Daginn eftir ellefta september 2017 sagði forseti Íslands í setningarræðu Alþingis að breyta þyrfti lögum um uppreist æru kynferðisafbrotamanna sem og stjórnarskrá lýðveldisins. Hvatti forsetinn "fólk í hinu fjálsa lýðræðissamfélagi að láta í sér heyra".
Þremur dögum síðar lét Björt framtíð í sér heyra og sprengdi ríkisstjórnina með lygum um að formaður Sjálfstæðisflokksins breiddi yfir voðaverk kynferðisafbrotamanna.
Einum og hálfum mánuði eftir það felur forsetinn formanni VinstriGrænna að mynda vinstri ríkisstjórn með öðrum ESB-flokkum í anda fyrirfram hannaðrar leikfléttu krata.
Vinstri öflin hunsa lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson bergmálar "uppbyggingarstjórn" úr munni Steingríms.
RÚV öflin mynda skjaldborg um þær stjórnarskrárbreytingar sem þarf til að afnema fullveldið og breyta Íslandi í andlitslaust amt innan ESB.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun styðja allar slíkar breytingar þ.á.m. afnám málskotsréttar forsetans sem gagnaðist þjóðinni í Icesave-deilunni.
Stjórnmálin eru að breytast í alvöru Hrekkjavöku fyrir lýðveldið.
Katrín komin með umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Athugasemdir
Það stefnir í að við kjósum aftur á næsta ári þegar þetta drullumall springur.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2017 kl. 22:53
Sannarlega vel skrifaður pistill, Gústaf, hnitmiðaður og hittir í mark, að því slepptu, að Framsóknarflokkurinn er ekki ESB-hneigður, hvað þá gegnumspilltur af Evrópusambandsþægð. Að spá því, að hann taki þátt í s.k. "vegferð" vinstri-svikaflokka inn í það gímald eða ætli að una því (og þykjast standa á hliðarlínunni, en láta þá í reynd komast upp með þetta) hlýtur að gera ráð fyrir því, að þeir ætli að taka þátt í kosningasvikum sambærilegum þeim sem Steingrímur J. framdi strax eftir kosningarnar 2009. En við höfum reyndar ekki heyrt síðasta orð Farmsóknar-foringjanna um þessa stjórnarmyndun.
Jón Valur Jensson, 2.11.2017 kl. 23:09
Takk Jón S og Jón V. Allt getur gerst í stjórnmálum. Steingríman glyttir gegnum framsókn og talar úr munni framsóknarformannsins...við sjáum hvað setur sagði konan góða.
Gústaf Adolf Skúlason, 2.11.2017 kl. 23:36
Mikið væri óskandi að þetta væri rétt hjá þér. Ný stjórnarskrá og kosning um ESB væri það besta sem gæti gerst fyrir þjóðina í dag.
En því miður tel ég frekar ólíklegt að þetta muni rætast eins og þú spáir, því miður....
Snorri Arnar Þórisson, 3.11.2017 kl. 10:00
Nú liggur fyrir að Samfylkingin segir að ESB-málið verði ekki á dagskrá í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þetta er alveg á skjön við æsinginn út af því máli. Málið er dautt fram að næstu kosningum.
Allt fimbulfambið út af nýrri stjórnarskrá er furðulegt. Það er meðal annars vegna vöntunar á ákvæðum í nýrri stjórnarskrá sem EES-reglugerðafarganið hefur fengið að þenjast út.
Björg Thorarensen prófessor hélt nýlega ræðu á ráðstefnu um fullveldi Íslands þar sem hún lýsti þungum áhyggjum af því að alveg vantaði ákvæði í stjórnarskrá sem kæmi í veg fyrir að skuldbindingar Íslands varðandi afsal ríkisvalds til erlendra stofnana gætu orðið langt umfram það sem deilt var um 1993.
Ómar Ragnarsson, 3.11.2017 kl. 11:53
Afsakið orðalag, sem gæti verið skýrara í fjórðu málsgrein.
Betur orðað svona: Það er meðal annars vegna þess, að sökum vöntunar á ákvæðum í núverandi stjórnarskrá hefur til dæmis EES-reglugerðarfarganið fengið að þenjast út langt umfram það sem menn reiknuðu með 1993.
Ómar Ragnarsson, 3.11.2017 kl. 11:56
Kærar þakkir fyrir innlit og athugasemdir Snorri og Ómar. Þið hallist báðir að því að enginn laumupakki sé á ferð. Ég hins vegar kaupi það ekki alveg miðað við fyrri hringsnúninga og plat bæði Samfylkingar og VG. Síðan held ég að það sé meira um slappleika stjórnmálamanna að kenna sem láta undan öllu reglugerðarfarganinu frá Brussel í stað þess að standa í lappirnar og meðvitað taka einungis það sem er nauðsynlegt fyrir okkur. Stjórnarskráin okkar dugar vel.
Gústaf Adolf Skúlason, 3.11.2017 kl. 12:12
Var að frétta um yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar um að Samfylkingin setti það ekki lengur sem skilyrði fyrir stjórnarmyndun að kosið yrði um áframhald inngönguviðræðna við ESB. Svo vonandi hafið þið Snorri og Ómar rétt fyrir ykkur. Ég yrði harla glaður ef svo væri.
Gústaf Adolf Skúlason, 3.11.2017 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.