, að stundum þurfa menn að banka höfðinu oftar en þrisvar í steininn til að skilja að hægt sé að breyta um aðferð og ná betri árangri en áður. Þessu má líkja við barn sem er að læra að hjóla á reiðhjóli og þarf að detta nokkrum sinnum áður en jafnvægi er náð.
Þessi vinna hefur þegar verið unnin af forystu Miðflokksins undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það var einnig undir forystu hans sem leiðréttingarleiðin var farin og baráttan gegn talsmönnum vogunarsjóða. Eflaust kjósa sumir sjálfstæðismenn Miðflokkinn og munu trúlega gera áfram þar til forysta Sjálfstæðisflokksins hefur unnið heimavinnuna í peningamálunum.
Glæsileg kosning formannsins Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnum Landsfundi virðist ekki ná sama glæsileika í samstarfsríkisstjórn við sósíalista sem hafa forsætisráðherrann.
Kannski þarf formaðurinn að leggja verulega hart að sér fyrir þau 3,8% atkvæða sem vantar upp á að jafna met glæsilegustu flokksforingjakosningu heims fyrr og síðar, þegar Kim Jong-un hlaut 100% atkvæða.
Styrmir skýtur á flokksforystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú sem býrð fjarri Íslandsströndum átt sannarlega inni að heimalingur svari þótt sá sé aldraður. Það hleypur enginn frá Kim Jong UN en það gerðu fjórmenningarnir sem sem nú stýra viðreisn,líklega kjósa hann fyrrverandi Sjálfstæðismennn. En stefna þeirra greiðir götu D-listans.Það verða því 2 flokkar sem sjálfstæðis sinnar geta valið um,ef mig misminnir ekki þá er flokkur fólksins þar einnig. Ég verð að ljúka þessu vegna erfiðleika að þrykkja á IPad tölvan sprakk og ég nýti gamla frá einu af mínum 8 börnum. En bæti við ég hef miklar mætur à Sigmundi og vona að hann sprengi skalann sem hann fékk með Framsókn og Ísland verður aldrei,Aldrei fjölmenningar land undir ESB-Ínu. Góðar stundir.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2018 kl. 00:42
Sæll aftur var að lesá yfir,varð sífellt að "rekja upp" því tölvan er ókomin. Góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2018 kl. 00:48
Sæl Helga, þakka innlit og skrif, vonandi nær Sigmundur fylgi, því hans er þörf til að klára verkið gagnvart vogunarsjóðunum og peningakerfinu. Þar er mikið tómarúm og barnaskapur hjá Sjálfstæðismönnum sem geta bara klykkt út með að lýsa þurfi yfir að bankar eigi að bera ábyrgð á gjörðum sínum í stað skattgreiðenda. Sennilega er þetta brandari ársins. Vonandi lagast tölvumálin og sömuleiðis góða nótt :)
Gústaf Adolf Skúlason, 21.3.2018 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.