Útlit fyrir alvöru samkeppni um stjórn Reykjavíkurborgar

VigdisEythorEftir að Sjálfstæðismenn hafa valið Eyþór Arnalds sem frambjóðenda sinn til embættis borgarstjóra Reykjavíkur og Miðflokkurinn tilkynnir að Vigdís Hauksdóttir leiðir lista flokksins í Reykjavík hefur grundvöllur skapast fyrir alvöru framboð og stjórnmálakeppni um fremsta embætti Reykjvíkinga. 

Vonandi markar þetta tímamót í sögu Reykvíkinga um að fólk sé nú orðið þreytt á trúðum og brandarakörlum gerviflokka sem eingöngu eru í framboði til að auglýsa sjálfa sig eða búa til myndir um eiginn hégóma. 

Stefna Samfylkingarinnar og Besta flokks Jóns Gnarrs hefur orðið Reykvíkingum dýrkeypt. Reykvíkingar eru í skuldafjötrum, stjórn borgarinnar í ólestri og fjármunum verið sóað í einskis nýtar spjátrungstilraunir vinstri manna. 

Vopnið sem Reykvíkingar hafa til að binda endi á vesældóminn er að notfæra sér kosningaréttinn og skipta um stjórn.

Það er við hæfi að bjóða velkomið það fólk sem vinnur af heilindum fyrir kjósendur bæði á Alþingi og í sveitarfélögum.

 


mbl.is Vigdís leiðir lista Miðflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Litlu verður Vöggur feginn!" cool

Þorsteinn Briem, 10.2.2018 kl. 05:14

2 Smámynd: Haukur Árnason

Mundi kjósa Vigdísi ef ég væri á því svæði. Aðeins of fljótfær, stundum, en er réttsýn og hún þorir.

Haukur Árnason, 10.2.2018 kl. 21:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eyþór verður góður borgarstjóri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2018 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband