Sjálfstæðisflokkurinn hefur bæði lært og einnig ekki lært af átökum þjóðarinnar við fjármálaglæpamenn

large_1472492814_xd-falki

Það er góð lesning og holl að fara yfir ályktun utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins. Þegar í upphafi máls eru fyrstu tvö atriðin áminnig um tilgang og grundvöll sjálfstæðisstefnunnar:

"Meginmarkmið Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum er:

  • að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar,

  • að efla stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga í samskiptum við útlönd".

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur engann með þessum loforðum, stendur staðfastur á grundvelli flokksins frá upphafi sem í dag því miður er rík þörf fyrir vegna vaxandi upplausnarástands sem slær dökkum skýjum á himinn heimsmálanna.

"Viðskiptafrelsi er einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands".

"Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins." 

"Sjálfstæðisflokkurinn áréttar að hagsmunir Íslands séu best tryggðir með því að standa utan Evrópusambandsins".

Sjálfstæðisflokkurinn er bestur þegar hjarta flokksins og landsmanna slær í takt, Íslendingar vilja ráða málum sínum sjálfir og flokkurinn virðist vera að ná sér aftur eftir mistökin í fullveldisspurningu Icesavemálsins. Margar línur hafa skýrst síðan þjóðin tók þann slaginn og gott mál að flokkurinn áréttar grundvallarstefnu sjálfstæðis, frelsis og lýðræðis. Hins vegar slokknar sami andi sjálfstæðisstefnunnar í fjármála -og peningastefnunni. Engu orði minnst á glæpamennsku fjárjöfra sem sölsuðu bankakerfið undir sig og ollu þjóðarbúinu öllu skaðræðistjóni með athöfnum sínum. Það hljómar minnst sagt barnalega með þá reynslu í farangrinum að segja að "Stjórnvöld eiga að lýsa því yfir að bankar starfi á eigin ábyrgð, en ekki skattgreiðenda".

Hvílíkir endemis draumórar. Rétt eins og bankaeigendur fari allt í einu að fara eftir  yfirlýsingum stjórnvalda. Loforð bankakerfisins - og stjórnmálamanna- víða um Evrópu hljóma eins og aum lygi mannsins sem setti litað vatn á flösku og seldi sem allsherjarmeðal við lugnabólgu og magakveisum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu í peningamálum aðra en að viðhalda íslensku krónunni. Það er í sjálfu sér gott mál en hitt vekur furðu hversu treglega flokknum gengur að sjá og aðskilja glæpastarfsemi vogunarsjóða frá heilbrigðu efnahagslífi þjóðfélagsins. Yfirlýsingar um frjálsa samkeppni eru og verða marklausar þar til flokkurinn tekur upp baráttuna gegn svindlurum sem eru reiðubúnir að fórna heilum þjóðum fyrir vitfirrt veðmál í spilavítiskerfinu. Ef stjórnvöld vilja fá heilbrigða bankastarfsemi verður að banna eða a.m.k. aðskilja spilavítin frá raunefnahagskerfi landsmanna. 

Það er engu að síður full ástæða að óska flokknum til hamingju með nýafstaðinn landsfund og óska honum góðs gengis í framtíðinni. Flokkurinn hefur sýnt að hægt er að læra af mistökum og engin ástæða að ætla að annað verði í peningamálunum, þótt þreytandi sé að sjá hversu seinir menn eru til tiltekta. 


mbl.is Mat verði lagt á reynsluna af EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Veistu hvort að menn gera sér grein fyrir hvað er að gerast í orkumálum, sérstaklega ACER tengt, sbr. bloggið hjá Bjarna Jónssyni?

Það er til mikils að forðast margföldun á orkuverði á Íslandi

Emil Þór Emilsson, 19.3.2018 kl. 14:41

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

ACER er enn eitt bandalagið í sócialistabandalagi Evrópusambandsins. Þeir halda að enginn skilji að bandalag allra þátta samfélagsins sé sama og eitt þjóðfélag og innlima þannig hvert sviðið á fætur öðru. Bjarna Jónssyni er mjög vel treystandi enda athugar hann staðreyndir mála áður en hann skrifar. Ég átti samtal við háttsettann mann í Höyre Noregi sem útskýrði stuðning Höyre við ACER á grundvelli Parísarsáttmálans og að grænni orku yrði veitt frá Noregi til Evrópu til að minnka þörfina á kjarnorkuverum og kolaverum. Þetta er hins vegar ein risa blekking, kíktu á rafmagnsreikninginn á Íslandi og athugaðu hversu mikið er sagt vera framleitt með kjarnorku. Meiri hlut Norðmanna telur að Noregur missi yfirráðin yfir orkulindunum, þegar orkumálin verða sett undir stofnun ESB sem muni þýða dýrara orkuverð til neytenda. Þeir hafa rétt að mínu mati. Bjarni Benediktsson hefur gagnrýnt hvernig ESB notar EES samninginn til að sækjast sífellt eftir meiri völdum á löndum eins og Íslandi og Noregi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vaknað og ætlar að meta EES samninginn í þessu samhengi. Gott mál.

Gústaf Adolf Skúlason, 19.3.2018 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband