Miðflokkurinn leiðir peningastefnu Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar
20.2.2018 | 18:12
Enn á ný er sú staða uppi á teningnum í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin er á bandi fjármálaafla sem bera samskonar virðingu fyrir hagsmunum landsmanna og köttur fyrir mús.
Sami flokkur og leiddi Icesave árásir fjármálasvindlara vogunarsjóða og erlendra risabanka í samfylkingu Evrópusambandsins gegn Íslandi vermir sjálfan forsætisráðherrastólinn. Þegar skjólstæðingum var stungið í steininn var stjórnmálaarmurinn verðlaunaður með feitum embættum.
Sá hluti stjórnmálamanna sem stóð á lýðræðislegum grundvelli og björguðu þjóðinni frá hruni voru ofsóttir og hraktir úr embættum.
Vesældómur forystu Sjálfstæðismanna í peningamálum er forkastanlegur og gerir illmögulegt að aðgreina flokkinn frá vogunarsjóðum og dæmdum fjárglæpamönnum. Engu er líkar en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ályktað að taka upp Samfylkingarstjörnu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem glansaði mest í hámarki Icesavestríðsins. Þingmenn sjálfstæðismanna greiddu atkvæði með dragbítnum Icesave III sem flokkurinn þarf að gera upp við til að geta nálgast sjálfstæðan grundvöll peningamála.
Enginn tekur samt neyðarlögin frá Davíð og Geir sem björguðu landinu frá sömu skuldahlekkjum og keðjar Grikkland og önnur nútíma evruríki í dag.
Miðflokkurinn er í peningamálum Sjálfstæðisflokkur nútímans. Þar standa menn staðfastir á grundvelli lýðræðis og neyðarlaga Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar.
Nei - maðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson breyttist í já-mann í þríeyki með Katrínu og Bjarna. Virðingin sem þríeykið segist vera að endurheimta fyrir stjórnmálamenn er í raun endurreisn glæpamannanna sem þjóðin barðist við í Icesave.
Við erum að ræða almannahagsmuni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | Breytt 21.2.2018 kl. 16:17 | Facebook
Athugasemdir
Komdu sæll! þannig lít ég einnig á málin varðandi Miðflokkinn.Gömlu flokkarnir splundruðust í fárinu eftir hrun og eru engir svipur hjá sjón.- Ég velti fyrir mér hvort þú þekkir eitthvað til stjórnsýslu stofnunar ESB,á sviði orkumála sk.st. ACER. Eitthvað eru þeir að hrella þá Norðmenn sem mörgum finnst samningur við þetta ESB-apparat jaðri við Stjórnarskrárbrot.- Ég hef miklar áhyggjur af þessu (Bjarni Ben er byrjaður að ræða þetta á þingi) svo og þeir tveir sem skrifa af mikilli þekkingu um þetta hér á blogginu; Bjarni Jónsson rafm.verkfræðingur og Gunnar Hreiðarsson og líst alls ekki á blikuna vegna ágangs Esb. .Bíð alltaf eftir símtali frá þér við Ú-Sögu.eins og þeir segja :-"Þú verður að hlusta"- tala frá Svíþjóð,það er eins hjálpræðið komi með því. Afsakaðu ritstífla hrjáir mig og þakka þína Íslandstryggð. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2018 kl. 04:01
Sæl Helga, takk fyrir innlit og athugasemd. Ég hef ekki kynnt mér málið til hlítar en tel að Bjarni Jónsson útskýri málið af mikilli þekkingu. Þetta er enn eitt dæmið um eins og hann skrifar að verið sé að "innlima EFTA-ríkin bakdyramegin inn í ESB". Kjarninn er að lönd sem eru í samstarfi við ESB eru sífellt að missa meiri völd til ESB og eins og fjármálaráðherrann talaði um á þinginu, þá er þetta óviðeigandi valdfærsla og átroðningur á Íslandi. Fjármálaráðherrann kvartaði undan sífellt stærri ákvörðunum sem Íslendingum væri gert skylt að fara eftir án þess að hafa neitt um málið að segja. Áhyggjur þínar eru því engan veginn ástæðulausar og ættu fleiri að deila þeim með þér. Ekki viljum við að skriffinnar í Brussel sem enginn hefur kosið á Íslandi ákveði hvað Íslendingar geri í orkumálum né öðrum málum. Kærar þakkir fyrir góð orð þín, var síðast á SÖGU mánudagsmorgunn en sambandið var í ólagi hjá mér vegna breytinga á Internetinu en núna búið að laga málin... Bestu kveðjur
Gústaf Adolf Skúlason, 21.2.2018 kl. 05:14
Enn á ný kemur þú með þarfan pistil Gústaf eins og þér er von og vísa. Ég tek undir með þér. Mér sýnist Miðflokkurinn ætla að taka við því hlutverki af Sjálfstæðisflokknum að vera flokkur stöðugleikans. Ég veit hreinlega ekki hvað er að verða um minn gamla flokk sem ég reyndar sagði mig úr þegar flokkurinn samþykkti Icesave III, honum hefur bara hrakað síðan þá. Sé fyrir mér að mörg atkvæði muni fara frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Miðflokkinn ef áfram heldur sem horfir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.2.2018 kl. 10:14
Þakka þér góð orð Tómas, já það er ekki gefandi ef flokkurinn tekur sig ekki í kragann í peningamálunum. Batnandi manni er best að lífs. Kær kveðja
Gústaf Adolf Skúlason, 21.2.2018 kl. 12:35
Sæll Gústaf, ágætis grein hjá þér nema að þú hefðir mátt sleppa sögufölsuninni um að Davíð og Geir hafi samið neyðarlögin.
Það er alveg klárt mál að hvorugur Þeirra kom nálægt þeirri smíði og þá allra síst Davíð sem var önnum kafin að gera Seðlabankann gjaldþrota.
Ef ekki hefði verið fyrir styrka stjórn Samfylkingarinnar við stjórn landsins á þessum viðsjárverðum tímum og tekið yfir stjórn landsins, þá væri staðan önnur í dag.
Helgi Rúnar Jónsson, 21.2.2018 kl. 14:36
Skil að þú ert á annarri skoðun Helgi, en Samfylkingin var svo dópuð af ESB að hún gætti ekki að sér og seldi sál sína til hrægamma sem vildu skuldsetja þjóðina kynslóðir fram í tímann. Þjóðing galt Samfylkingunni fyrir það í kosningunum á eftir með stærsta hruni sósíaldemókrata á Vesturlöndum í manna minnum. Það er nú það fína við lýðræðið að hægt er að kjósa burtu þá sem ekki standa sig. Slíkt er því miður ekki hægt í ESB.
Gústaf Adolf Skúlason, 21.2.2018 kl. 15:20
Ég er ekki alveg sammála ... í fyrsta lagi, var Davíð ekki sá "bjargvættur", né heldur Geir eins og þú heldur. En hinir flokkarnir voru sínu verri, þessu er ég sammála og gerðu málið margfalt verra en ella.
Ísland, fyrir hrun ... var drukkið í "peningamálum". Hver einasti kjaftur í landinu, vissi vel um "vafasama" stefnu í fjármálum. Davíð Oddsson, verðlaunaði þessa menn í Háskólabíói sem "Útrásarvíkinga". Ísland naut, þá ... aðhlynningu á sama hátt og Halliburton, í skugga styrjaldar Bandaríkjanna í Írak. Davíð Oddson, kom fram í Sjónvarpi og sagði hátt "Við borgum ekki" ... og það þessi orð hans, sem hleyptu vandamálum Íslands af stað, á sama hátt og þau gerðu fyrir Bandaríkin, þegar George W. Bush (Crasy King George II) kom fram í bandarísku sjónvarpi og sagði sama hlut.
Bretar björguðu Íslendingum, með að frysta eignirnar.
Menn verða að hafa vit fyrir sjálfum sér, og ég verð að segja að Ísland balanserar hárfínt og línunni með að vera "sjálfstætt" og þurfa "umönnunar".
Í hvora áttina, haldið þið að "erlend" áhrifaöfl, vilja hrinda Íslandi í? Öll, með tölu ...
Sjáið þið fyrir vandann með "ferðamannastrauminn", eða er sama gullæðið gripið um sig, eins og fyrir 2008 ... þar sem menn ganga fram í Sjónvarpi og telja Ísland vita meir um fjármál og stefnu, en allir aðrir í Heiminum?
Örn Einar Hansen, 21.2.2018 kl. 15:22
Gamla tröllalumman: Allt illt í heiminum er Davíð Oddssyni að kenna...jafnvel Íraksstríðið..Svafstu á meðan fjármálabófar voru dæmdir og stungið í steininn?
Gústaf Adolf Skúlason, 21.2.2018 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.